„Frammararnir voru hrikalega flottir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2021 15:31 Þorgrímur Smári Ólafsson lék vel þegar Fram vann Val. vísir/bára Einar Andri Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, var virkilega hrifinn af frammistöðu Fram í sigrinum á Val, 26-22, á fimmtudaginn. Eftir tapið fyrir ÍBV, 19-17, í fyrsta leik sínum eftir hléið langa var allt annað að sjá til Fram í leiknum gegn Fram, sérstaklega í sókninni. Frammarar skoruðu sextán mörk í fyrri hálfleik, einu minna en í öllum leiknum gegn Eyjamönnum. Einar Andri fékk það verkefni að greina leik Fram í Seinni bylgjunni og var hrifinn af því sem hann sá. „Það var mjög gaman að sjá Frammarana í þessum leik. Í fyrri hálfleik spiluðu þeir til dæmis innleysingataktík, þar sem miðjumaðurinn leysti inn, og Valsmennirnir náðu ekki að leysa þetta,“ sagði Einar Andri. „Almennt séð voru Frammararnir hrikalega flottir. Þetta var allt annað en frá því í leiknum gegn ÍBV. Taktíkarnar voru vel útfærðar og gerðar af fullum krafti, ekkert hik. Í Eyjum voru þeir með 22 tapaða bolta en fóru með það niður í tíu sem er virkilega vel gert. Það var greinilega farið vel yfir sóknarleikinn.“ Góð innkoma Þorvaldar Jóhann Gunnar Einarsson var hrifinn af frammistöðu Þorvaldar Tryggvasonar sem fyllti skarð Ægis Hrafn Jónssonar í vörninni og lék auk þess vel í sókn Fram. „Þegar maður horfði á uppstillinguna og sá að Ægir var ekki með, lykilvarnarmaður þarna og búinn að binda saman vörnina og ver þrjú til fimm skot í leik, hugsaði maður að þetta gæti orðið vesen,“ sagði Jóhann Gunnar. „Síðan kemur þessi Þorvaldur Tryggvason sem kom aðeins inn á gegn ÍBV. Hann hefur verið að fylla inn í. Þeir hafa bara verið með Rógva [Dal Christiansen] á línunni og hann skiptir við Ægi dálítið mikið. Hann [Þorvaldur] var bara drullu flottur. Þeir fengu allt öðruvísi vörn. Venjulega bíður Ægir og reynir að verja skot á meðan annar er að vinna í kringum. Þetta virkaði alveg, þeir voru út og suður og hömruðu þá út og suður.“ Næsti leikur Fram er gegn Þór á Akureyri á miðvikudaginn. Klippa: Seinni bylgjan - Einar Andri greinir Fram Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Eftir tapið fyrir ÍBV, 19-17, í fyrsta leik sínum eftir hléið langa var allt annað að sjá til Fram í leiknum gegn Fram, sérstaklega í sókninni. Frammarar skoruðu sextán mörk í fyrri hálfleik, einu minna en í öllum leiknum gegn Eyjamönnum. Einar Andri fékk það verkefni að greina leik Fram í Seinni bylgjunni og var hrifinn af því sem hann sá. „Það var mjög gaman að sjá Frammarana í þessum leik. Í fyrri hálfleik spiluðu þeir til dæmis innleysingataktík, þar sem miðjumaðurinn leysti inn, og Valsmennirnir náðu ekki að leysa þetta,“ sagði Einar Andri. „Almennt séð voru Frammararnir hrikalega flottir. Þetta var allt annað en frá því í leiknum gegn ÍBV. Taktíkarnar voru vel útfærðar og gerðar af fullum krafti, ekkert hik. Í Eyjum voru þeir með 22 tapaða bolta en fóru með það niður í tíu sem er virkilega vel gert. Það var greinilega farið vel yfir sóknarleikinn.“ Góð innkoma Þorvaldar Jóhann Gunnar Einarsson var hrifinn af frammistöðu Þorvaldar Tryggvasonar sem fyllti skarð Ægis Hrafn Jónssonar í vörninni og lék auk þess vel í sókn Fram. „Þegar maður horfði á uppstillinguna og sá að Ægir var ekki með, lykilvarnarmaður þarna og búinn að binda saman vörnina og ver þrjú til fimm skot í leik, hugsaði maður að þetta gæti orðið vesen,“ sagði Jóhann Gunnar. „Síðan kemur þessi Þorvaldur Tryggvason sem kom aðeins inn á gegn ÍBV. Hann hefur verið að fylla inn í. Þeir hafa bara verið með Rógva [Dal Christiansen] á línunni og hann skiptir við Ægi dálítið mikið. Hann [Þorvaldur] var bara drullu flottur. Þeir fengu allt öðruvísi vörn. Venjulega bíður Ægir og reynir að verja skot á meðan annar er að vinna í kringum. Þetta virkaði alveg, þeir voru út og suður og hömruðu þá út og suður.“ Næsti leikur Fram er gegn Þór á Akureyri á miðvikudaginn. Klippa: Seinni bylgjan - Einar Andri greinir Fram Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira