Handbolti

Sagði upp í beinni út­sendingu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lino Cervar sagði upp sem landsliðsþjálfari Króatíu eftir tap gegn Argentínu í dag.
Lino Cervar sagði upp sem landsliðsþjálfari Króatíu eftir tap gegn Argentínu í dag. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany

Lino Cervar, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, sagði af sér í beinni útsendingu eftir óvænt fjögurra marka tap gegn Argentínu í dag.

Lokatölur leiksins 23-19 sem þýðir að Króatía þarf að treysta á að Katar vinni Argentínu í lokaleik milliriðilsins á meðan Króatía verður að vinna Danmörku til að komast áfram í 8-liða úrslit keppninnar.

Cervar mun klára mótið með Króatíu þó svo að hann hafi í raun sagt af sér eftir leik dagsins. Samningur hans við króatíska handknattleikssambandið átti að renna út eftir Ólympíuleikana en nú er ljóst að goðsögnin Cervar mun ekki vera á hliðarlínunni er Króatía mætir til leiks í Tókýó í sumar.

Cervar er sannkölluð goðsögn innan handboltaheimsins. Hann þjálfaði Króatíu frá árunum 2002 til 2010 og sneri svo aftur til starfa árið 2017 og hefur verið þar síðan. Hann hefur gert Króatíu að bæði heims- og Ólympíumeisturum ásamt því að vinna til fimm silfurverðlauna á heims- og Evrópumótum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.