Körfubolti

Philadelphia vann dramatískan sigur á Lakers í stórleiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tobias Harris skorar sigurkörfu Philadelphia 76ers gegn Los Angeles Lakers.
Tobias Harris skorar sigurkörfu Philadelphia 76ers gegn Los Angeles Lakers. getty/Tim Nwachukwu

Philadelphia 76ers vann Los Angeles Lakers, 107-106, þegar topplið Austur- og Vesturdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Tobias Harris skoraði sigurkörfu Philadelphia þegar þrjár sekúndur voru eftir. Hann stöðvaði þar með 13-0 áhlaup Lakers.

Harris skoraði 24 stig og hitti úr tíu af sextán skotum sínum í leiknum. Joel Embiid var stigahæstur í liði Philadelphia með 28 stig. LeBron James skoraði 34 stig fyrir meistara Lakers og Anthony Davis 23.

Utah Jazz nýtti sér tap Lakers og skellti sér á topp Vesturdeildarinnar með því að vinna Dallas Mavericks, 116-104. Þetta var tíundi sigur Utah í röð.

Jordan Clarkson skoraði 31 stig af bekknum hjá Utah og Rudy Gobert var með 29 stig og tuttugu fráköst. Þrjátíu stig Lukas Doncic dugðu Dallas skammt. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð.

Þríeykið í Brooklyn Nets, þeir Kevin Durant, Kyrie Irving og James Harden, fóru mikinn þegar liðið sigraði Atlanta Hawks, 128-132, á útivelli.

Durant skoraði 32 stig, Harden var með 31 stig, átta fráköst og fimmtán stoðsendingar og Irving með 26 stig og sjö stoðendingar. Þetta var þriðji sigur Brooklyn í röð.

Úrslit næturinnar

 • Philadelphia 107-106 LA Lakers
 • Utah 116-104 Dallas
 • Atlanta 128-132 Brooklyn
 • Charlotte 106-116 Indiana
 • Cleveland 122-107 Detroit
 • Orlando 107-122 Sacramento
 • Miami 82-109 Denver
 • Toronto 108-115 Milwaukee
 • San Antonio 110-106 Boston
 • New Orleans 124-106 Washington
 • Phoenix 97-102 Oklahoma
 • Golden State 123-111 Minnesota

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.