„Sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2021 14:26 Leikmenn Íslands voru súrir á svip eftir tapið fyrir Sviss í gær. epa/Anne-Christine Poujoulat Henry Birgir Gunnarsson var ekki sáttur með frammistöðu íslenska handboltalandsliðsins gegn því svissneska á HM í Egyptalandi í gær og lét gamminn geysa í Sportinu í dag. „Það sem verður okkur að falli enn eitt mótið er því miður sóknarleikurinn. Hann hefur verið lélegur. Í gær vorum við að spila við Sviss, skoruðum níu mörk í hvorum hálfleik og átján mörk í heildina á móti miðlungs liði. Við teljum okkur vera betri handboltaþjóð en þetta,“ sagði Henry. „Það er sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu, fyrst gegn Portúgal og svo Sviss sem kom inn sem varaþjóð á mótið.“ Staðir, hræddir og ragir Henry er ekki hrifinn af yfirbragði íslenska liðsins á HM. „Menn eru staðir, hræddir, ragir og þora ekki að taka af skarið. Óttast að gera mistök og liðið er þess utan leiðtogalaust. Það er enginn sem stígur upp og axlar ábyrgð. Menn bíða og ætlast til að næsti maður axli ábyrgðina.“ Henry segir að fjarvera Arons Pálmarssonar setji auðvitað strik í reikninginn en það sé ekki hægt að skýla sér á bak við það. „Fyrir mótið var talað um að hinir myndu græða svo mikið á því að hafa ekki Aron, þeir gætu ekki bara horft á hann og þyrftu að axla ábyrgð og sýnt úr hverju þeir eru gerðir, hvers lags týpur eru og hversu góðir þeir eru.“ Engar framfarir í sókninni Henry segir að frammistaða Íslands á HM sé vonbrigði og hann hélt að liðið væri komið lengra en það virðist vera komið. „Ég hélt að þessir gæjar væru meiri töffarar en þeir hafa sýnt á þessu móti. Það sem er líka ömurlegt við þetta er að það virðast ekki vera neinar lausnir. Sóknarleikurinn tekur engum framförum. Við skoruðum líka átján mörk gegn Ungverjalandi á EM í fyrra í mjög mikilvægum leik. Við hjökkum bara í sama farinu hvað varðar sóknarleikinn,“ sagði Henry sem hrósaði þó varnarleik Íslands sem hefur verið mjög öflugur á HM. Hann segir hins vegar að liðið eigi engin svör í sókninni. Engar lausnir „Hvað varðar lausnir í sóknarleiknum þá eru þær engar. Við kunnum ekki að bregðast við. Við erum að spila á móti miðlungs liði Sviss sem bakkar bara og við þurfum að skjóta yfir þá og erum ekki með neinar lausnir hvernig við ætlum að leysa það. Menn eru að skýla sér á bak við að það hafi svo mörg dauðafæri farið í súginn. Það er vissulega rétt en það voru líka fjölmargar ömurlegar sóknir í leiknum.“ Henry gefur lítið fyrir allt tal um að íslenska liðið hafi lagt sig svo mikið fram í leiknum í gær. Það eigi að vera sjálfsögð krafa. Neyðarlegt tap „Svo eru menn að berja sér á brjóst að menn hafi lagt sig alla fram leikinn, hjartað og sálina í þetta. Mér finnst liðið vera komið á sorglegan stað ef standardinn er sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram í leiknum. Við vorum að tapa fyrir Sviss sem getur ekki neitt miðað við það sem við teljum okkur vera,“ sagði Henry. „Leikurinn var lélegur og tapaðist. Þetta var neyðarlegt tap. Ég er sorgmæddur yfir því að standardinn sé orðinn sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram. Annað mætir bara afgangi.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
„Það sem verður okkur að falli enn eitt mótið er því miður sóknarleikurinn. Hann hefur verið lélegur. Í gær vorum við að spila við Sviss, skoruðum níu mörk í hvorum hálfleik og átján mörk í heildina á móti miðlungs liði. Við teljum okkur vera betri handboltaþjóð en þetta,“ sagði Henry. „Það er sorglegt að horfa upp á hvernig liðið hefur skítfallið á þessum tveimur alvöru prófum á mótinu, fyrst gegn Portúgal og svo Sviss sem kom inn sem varaþjóð á mótið.“ Staðir, hræddir og ragir Henry er ekki hrifinn af yfirbragði íslenska liðsins á HM. „Menn eru staðir, hræddir, ragir og þora ekki að taka af skarið. Óttast að gera mistök og liðið er þess utan leiðtogalaust. Það er enginn sem stígur upp og axlar ábyrgð. Menn bíða og ætlast til að næsti maður axli ábyrgðina.“ Henry segir að fjarvera Arons Pálmarssonar setji auðvitað strik í reikninginn en það sé ekki hægt að skýla sér á bak við það. „Fyrir mótið var talað um að hinir myndu græða svo mikið á því að hafa ekki Aron, þeir gætu ekki bara horft á hann og þyrftu að axla ábyrgð og sýnt úr hverju þeir eru gerðir, hvers lags týpur eru og hversu góðir þeir eru.“ Engar framfarir í sókninni Henry segir að frammistaða Íslands á HM sé vonbrigði og hann hélt að liðið væri komið lengra en það virðist vera komið. „Ég hélt að þessir gæjar væru meiri töffarar en þeir hafa sýnt á þessu móti. Það sem er líka ömurlegt við þetta er að það virðast ekki vera neinar lausnir. Sóknarleikurinn tekur engum framförum. Við skoruðum líka átján mörk gegn Ungverjalandi á EM í fyrra í mjög mikilvægum leik. Við hjökkum bara í sama farinu hvað varðar sóknarleikinn,“ sagði Henry sem hrósaði þó varnarleik Íslands sem hefur verið mjög öflugur á HM. Hann segir hins vegar að liðið eigi engin svör í sókninni. Engar lausnir „Hvað varðar lausnir í sóknarleiknum þá eru þær engar. Við kunnum ekki að bregðast við. Við erum að spila á móti miðlungs liði Sviss sem bakkar bara og við þurfum að skjóta yfir þá og erum ekki með neinar lausnir hvernig við ætlum að leysa það. Menn eru að skýla sér á bak við að það hafi svo mörg dauðafæri farið í súginn. Það er vissulega rétt en það voru líka fjölmargar ömurlegar sóknir í leiknum.“ Henry gefur lítið fyrir allt tal um að íslenska liðið hafi lagt sig svo mikið fram í leiknum í gær. Það eigi að vera sjálfsögð krafa. Neyðarlegt tap „Svo eru menn að berja sér á brjóst að menn hafi lagt sig alla fram leikinn, hjartað og sálina í þetta. Mér finnst liðið vera komið á sorglegan stað ef standardinn er sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram í leiknum. Við vorum að tapa fyrir Sviss sem getur ekki neitt miðað við það sem við teljum okkur vera,“ sagði Henry. „Leikurinn var lélegur og tapaðist. Þetta var neyðarlegt tap. Ég er sorgmæddur yfir því að standardinn sé orðinn sá að menn séu stoltir að hafa lagt sig fram. Annað mætir bara afgangi.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira