Langamma veit best Gunnar Smári Egilsson skrifar 2. febrúar 2021 10:09 Hallfríður langamma mín fæddist um miðja þar síðustu öld og dó í hárri elli á stríðsárunum um miðja þá síðustu, þegar hún átti nokkra daga í nírætt. Hún lifði því mikla breytingatíma; frá vakningu sveitanna á tímum sjálfstæðisbaráttu, kaupfélaga, ungmennafélaga og kvenfélaga í gegnum iðnbyltingu sjávarbyggðanna, mótun bæjarfélaga með almennum kosningarétti, alþýðuhúsum, verkalýðsfélögum, stúkum, félagslífi, fjölmiðlum og uppbyggingu almenns skólakerfis, heilbrigðisþjónustu og fæðingu velferðarkerfis. Þessu fylgdi tæknibreytingar; vatnsveita, rafmagnsveita, hitaveita o.s.frv. Einhverju sinni kveikti Hallfríður langamma mín undir katlinum á Rafha-eldavélinni í Hafnarfirði þar sem hún bjó síðustu árin á heimili dóttur sinnar. Hún átti rúm í herbergiskitru innan af eldhúsinu, eins og algengt var með gamlar konur í þá daga. Gestkomandi maður horfði á þessa gömlu konu á peysufötunum við Rafha-eldavélina og fannst sem þarna mættust andstæður hins gamla tíma og þess nýja, og spurði: Finnst þér ekki undarlegt frú Hallfríður að þú getir snúið einum takka á þessari eldavél og hitað með því vatnið í katlinum? Nei, svaraði Hallfríður, það finnst mér ekki. Skárra væri það nú ef engar væru framfarirnar. Stundum verður mér hugsað til langömmu minnar, sem ég aldrei sá, en lifir í frásögnum móður minnar. Sérstaklega þegar mér finnst alþýða manna krefjast of lítils og óska sér of smárra framfara, réttinda og lífskjarabóta. Í raun er sköpunarkraftur mannfélagsins nánast óendanlegur. Hann getur magnað upp slæmt samfélag og hefur sterkan eyðileggingarmátt; getur brotið niður árangur fyrri kynslóða á skömmum tíma. En hann hefur líka lífskraft sem getur gert líf hinna fátækustu og vinnulúnustu, hinna valdaminnstu og kúguðustu, svo miklu miklu auðveldara, öruggara og gjöfulla. Stundum er vandinn sá að við tölum ekki um nógu stóra drauma og stefnum því ekki nógu hátt.Eigum við að byggja réttlátt samfélag af jöfnuði og virðingu fyrir öllu fólki? Þar sem lífsbaráttan er ekki þrúgandi og fólk óttast ekki um afkomu sína og framtíð? Eigum við að stefna að góðu samfélagi fyrir alla? Eigum við að velja hið góða? Það hefði hún langamma mín kosið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Alþingi Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Hallfríður langamma mín fæddist um miðja þar síðustu öld og dó í hárri elli á stríðsárunum um miðja þá síðustu, þegar hún átti nokkra daga í nírætt. Hún lifði því mikla breytingatíma; frá vakningu sveitanna á tímum sjálfstæðisbaráttu, kaupfélaga, ungmennafélaga og kvenfélaga í gegnum iðnbyltingu sjávarbyggðanna, mótun bæjarfélaga með almennum kosningarétti, alþýðuhúsum, verkalýðsfélögum, stúkum, félagslífi, fjölmiðlum og uppbyggingu almenns skólakerfis, heilbrigðisþjónustu og fæðingu velferðarkerfis. Þessu fylgdi tæknibreytingar; vatnsveita, rafmagnsveita, hitaveita o.s.frv. Einhverju sinni kveikti Hallfríður langamma mín undir katlinum á Rafha-eldavélinni í Hafnarfirði þar sem hún bjó síðustu árin á heimili dóttur sinnar. Hún átti rúm í herbergiskitru innan af eldhúsinu, eins og algengt var með gamlar konur í þá daga. Gestkomandi maður horfði á þessa gömlu konu á peysufötunum við Rafha-eldavélina og fannst sem þarna mættust andstæður hins gamla tíma og þess nýja, og spurði: Finnst þér ekki undarlegt frú Hallfríður að þú getir snúið einum takka á þessari eldavél og hitað með því vatnið í katlinum? Nei, svaraði Hallfríður, það finnst mér ekki. Skárra væri það nú ef engar væru framfarirnar. Stundum verður mér hugsað til langömmu minnar, sem ég aldrei sá, en lifir í frásögnum móður minnar. Sérstaklega þegar mér finnst alþýða manna krefjast of lítils og óska sér of smárra framfara, réttinda og lífskjarabóta. Í raun er sköpunarkraftur mannfélagsins nánast óendanlegur. Hann getur magnað upp slæmt samfélag og hefur sterkan eyðileggingarmátt; getur brotið niður árangur fyrri kynslóða á skömmum tíma. En hann hefur líka lífskraft sem getur gert líf hinna fátækustu og vinnulúnustu, hinna valdaminnstu og kúguðustu, svo miklu miklu auðveldara, öruggara og gjöfulla. Stundum er vandinn sá að við tölum ekki um nógu stóra drauma og stefnum því ekki nógu hátt.Eigum við að byggja réttlátt samfélag af jöfnuði og virðingu fyrir öllu fólki? Þar sem lífsbaráttan er ekki þrúgandi og fólk óttast ekki um afkomu sína og framtíð? Eigum við að stefna að góðu samfélagi fyrir alla? Eigum við að velja hið góða? Það hefði hún langamma mín kosið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun