Handbolti

Átta mörk og áttatíu prósent nýting í fyrsta leiknum fyrir Selfoss í áratug

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar Jóhannsson byrjaði af fítonskrafti með Selfossi.
Ragnar Jóhannsson byrjaði af fítonskrafti með Selfossi. stöð 2 sport

Ragnar Jóhannsson lék sinn fyrsta leik fyrir Selfoss í áratug í gær. Hann hefði ekki getað beðið um betri um betri byrjun því hann skoraði átta mörk í öruggum sigri á Val, 24-30.

Ragnar er uppalinn Selfyssingur og lék með liðinu til 2011 þegar hann fór til FH. Hann hélt í atvinnumennsku til Þýskalands 2015 en sneri aftur heim um áramótin og gekk í raðir Selfoss.

Í gær lék hann svo sinn fyrsta leik fyrir Selfoss síðan liðið vann Aftureldingu í lokaumferð N1-deildarinnar 7. apríl 2011, eða í 3591 dag. Ragnar skoraði sex mörk í leiknum og var markahæsti leikmaður N1-deildarinnar.

Ragnar byrjaði leikinn á Hlíðarenda í gær af fítonskrafti, skoraði fyrstu þrjú mörk Selfoss og var kominn með fimm mörk í hálfleik.

Hann hafði nokkuð hægt um sig í seinni hálfleik en kom svo sterkur inn undir lokin og skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum Selfoss. Ragnar endaði með átta mörk í aðeins tíu skotum.

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá mörkin sem Ragnar skoraði í leiknum í gær auk viðtals við hann.

Klippa: Átta mörk í endurkomunni

Leikurinn í gær var fyrsti leikur Selfoss eftir hléið langa, eða í 125 daga. Selfyssingar hafa unnið tvo leiki í röð og eru í 6. sæti Olís-deildarinnar. Selfoss hefur aðeins leikið fimm leiki á tímabilinu en hin liðin sex til sjö leiki.

Næsti leikur Selfoss er gegn nýliðum Þórs Ak. í Hleðsluhöllinni á Selfossi á sunnudaginn.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×