Körfubolti

Ljót skilaboð frá tippara biðu Þorsteins

Sindri Sverrisson skrifar
Þorsteinn Finnbogason, til hægri á mynd, lék með Grindavík um árabil en er nú leikmaður Álftaness í næstefstu deild.
Þorsteinn Finnbogason, til hægri á mynd, lék með Grindavík um árabil en er nú leikmaður Álftaness í næstefstu deild. Facebook/@alftaneskarfa

Þorsteinn Finnbogason hefur eflaust verið svekktur eftir naumt tap með Álftanesi gegn Fjölni í 1. deildinni í körfubolta. Eftir leik biðu hans svo ljót skilaboð í símanum.

Þorsteinn átti ekki sinn besta dag en hann hitti aðeins úr einu af átta þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls fimm stig. Fjölnir vann leikinn 71-67 og þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu en Álftanes hafði unnið fyrstu tvo leiki sína í vetur.

Þorsteinn birti svo á Twitter skilaboð sem biðu hans í símanum frá svekktum tippara, sem greinilega hafði tippað á sigur Álftanes í leiknum. Sá sakaði Þorstein um að hafa tapað leiknum gegn greiðslu, að vera óheiðarlegur bastarður, og hreinlega blindur fyrst hann hefði ekki hitt betur úr skotunum sínum.

„Ég ætti kannski að segja honum að ég noti linsur,“ skrifaði Þorsteinn en færsluna hans má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.