Tvær flugur, eitt kjördæmi Starri Reynisson skrifar 1. febrúar 2021 10:30 Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu. Sú staða skapar alvarlegan lýðræðishalla og undirstrikar þær gífurlegu brotalamir á íslensku lýðræði sem misvægi atkvæða er. Kosningarétturinn telst til grundvallarmannréttinda og misvægi atkvæða er gróf aðför að honum. Jöfnunarþingsætin eru tilraun til að leiðrétta misvægið án þess að breyta kjördæmaskipan eða fækka þingmönnum ákveðinna kjördæma um of. Þá hafa þingsæti einnig verið færð milli kjördæma til að reyna að draga beint úr misvæginu. Fjölgun á jöfnunarsætum og tilfærsla þingsæta milli kjördæma eru þó hvort tveggja eingöngu litlir plástrar á stórt sár. Það að gera landið að einu kjördæmi er farsælasta leiðin til að leiðrétta misvægið endanlega. Með þeirri leið sláum við tvær flugur í einu höggi, enda fengist ýmis ávinningur annar en eðlileg virðing fyrir lýðræðislegum réttindum fólks. Væri landið eitt kjördæmi myndi skapast stjórnmálaumhverfi þar sem kjörnir þingmenn vinna að hagsmunum landsins alls öllum til heilla, en ekki sérhagsmunum afmarkaðra svæða til að vinna sjálfum sér atkvæði. Ákvarðanataka myndi í auknum mæli miðast við hagsmuni heildarinnar og skaðlegt kostnaðarsamt kjördæmapot myndi heyra sögunni til. Það þarf ekki að þýða að eitthvert svæði yrði út undan, enda eru það hagsmunir höfuðborgarsvæðisins að landsbyggðin sé öflug og hagur landsbyggðarinnar að höfuðborgin sé það líka. Þetta væri vonandi til þess fallið að rígur milli landshluta myndi minnka og áratugagamalt “við og þið” viðhorf myndi deyja út. Við búum eftir allt saman í alþjóðavæddum heimi, samkeppnin um búsetu er ekki lengur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis heldur milli Íslands og annara landa. Það er samstarfsverkefni okkar allra að sjá til þess að Ísland sé samkeppnishæft, það er best að nálgast það verkefni sem ein heild í einu kjördæmi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Alþingi Kjördæmaskipan Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu. Sú staða skapar alvarlegan lýðræðishalla og undirstrikar þær gífurlegu brotalamir á íslensku lýðræði sem misvægi atkvæða er. Kosningarétturinn telst til grundvallarmannréttinda og misvægi atkvæða er gróf aðför að honum. Jöfnunarþingsætin eru tilraun til að leiðrétta misvægið án þess að breyta kjördæmaskipan eða fækka þingmönnum ákveðinna kjördæma um of. Þá hafa þingsæti einnig verið færð milli kjördæma til að reyna að draga beint úr misvæginu. Fjölgun á jöfnunarsætum og tilfærsla þingsæta milli kjördæma eru þó hvort tveggja eingöngu litlir plástrar á stórt sár. Það að gera landið að einu kjördæmi er farsælasta leiðin til að leiðrétta misvægið endanlega. Með þeirri leið sláum við tvær flugur í einu höggi, enda fengist ýmis ávinningur annar en eðlileg virðing fyrir lýðræðislegum réttindum fólks. Væri landið eitt kjördæmi myndi skapast stjórnmálaumhverfi þar sem kjörnir þingmenn vinna að hagsmunum landsins alls öllum til heilla, en ekki sérhagsmunum afmarkaðra svæða til að vinna sjálfum sér atkvæði. Ákvarðanataka myndi í auknum mæli miðast við hagsmuni heildarinnar og skaðlegt kostnaðarsamt kjördæmapot myndi heyra sögunni til. Það þarf ekki að þýða að eitthvert svæði yrði út undan, enda eru það hagsmunir höfuðborgarsvæðisins að landsbyggðin sé öflug og hagur landsbyggðarinnar að höfuðborgin sé það líka. Þetta væri vonandi til þess fallið að rígur milli landshluta myndi minnka og áratugagamalt “við og þið” viðhorf myndi deyja út. Við búum eftir allt saman í alþjóðavæddum heimi, samkeppnin um búsetu er ekki lengur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis heldur milli Íslands og annara landa. Það er samstarfsverkefni okkar allra að sjá til þess að Ísland sé samkeppnishæft, það er best að nálgast það verkefni sem ein heild í einu kjördæmi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun