Varúðarmerking á verðtryggð lán Ólafur Ísleifsson skrifar 31. janúar 2021 12:07 Með aukinni neytendavernd er krafist varúðarmerkinga á áhættusamar vörur sem almenningur notar. Þekkt dæmi eru sígarettur sem geta valdið heilsutjóni og skoteldar vegna sprengihættu. Fjárhagsleg áhætta af verðtryggðu láni er slík að lánveitendum ætti að vera skylt að upplýsa lántakanda um hættuna sem honum stafar af láninu. Eitraði kokkteillinn Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra um breytt fyrirkomulag á verðtryggingu íbúðalána. Horfið verður frá 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Þessi lán eru þeirrar náttúru að ekkert saxast á höfuðstól þeirra þótt greitt hafi verið af þeim í meira en 20 ár. Eftir 20 ára greiðslur hefur höfuðstóllinn ekki lækkað um svo mikið sem eina krónu. Þessi lán hafa verið kölluð eitraði kokkteillinn. Í ljósi þess að verðtryggingin sjálf hefur alvarleg eituráhrif hefði frumvarp fjármálaráðherra þurft að ganga lengra í ýmsum efnum. Á liðnu ári sneru lántakendur sér hópum saman frá verðtryggðum lánum og kjósa frekar óverðtryggð lán þótt þau beri hærri vexti. Mismuninn má líta á sem eins konar tryggingariðgjald sem fólk kýs að greiða til að verja sig fyrir skaðsemi verðtryggingarinnar. Verðtryggingin hefur verið hér við lýði allt of lengi. Henni ætti að kasta fyrir róða og taka upp húsnæðislán eins og tíðkast á Norðurlöndum og margir Íslendingar þekkja af eigin raun. Meðan verðtryggð lán eru í boði má telja sjálfsagða neytendavernd að skylda lánveitendur til að vara lántakanda við hinni alvarlegu áhættu sem hann tekur því að skrifa undir verðtryggðan lánasamning. Viðvörun fylgi verðtryggðum lánasamningi Varúðarbréf lánastofnunar um áhættu lántaka sem fylgir verðtryggðu láni gæti hljóðað á þessa leið: Ágæti lántakandi. Við óskum þér til hamingju með íbúðina sem tókst verðtryggða lánið til að kaupa. Stjórnvöld hafa með neytendavernd að leiðarljósi skyldað lánastofnanir til að upplýsa lántaka um áhættu sem fylgir því að hafa skrifað undir lánasamning um verðtryggt lán. Til að rækja þá skyldu viljum við draga fram nokkur atriði. Þú berð alla (en við enga) áhættu af verðhækkunum á lánstímanum. Verðhækkanir af hvaða tagi sem er hækka höfuðstól og greiðslur af láninu. Þú skuldar meira og greiðslur þínar þyngjast ef verðbólga rýkur upp eins og hún gerði nú í janúar, ef uppskerubrestur verður á kaffi í Brasilíu, ef mistök verða í hagstjórn eða ef einhver ráðamaður fer öfugt fram úr rúminu og heimsmarkaðsverð á olíu hækkar. Þú veist ekki fyrir fram um fjárhæð neinnar greiðslu af láninu á lánstímanum. Ekki einnar einustu. Við vitum það út af fyrir sig ekki heldur en vitum þó að þær munu lengst af fara hækkandi. Hækki óbeinir skattar, til dæmis á bensín, áfengi og tóbak, hækkar lánið og greiðslur þyngjast. Hækki stjórnvöld kolefnisgjald í þágu loftslagsmarkmiða hækkar lánið þitt sömuleiðis og greiðslur þyngjast. Verðtryggingin hefur orsakað eignatilfærslu frá íbúðalántakendum til fjármálastofnana. Fjármálaráðherra upplýsti á Alþingi að húsnæðisliður vísitölunnar hefði á árabilinu 2013-17 einn og sér fært 118 milljarða króna frá fólki eins og þér. Velkominn í hópinn. Enginn útlendingur skilur verðtryggingu, enginn blaðamaður sem hingað hefur komið og ekki fræðingarnir frá stofnununum með skammstafanirnar. Norðurlöndin vita af þessu verðtryggingarundri uppi á Íslandi en hafa ekki tekið upp fjármálasnilli Íslendinga að þessu leyti. Lánið sem varst að taka þykir ekki fólki bjóðandi nokkurs staðar á byggðu bóli. Seðlabankinn taldi sig kannski hafa fundið eitthvað áþekkt í Úrúgvæ. Verðtryggða lánið þitt er sambland af venjulegum lánasamningi og fjármálaafleiðu. Afleiður eru kenndar í fjármálafræðum í háskólum. Þær eru ekki á færi nema sérfróðra kunnáttumanna þótt íslenskum fjölskyldum sem vilja koma þaki yfir höfuðið sé ætlað að taka ábyrgð á slíkum fjármálagerningum af áhættusamasta tagi. Þú ert að taka áhættu sem jafna má við þá sem fjárglæframenn stunda í afleiðuviðskiptum. Þú átt á hættu að missa fótanna í fjárhagslegu tilliti fyrir þá sök að hafa undirritað samning við okkur um verðtryggt lán. Þú átt á hættu að tapa öllum sparnaðinum þínum sem er þitt framlag til húsnæðiskaupanna. Þú átt á hættu að vera hrakinn ásamt fjölskyldu þinni af heimili þínu eins og þúsundir Íslendinga geta borið vitni um eftir hrun. Þú átt á hættu að vera rekinn út á götu og skulda samt af verðtryggða láninu þínu. Þú átt á hættu að eiga minna en ekki neitt. Fyrir utan hættu á gjaldþroti áttu á hættu að lenda á vanskilaskrá. Þetta er ígildi þess að hrapa fyrir björg í fjárhagslegu tilliti. Við þökkum viðskiptin. Gangi þér vel. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Neytendur Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Með aukinni neytendavernd er krafist varúðarmerkinga á áhættusamar vörur sem almenningur notar. Þekkt dæmi eru sígarettur sem geta valdið heilsutjóni og skoteldar vegna sprengihættu. Fjárhagsleg áhætta af verðtryggðu láni er slík að lánveitendum ætti að vera skylt að upplýsa lántakanda um hættuna sem honum stafar af láninu. Eitraði kokkteillinn Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra um breytt fyrirkomulag á verðtryggingu íbúðalána. Horfið verður frá 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Þessi lán eru þeirrar náttúru að ekkert saxast á höfuðstól þeirra þótt greitt hafi verið af þeim í meira en 20 ár. Eftir 20 ára greiðslur hefur höfuðstóllinn ekki lækkað um svo mikið sem eina krónu. Þessi lán hafa verið kölluð eitraði kokkteillinn. Í ljósi þess að verðtryggingin sjálf hefur alvarleg eituráhrif hefði frumvarp fjármálaráðherra þurft að ganga lengra í ýmsum efnum. Á liðnu ári sneru lántakendur sér hópum saman frá verðtryggðum lánum og kjósa frekar óverðtryggð lán þótt þau beri hærri vexti. Mismuninn má líta á sem eins konar tryggingariðgjald sem fólk kýs að greiða til að verja sig fyrir skaðsemi verðtryggingarinnar. Verðtryggingin hefur verið hér við lýði allt of lengi. Henni ætti að kasta fyrir róða og taka upp húsnæðislán eins og tíðkast á Norðurlöndum og margir Íslendingar þekkja af eigin raun. Meðan verðtryggð lán eru í boði má telja sjálfsagða neytendavernd að skylda lánveitendur til að vara lántakanda við hinni alvarlegu áhættu sem hann tekur því að skrifa undir verðtryggðan lánasamning. Viðvörun fylgi verðtryggðum lánasamningi Varúðarbréf lánastofnunar um áhættu lántaka sem fylgir verðtryggðu láni gæti hljóðað á þessa leið: Ágæti lántakandi. Við óskum þér til hamingju með íbúðina sem tókst verðtryggða lánið til að kaupa. Stjórnvöld hafa með neytendavernd að leiðarljósi skyldað lánastofnanir til að upplýsa lántaka um áhættu sem fylgir því að hafa skrifað undir lánasamning um verðtryggt lán. Til að rækja þá skyldu viljum við draga fram nokkur atriði. Þú berð alla (en við enga) áhættu af verðhækkunum á lánstímanum. Verðhækkanir af hvaða tagi sem er hækka höfuðstól og greiðslur af láninu. Þú skuldar meira og greiðslur þínar þyngjast ef verðbólga rýkur upp eins og hún gerði nú í janúar, ef uppskerubrestur verður á kaffi í Brasilíu, ef mistök verða í hagstjórn eða ef einhver ráðamaður fer öfugt fram úr rúminu og heimsmarkaðsverð á olíu hækkar. Þú veist ekki fyrir fram um fjárhæð neinnar greiðslu af láninu á lánstímanum. Ekki einnar einustu. Við vitum það út af fyrir sig ekki heldur en vitum þó að þær munu lengst af fara hækkandi. Hækki óbeinir skattar, til dæmis á bensín, áfengi og tóbak, hækkar lánið og greiðslur þyngjast. Hækki stjórnvöld kolefnisgjald í þágu loftslagsmarkmiða hækkar lánið þitt sömuleiðis og greiðslur þyngjast. Verðtryggingin hefur orsakað eignatilfærslu frá íbúðalántakendum til fjármálastofnana. Fjármálaráðherra upplýsti á Alþingi að húsnæðisliður vísitölunnar hefði á árabilinu 2013-17 einn og sér fært 118 milljarða króna frá fólki eins og þér. Velkominn í hópinn. Enginn útlendingur skilur verðtryggingu, enginn blaðamaður sem hingað hefur komið og ekki fræðingarnir frá stofnununum með skammstafanirnar. Norðurlöndin vita af þessu verðtryggingarundri uppi á Íslandi en hafa ekki tekið upp fjármálasnilli Íslendinga að þessu leyti. Lánið sem varst að taka þykir ekki fólki bjóðandi nokkurs staðar á byggðu bóli. Seðlabankinn taldi sig kannski hafa fundið eitthvað áþekkt í Úrúgvæ. Verðtryggða lánið þitt er sambland af venjulegum lánasamningi og fjármálaafleiðu. Afleiður eru kenndar í fjármálafræðum í háskólum. Þær eru ekki á færi nema sérfróðra kunnáttumanna þótt íslenskum fjölskyldum sem vilja koma þaki yfir höfuðið sé ætlað að taka ábyrgð á slíkum fjármálagerningum af áhættusamasta tagi. Þú ert að taka áhættu sem jafna má við þá sem fjárglæframenn stunda í afleiðuviðskiptum. Þú átt á hættu að missa fótanna í fjárhagslegu tilliti fyrir þá sök að hafa undirritað samning við okkur um verðtryggt lán. Þú átt á hættu að tapa öllum sparnaðinum þínum sem er þitt framlag til húsnæðiskaupanna. Þú átt á hættu að vera hrakinn ásamt fjölskyldu þinni af heimili þínu eins og þúsundir Íslendinga geta borið vitni um eftir hrun. Þú átt á hættu að vera rekinn út á götu og skulda samt af verðtryggða láninu þínu. Þú átt á hættu að eiga minna en ekki neitt. Fyrir utan hættu á gjaldþroti áttu á hættu að lenda á vanskilaskrá. Þetta er ígildi þess að hrapa fyrir björg í fjárhagslegu tilliti. Við þökkum viðskiptin. Gangi þér vel. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun