Innlent

Grunaður um að hafa stolið tveimur pokum af humri

Sylvía Hall skrifar
Lögregla var nokkrum sinnum kölluð til í gærkvöldi og í nótt vegna þjófnaðar. 
Lögregla var nokkrum sinnum kölluð til í gærkvöldi og í nótt vegna þjófnaðar.  Vísir/Vilhelm

Lögregla sinnti nokkrum útköllum vegna þjófnaðar í gærkvöldi og í nótt, en á níunda tímanum í gærkvöld var tilkynnt um hnupl úr verslun í miðbæ Reykjavíkur. Þar var maður sagður hafa stolið matvöru og var hann tekinn í skýrslutöku hjá lögreglu en látinn laus að henni lokinni.

Um sex klukkustundum síðar, rétt fyrir klukkan þrjú í nótt, var sami maður grunaður um að hafa stolið tveimur pokum af humri í annarri verslun í póstnúmeri 108.

Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi var svo tilkynnt um þjófnað á tösku í Grafarvogi, en í töskunni var meðal annars fartölva. Rúmlega tveimur klukkustundum síðar var maður sem var með töskuna í sínum fórum handtekinn og var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Á tólfta tímanum var lögregla kölluð til eftir að kona var sögð hafa stolið snyrtivörum í Garðabæ. Var hún látin laus að lokinni skýrslutöku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×