Handbolti

„Best að gleyma þessum leik strax og fara í næsta verk­efni“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björgvin Páll átti góðan leik í marki Íslands í dag.
Björgvin Páll átti góðan leik í marki Íslands í dag. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Björgvin Páll Gústavsson var einn af fáum leikmönnum Íslands sem stóð vaktina með prýði í svekkjandi tapi Íslands gegn Sviss í milliriðli á HM í handbolta. Lokatölur 20-18 Sviss í vil.

Björgvin Páll varði tíu skot í leiknum ásamt því að skora tvö mörk.

„Þetta var langur og erfiður leikur í dag. Við þurfum að hafa rosalega mikið fyrir öllum okkar mörkum. Við spiluðum frábæra vörn allan leikinn en við náðum ekki sóknarlega að nýta okkur þeirra veikleika. Þegar við gerðum það loks þá var markvörður þeirra algjörlega frábær,“ sagði Björgvin Páll í viðtali við RÚV eftir leik.

„Það voru margir þættir, þegar við loks sköpuðum okkur færi þá vorum við að klúðra þeim. Þetta er virkilega klókt varnarlið og náðu að þvinga okkur til að spila eins og þeir vilja. Við fengum góð mörk frá Óla (Andrés Guðmundssyni) og Donna (Kristjáni Erni Kristjánssyni) en við þurfum að hafa rosalega mikið fyrir öllum okkar mörkum í dag,“ sagði markvörðurinn öflugi aðspurður hvar leikurinn tapaðist.

„Þetta er bara rosalega sorglegt. Best að reyna gleyma þessu bara strax, erum að fara í leik gegn Frökkum næst og skíttöpum honum ef við erum enn að pæla í þessu tapi. Best að gleyma þessum leik strax og fara í næsta verkefni,“ sagði Björgvin Páll að lokum í viðtali við RÚV eftir tap Íslands gegn Sviss.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×