Körfubolti

Ótrúlegur stöðugleiki Sigvalda

Ísak Hallmundarson skrifar

Sigvaldi Eggertsson heldur áfram að gera frábæra hluti fyrir ÍR, en hann skoraði 24 stig gegn Þór Akureyri á dögunum.

„Þetta er framtíðarstjarna,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í Körfuboltakvöldi. 

„Já alveg klárlega, rosalega efnilegur strákur, mjúkur og fullur sjálfstrausts. Það er bara frábært að sjá hvernig hann er að komast frá þessum leikjum,“ sagði Kristinn Friðriksson.

„Það sem vekur athygli mína er hvað hann er stöðugur, hann er 21 árs á árinu og er að skora í kringum 20 stig í hverjum einasta leik,“ sagði Kjartan Atli.

Spekingarnir í Körfuboltakvöldi fóru fögrum orðum um Sigvalda en alla umræðuna má sjá hér efst í spilaranum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.