Handbolti

„Við kol­féllum á prófinu, því miður“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson er margreyndur landsliðsmaður.
Ásgeir Örn Hallgrímsson er margreyndur landsliðsmaður. Stöð 2

Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda.

„Leikurinn er bara gríðarleg vonbrigði. Þetta var eitt af stóru prófunum sem liðið var að fara í og við kolféllum á prófinu, því miður. Við áttum alveg möguleika, vorum alveg inn í þessu en því miður náðum við ekki að sigla þessu í höfn og virkilega fúlt tap staðreynd,“ sagði Ásgeir Örn um leikinn gegn Sviss.

Sjá má viðtalið við Ásgeir Örn í heild sinni í spilaranum hér neðst í fréttinni.

Oft á tíðum pínlegt að horfa á þetta

„Sóknarleikurinn var bara hörmung, það er ekkert hægt að lýsa honum neitt öðruvísi heldur en það. Var oft á tíðum pínlegt að horfa á þetta. Allt við það hvernig við ætluðum að skora þessi mörk var gjörsamlega í molum.“

„Fáum næstum engin hraðaupphlaup í leiknum. Erum ofboðslega lengi að koma okkur fram völlinn og nýta þennan hraða sem við höfum. Svo þegar við erum í stöðusóknum eigum við í miklum vandræðum að skapa okkur pláss og færi. Þegar það svo gerist þá klikkum við á dauðafærunum!“

„Ég sá bara því miður nánast enga ljósa punkta í sóknarleiknum.“

Hvað gerist?

„Það er eitthvað sem er ekki að fúnkera þarna inn á vellinum, það er greinilegt. Fyrsta lagi er þetta þannig að þeir eru mjög hægir, þeir losa boltann illa, engir leikmenn sem taka frumkvæði finnst mér. Svo er þetta hugmyndasnautt og fyrirsjáanlegt.“

Klippa: Ásgeir Örn segir sóknarleik Íslands hafa verið pínlegan

Tengdar fréttir

Alexander farinn heim frá Egyptalandi

Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum.

„Þetta svíður svaka­lega“

Guðmundur Guðmundsson var ekki sáttur með sóknarleik sinna manna í tveggja marka tapi gegn Sviss á HM í handbolta í dag. Hann sagði að mörg smáatriði hafi ekki fallið með Íslandi sem hafi á endanum leitt til þess að liðið tapaði leiknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.