Philadelphia vann dramatískan sigur á Lakers í stórleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2021 08:01 Tobias Harris skorar sigurkörfu Philadelphia 76ers gegn Los Angeles Lakers. getty/Tim Nwachukwu Philadelphia 76ers vann Los Angeles Lakers, 107-106, þegar topplið Austur- og Vesturdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tobias Harris skoraði sigurkörfu Philadelphia þegar þrjár sekúndur voru eftir. Hann stöðvaði þar með 13-0 áhlaup Lakers. TOBIAS HARRIS WINS IT FOR THE @SIXERS WITH 2.4 REMAINING! pic.twitter.com/xHpD2vDo4G— NBA (@NBA) January 28, 2021 Harris skoraði 24 stig og hitti úr tíu af sextán skotum sínum í leiknum. Joel Embiid var stigahæstur í liði Philadelphia með 28 stig. LeBron James skoraði 34 stig fyrir meistara Lakers og Anthony Davis 23. @JoelEmbiid's 28 PTS, 2 BLK power the @sixers to 13-6. pic.twitter.com/5uLzgGV7vP— NBA (@NBA) January 28, 2021 Utah Jazz nýtti sér tap Lakers og skellti sér á topp Vesturdeildarinnar með því að vinna Dallas Mavericks, 116-104. Þetta var tíundi sigur Utah í röð. Jordan Clarkson skoraði 31 stig af bekknum hjá Utah og Rudy Gobert var með 29 stig og tuttugu fráköst. Þrjátíu stig Lukas Doncic dugðu Dallas skammt. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. 29 points 20 rebounds 3 steals 3 blocks@rudygobert27 GOES OFF in the 10TH STRAIGHT @utahjazz win! pic.twitter.com/XyZcsVt1Fd— NBA (@NBA) January 28, 2021 Þríeykið í Brooklyn Nets, þeir Kevin Durant, Kyrie Irving og James Harden, fóru mikinn þegar liðið sigraði Atlanta Hawks, 128-132, á útivelli. Durant skoraði 32 stig, Harden var með 31 stig, átta fráköst og fimmtán stoðsendingar og Irving með 26 stig og sjö stoðendingar. Þetta var þriðji sigur Brooklyn í röð. 31 points, 15 DIMES for Harden in the Nets OT win! @JHarden13 becomes the 5th player in NBA history with at least 10 games of 30+ points and 15+ assists. pic.twitter.com/JCZeg3ea4v— NBA (@NBA) January 28, 2021 Úrslit næturinnar Philadelphia 107-106 LA Lakers Utah 116-104 Dallas Atlanta 128-132 Brooklyn Charlotte 106-116 Indiana Cleveland 122-107 Detroit Orlando 107-122 Sacramento Miami 82-109 Denver Toronto 108-115 Milwaukee San Antonio 110-106 Boston New Orleans 124-106 Washington Phoenix 97-102 Oklahoma Golden State 123-111 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Tobias Harris skoraði sigurkörfu Philadelphia þegar þrjár sekúndur voru eftir. Hann stöðvaði þar með 13-0 áhlaup Lakers. TOBIAS HARRIS WINS IT FOR THE @SIXERS WITH 2.4 REMAINING! pic.twitter.com/xHpD2vDo4G— NBA (@NBA) January 28, 2021 Harris skoraði 24 stig og hitti úr tíu af sextán skotum sínum í leiknum. Joel Embiid var stigahæstur í liði Philadelphia með 28 stig. LeBron James skoraði 34 stig fyrir meistara Lakers og Anthony Davis 23. @JoelEmbiid's 28 PTS, 2 BLK power the @sixers to 13-6. pic.twitter.com/5uLzgGV7vP— NBA (@NBA) January 28, 2021 Utah Jazz nýtti sér tap Lakers og skellti sér á topp Vesturdeildarinnar með því að vinna Dallas Mavericks, 116-104. Þetta var tíundi sigur Utah í röð. Jordan Clarkson skoraði 31 stig af bekknum hjá Utah og Rudy Gobert var með 29 stig og tuttugu fráköst. Þrjátíu stig Lukas Doncic dugðu Dallas skammt. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. 29 points 20 rebounds 3 steals 3 blocks@rudygobert27 GOES OFF in the 10TH STRAIGHT @utahjazz win! pic.twitter.com/XyZcsVt1Fd— NBA (@NBA) January 28, 2021 Þríeykið í Brooklyn Nets, þeir Kevin Durant, Kyrie Irving og James Harden, fóru mikinn þegar liðið sigraði Atlanta Hawks, 128-132, á útivelli. Durant skoraði 32 stig, Harden var með 31 stig, átta fráköst og fimmtán stoðsendingar og Irving með 26 stig og sjö stoðendingar. Þetta var þriðji sigur Brooklyn í röð. 31 points, 15 DIMES for Harden in the Nets OT win! @JHarden13 becomes the 5th player in NBA history with at least 10 games of 30+ points and 15+ assists. pic.twitter.com/JCZeg3ea4v— NBA (@NBA) January 28, 2021 Úrslit næturinnar Philadelphia 107-106 LA Lakers Utah 116-104 Dallas Atlanta 128-132 Brooklyn Charlotte 106-116 Indiana Cleveland 122-107 Detroit Orlando 107-122 Sacramento Miami 82-109 Denver Toronto 108-115 Milwaukee San Antonio 110-106 Boston New Orleans 124-106 Washington Phoenix 97-102 Oklahoma Golden State 123-111 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Philadelphia 107-106 LA Lakers Utah 116-104 Dallas Atlanta 128-132 Brooklyn Charlotte 106-116 Indiana Cleveland 122-107 Detroit Orlando 107-122 Sacramento Miami 82-109 Denver Toronto 108-115 Milwaukee San Antonio 110-106 Boston New Orleans 124-106 Washington Phoenix 97-102 Oklahoma Golden State 123-111 Minnesota
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira