Ævintýralegar lokasekúndur og botnliðið vann meistarakandídatana Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 07:30 Russell Westbrook fagnar eftir að hafa skorað sigurkörfu Washington Wizards. Joe Harris virðist reyndar ekki ýkja reiður en hann gerði afar slæm mistök rétt áður. Getty/Will Newton Brooklyn Nets setja stefnuna á NBA-meistaratitilinn eftir komu James Harden á dögunum en urðu að sætta sig við tap í nótt gegn liðinu með versta árangurinn á leiktíðinni, Washington Wizards. Russell Westbrook sýndi hvers hann er megnugur í nótt og þeir Bradley Beal tryggðu Wizards magnaðan sigur, 149-146, eftir að liðið hafði verið fimm stigum undir, 146-141, þegar innan við tíu sekúndur voru eftir. Down 5 with under seconds left.Deep , defensive hustle.ANOTHER to complete the comeback....on back-to-back nights.Where Else? #OnlyHere The CRAZY final sequences from the @WashWizards and the @trailblazers over the past 2 nights! pic.twitter.com/gt4vvYkbYb— NBA (@NBA) February 1, 2021 Beal setti niður þrist þegar 8,1 sekúndur voru eftir og Garrison Matthews komst svo inn í innkastssendingu Joe Harris. Boltinn barst til Westbrook sem setti niður þrist og kom Wizards yfir. Hreint ótrúlegar lokasekúndur. Westbrook og Beal með 78 stig Westbrook skoraði 41 stig, tók 10 fráköst og gaf átta stoðsendingar, og Beal skoraði 37 stig. Í síðasta leikhlutanum skoraði Beal 22 stig og Westbrook 15. Kevin Durant skoraði 37 stig fyrir gestina frá Brooklyn en Harden missti af leiknum vegna meiðsla í læri. Wizards eru eftir sem áður neðstir í austurdeildinni með aðeins fjóra sigra en 12 töp. Nets eru með 13 sigra en níu töp í 2. sæti. Af öðrum úrslitum í nótt má nefna að Nikola Jokic skoraði heil 47 stig, jafnaði þar með stigamet sitt, í 128-117 sigri Denver Nuggets á Utah Jazz. Þar með lauk 11 leikja sigurgöngu Jazz í deildinni. Úrslitin í nótt: New York 115-129 LA Clippers Denver 128-117 Utah Indiana 110-119 Philadelphia Toronto 115-102 Orlando Washington 149-146 Brooklyn Minnesota 109-104 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira
Russell Westbrook sýndi hvers hann er megnugur í nótt og þeir Bradley Beal tryggðu Wizards magnaðan sigur, 149-146, eftir að liðið hafði verið fimm stigum undir, 146-141, þegar innan við tíu sekúndur voru eftir. Down 5 with under seconds left.Deep , defensive hustle.ANOTHER to complete the comeback....on back-to-back nights.Where Else? #OnlyHere The CRAZY final sequences from the @WashWizards and the @trailblazers over the past 2 nights! pic.twitter.com/gt4vvYkbYb— NBA (@NBA) February 1, 2021 Beal setti niður þrist þegar 8,1 sekúndur voru eftir og Garrison Matthews komst svo inn í innkastssendingu Joe Harris. Boltinn barst til Westbrook sem setti niður þrist og kom Wizards yfir. Hreint ótrúlegar lokasekúndur. Westbrook og Beal með 78 stig Westbrook skoraði 41 stig, tók 10 fráköst og gaf átta stoðsendingar, og Beal skoraði 37 stig. Í síðasta leikhlutanum skoraði Beal 22 stig og Westbrook 15. Kevin Durant skoraði 37 stig fyrir gestina frá Brooklyn en Harden missti af leiknum vegna meiðsla í læri. Wizards eru eftir sem áður neðstir í austurdeildinni með aðeins fjóra sigra en 12 töp. Nets eru með 13 sigra en níu töp í 2. sæti. Af öðrum úrslitum í nótt má nefna að Nikola Jokic skoraði heil 47 stig, jafnaði þar með stigamet sitt, í 128-117 sigri Denver Nuggets á Utah Jazz. Þar með lauk 11 leikja sigurgöngu Jazz í deildinni. Úrslitin í nótt: New York 115-129 LA Clippers Denver 128-117 Utah Indiana 110-119 Philadelphia Toronto 115-102 Orlando Washington 149-146 Brooklyn Minnesota 109-104 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
New York 115-129 LA Clippers Denver 128-117 Utah Indiana 110-119 Philadelphia Toronto 115-102 Orlando Washington 149-146 Brooklyn Minnesota 109-104 Cleveland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira