NBA dagsins: Þríhöfða sóknarskrímslið í Brooklyn skoraði samtals 89 stig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2021 15:31 Tveir þriðju af sóknartríóinu ógurlega í Brooklyn Nets, James Harden og Kevin Durant. getty/Kevin C. Cox Kevin Durant, James Harden og Kyrie Irving skoruðu samtals 89 stig þegar Brooklyn Nets sigraði Atlanta Hawks, 128-132, í NBA-deildinni í nótt. Þrátt fyrir Durant, Harden og Irving hafi allir verið heitir í leiknum þurfti Brooklyn framlengingu til að knýja fram sigur. Harden gat tryggt Brooklyn sigur undir lok venjulegs leiktíma en þriggja stiga skot hans geigaði. Hann gulltryggði hins vegar sigur heimamanna með því að setja niður tvö vítaskot þegar 4,6 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Harden skoraði 31 stig sem er það þriðja mesta sem hann hefur gert fyrir Brooklyn síðan hann kom til liðsins frá Houston Rockets fyrr í þessum mánuði. Auk þess að skora 31 stig tók Harden átta fráköst og gaf fimmtán stoðsendingar. Hann er stoðsendingahæstur í NBA með 11,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Durant skoraði 32 stig í leiknum í nótt og Irving var með 26 stig og sjö stoðsendingar. Sá síðarnefndi hitti úr ellefu af sautján skotum sínum í leiknum. Brooklyn hefur unnið þrjá leiki í röð og er í 4. sæti Austurdeildarinnar. Liðið hefur unnið fimm af sjö leikjum sínum eftir að Harden kom. Það kemur kannski lítið á óvart að ekkert lið hefur skorað fleiri stig að meðaltali í leik á tímabilinu en Brooklyn, eða 119,8 stig. Aftur á móti hafa aðeins fimm lið fengið á sig fleiri stig að meðaltali í leik (115,8). Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Brooklyn og Atlanta. Þar má einnig sjá brot úr leikjum Philadelphia 76ers og Los Angeles og Utah Jazz og Dallas Mavericks sem og tíu flottustu tilþrifin úr leikjum næturinnar. Klippa: NBA dagsins 28. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Philadelphia vann dramatískan sigur á Lakers í stórleiknum Philadelphia 76ers vann Los Angeles Lakers, 107-106, þegar topplið Austur- og Vesturdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 28. janúar 2021 08:01 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
Þrátt fyrir Durant, Harden og Irving hafi allir verið heitir í leiknum þurfti Brooklyn framlengingu til að knýja fram sigur. Harden gat tryggt Brooklyn sigur undir lok venjulegs leiktíma en þriggja stiga skot hans geigaði. Hann gulltryggði hins vegar sigur heimamanna með því að setja niður tvö vítaskot þegar 4,6 sekúndur voru eftir af framlengingunni. Harden skoraði 31 stig sem er það þriðja mesta sem hann hefur gert fyrir Brooklyn síðan hann kom til liðsins frá Houston Rockets fyrr í þessum mánuði. Auk þess að skora 31 stig tók Harden átta fráköst og gaf fimmtán stoðsendingar. Hann er stoðsendingahæstur í NBA með 11,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Durant skoraði 32 stig í leiknum í nótt og Irving var með 26 stig og sjö stoðsendingar. Sá síðarnefndi hitti úr ellefu af sautján skotum sínum í leiknum. Brooklyn hefur unnið þrjá leiki í röð og er í 4. sæti Austurdeildarinnar. Liðið hefur unnið fimm af sjö leikjum sínum eftir að Harden kom. Það kemur kannski lítið á óvart að ekkert lið hefur skorað fleiri stig að meðaltali í leik á tímabilinu en Brooklyn, eða 119,8 stig. Aftur á móti hafa aðeins fimm lið fengið á sig fleiri stig að meðaltali í leik (115,8). Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Brooklyn og Atlanta. Þar má einnig sjá brot úr leikjum Philadelphia 76ers og Los Angeles og Utah Jazz og Dallas Mavericks sem og tíu flottustu tilþrifin úr leikjum næturinnar. Klippa: NBA dagsins 28. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Philadelphia vann dramatískan sigur á Lakers í stórleiknum Philadelphia 76ers vann Los Angeles Lakers, 107-106, þegar topplið Austur- og Vesturdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 28. janúar 2021 08:01 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
Philadelphia vann dramatískan sigur á Lakers í stórleiknum Philadelphia 76ers vann Los Angeles Lakers, 107-106, þegar topplið Austur- og Vesturdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 28. janúar 2021 08:01