Tíst Arnars Daða hleypti illu blóði í FH-inga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2021 11:30 Arnar Daði Arnarsson er sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. vísir/Hulda Margrét Umdeild Twitter-færsla Arnars Daða Arnarssonar, þjálfara Gróttu, um lið FH var til umfjöllunar í Seinni bylgjunni í gær. FH vann stórsigur á Gróttu, 31-22, þegar liðin áttust við í Kaplakrika í 5. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn. Svo virðist sem FH-ingar hafi notað tíst Arnars Daða frá því í síðasta mánuði til að brýna sig fyrir leikinn. Ákveðinn leikþáttur hjá fimleikafélaginu. Falleinkunn frá hinum svokallaða. Fá leyfi til að æfa handbolta. Æfa handbolta í þessari og síðustu viku. Draga síðan liðið úr keppni. Mér er skapi næst að stofna mína eigin Evrópukeppni. Búa síðan til betri leikþátt. Allir léttir. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) December 4, 2020 Í tístinu, sem birtist 4. desember, vildi Arnar Daði meina að FH-ingar hefðu fengið leyfi til að æfa handbolta í miðju æfingabanni vegna Evrópukeppni en síðan hætt við þátttöku í henni. Henry Birgir Gunnarsson sagði í Seinni bylgjunni í gær að tíst Arnars Daða hefði farið illa í FH-inga og það hafi verið rifjað upp í aðdraganda leiksins gegn Gróttumönnum á sunnudaginn. „Það eru ákveðnar líkur á því. Stundum tapa menn sér aðeins á lyklaborðinu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson er Henry Birgir spurði hann hvort Arnar Daði hafi skotið sig í fótinn með tístinu. „Þarna er hann bara að saka FH-ingana hálfgert um það að vera að svindla og vera óheiðarlegir. Auðvitað fer það í taugarnar á mönnum. Ef ég hefði verið Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] hefði ég hiklaust notað þetta líka,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um tíst Arnars Daða Jóhann Gunnar Einarsson sagðist líka hafa heyrt af óánægju FH-inga og að þeir hafi farið fram á afsökunarbeiðni frá Gróttumönnum vegna tístsins. „Þótt Arnar Daði setji þetta líklegast upp á léttu nótunum eru þetta alveg alvarlegar ásakanir. Að þeir séu að svindla á reglunum til að fá að taka nokkrar æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Síðan var það skrifað í skýin að fyrsti leikurinn hafi verið gegn Gróttu og ég held að FH-ingar hafi svarað ágætlega fyrir þetta. En Arnar Daði er skemmtilegur karakter og ég ætla ekki að hvetja hann til að passa sig því ég hef hrikalega gaman að þessu.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Grótta FH Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 31-22 | FH rúllaði yfir nýliðana FH vann sinn þriðja sigur í Olís deild karla er liðið afgreiddi nýliða Gróttu örugglega, 31-22, í öðrum leik Olís deildar karla eftir rúmlega hundrað daga pásu. Hafnarfjarðarliðið leiddi 17-11 í hálfleik. 24. janúar 2021 16:59 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
FH vann stórsigur á Gróttu, 31-22, þegar liðin áttust við í Kaplakrika í 5. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn. Svo virðist sem FH-ingar hafi notað tíst Arnars Daða frá því í síðasta mánuði til að brýna sig fyrir leikinn. Ákveðinn leikþáttur hjá fimleikafélaginu. Falleinkunn frá hinum svokallaða. Fá leyfi til að æfa handbolta. Æfa handbolta í þessari og síðustu viku. Draga síðan liðið úr keppni. Mér er skapi næst að stofna mína eigin Evrópukeppni. Búa síðan til betri leikþátt. Allir léttir. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) December 4, 2020 Í tístinu, sem birtist 4. desember, vildi Arnar Daði meina að FH-ingar hefðu fengið leyfi til að æfa handbolta í miðju æfingabanni vegna Evrópukeppni en síðan hætt við þátttöku í henni. Henry Birgir Gunnarsson sagði í Seinni bylgjunni í gær að tíst Arnars Daða hefði farið illa í FH-inga og það hafi verið rifjað upp í aðdraganda leiksins gegn Gróttumönnum á sunnudaginn. „Það eru ákveðnar líkur á því. Stundum tapa menn sér aðeins á lyklaborðinu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson er Henry Birgir spurði hann hvort Arnar Daði hafi skotið sig í fótinn með tístinu. „Þarna er hann bara að saka FH-ingana hálfgert um það að vera að svindla og vera óheiðarlegir. Auðvitað fer það í taugarnar á mönnum. Ef ég hefði verið Steini [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] hefði ég hiklaust notað þetta líka,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um tíst Arnars Daða Jóhann Gunnar Einarsson sagðist líka hafa heyrt af óánægju FH-inga og að þeir hafi farið fram á afsökunarbeiðni frá Gróttumönnum vegna tístsins. „Þótt Arnar Daði setji þetta líklegast upp á léttu nótunum eru þetta alveg alvarlegar ásakanir. Að þeir séu að svindla á reglunum til að fá að taka nokkrar æfingar,“ sagði Jóhann Gunnar. „Síðan var það skrifað í skýin að fyrsti leikurinn hafi verið gegn Gróttu og ég held að FH-ingar hafi svarað ágætlega fyrir þetta. En Arnar Daði er skemmtilegur karakter og ég ætla ekki að hvetja hann til að passa sig því ég hef hrikalega gaman að þessu.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Grótta FH Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 31-22 | FH rúllaði yfir nýliðana FH vann sinn þriðja sigur í Olís deild karla er liðið afgreiddi nýliða Gróttu örugglega, 31-22, í öðrum leik Olís deildar karla eftir rúmlega hundrað daga pásu. Hafnarfjarðarliðið leiddi 17-11 í hálfleik. 24. janúar 2021 16:59 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 31-22 | FH rúllaði yfir nýliðana FH vann sinn þriðja sigur í Olís deild karla er liðið afgreiddi nýliða Gróttu örugglega, 31-22, í öðrum leik Olís deildar karla eftir rúmlega hundrað daga pásu. Hafnarfjarðarliðið leiddi 17-11 í hálfleik. 24. janúar 2021 16:59