Sjáðu þegar Steinunn blindaðist við þungt högg á auga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 12:16 Steinunn Björnsdóttir er gríðarlega mikilvæg fyrir Framliðið enda ein allra besti leikmaður Olís deildar kvenna. Vísir/Bára Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir fór strax upp á sjúkrahús eftir að hafa fengið þungt högg í upphafi leiks Fram um helgina. Hér má sjá atvikið. Kvennalið Fram verður án fyrirliða síns Steinunnar Björnsdóttur á næstunni eftir að hún meiddist á höfði í leik Fram og FH í Olís deild kvenna um helgina. Steinunn Björnsdóttir náði bara að spila nokkrar mínútur í leik Fram um helgina því hún fékk þungt högg á augað þegar skothönd FH-ingsins lenti á höfði hennar. Steinunn lá lengi í gólfinu og þurfti síðan aðstoð við að komast á varamannabekkinn. Hún fór síðan beint á sjúkrahús. Í viðtali við vefsíðuna handbolti.is þá segir Steinunn frá því að hún hafi blindasr við höggið og að hún hafi ekki enn endurheimt nema brot af sjóninni á auganu sem er mjög illa útlítandi. „Þetta er frekar alvarlegt. Ég fékk skothendi í augað og sá ekkert með því í gær en er betri í dag. Núna er eins og ég sé að horfa í gegnum plastfilmu. Mér líður best með að hafa augað lokað,“ sagði Steinunn við handbolta.is ennfremur en hún hitti augnlækni í gær og á annan tíma hjá honum í dag. Steinunn Björnsdóttir er einn allra besti leikmaður deildarinnar og lykilmaður í bæði vörn og sókn hjá Framliðinu. Liðið kláraði leikinn án hennar en þarf á henni að halda gegn sterkari mótherjum en FH. Steinunn vonast til að hafa sloppið við heilahristing en hún segir þessi meiðsli hafa verið hrein óheppni. „Ég er bjartsýn á að fá sjónina til baka en ég þarf að taka því mjög rólega næstu daga,“ sagði Steinunn sem staðfestir að hún verði ekki með Framliðinu í næstu leikjum. Fjallað verður um umferð helgarinnar í Olís deild kvenna í Seinni bylgjunni í dag en þátturinn hefst klukkan 17.00 á Stöð 2 Sport. Þar munu Svava Kristín Grétarsdóttir og sérfræðingar hennar örugglega fara yfir hvað þessi meiðsli þýða fyrir Framliðið. Hér fyrir neðan má sjá þegar Steinunn fær þetta högg í leik Fram og FH á laugardaginn en þar má einnig sjá þegar hún þreifar sig áfram á varamannabekkinn. Klippa: Steinunn Björnsdóttir meiðist Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Kvennalið Fram verður án fyrirliða síns Steinunnar Björnsdóttur á næstunni eftir að hún meiddist á höfði í leik Fram og FH í Olís deild kvenna um helgina. Steinunn Björnsdóttir náði bara að spila nokkrar mínútur í leik Fram um helgina því hún fékk þungt högg á augað þegar skothönd FH-ingsins lenti á höfði hennar. Steinunn lá lengi í gólfinu og þurfti síðan aðstoð við að komast á varamannabekkinn. Hún fór síðan beint á sjúkrahús. Í viðtali við vefsíðuna handbolti.is þá segir Steinunn frá því að hún hafi blindasr við höggið og að hún hafi ekki enn endurheimt nema brot af sjóninni á auganu sem er mjög illa útlítandi. „Þetta er frekar alvarlegt. Ég fékk skothendi í augað og sá ekkert með því í gær en er betri í dag. Núna er eins og ég sé að horfa í gegnum plastfilmu. Mér líður best með að hafa augað lokað,“ sagði Steinunn við handbolta.is ennfremur en hún hitti augnlækni í gær og á annan tíma hjá honum í dag. Steinunn Björnsdóttir er einn allra besti leikmaður deildarinnar og lykilmaður í bæði vörn og sókn hjá Framliðinu. Liðið kláraði leikinn án hennar en þarf á henni að halda gegn sterkari mótherjum en FH. Steinunn vonast til að hafa sloppið við heilahristing en hún segir þessi meiðsli hafa verið hrein óheppni. „Ég er bjartsýn á að fá sjónina til baka en ég þarf að taka því mjög rólega næstu daga,“ sagði Steinunn sem staðfestir að hún verði ekki með Framliðinu í næstu leikjum. Fjallað verður um umferð helgarinnar í Olís deild kvenna í Seinni bylgjunni í dag en þátturinn hefst klukkan 17.00 á Stöð 2 Sport. Þar munu Svava Kristín Grétarsdóttir og sérfræðingar hennar örugglega fara yfir hvað þessi meiðsli þýða fyrir Framliðið. Hér fyrir neðan má sjá þegar Steinunn fær þetta högg í leik Fram og FH á laugardaginn en þar má einnig sjá þegar hún þreifar sig áfram á varamannabekkinn. Klippa: Steinunn Björnsdóttir meiðist Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira