NBA dagsins: Steph Curry setti niður stóra skotið en ekki Lebron James Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 14:31 Stephen Curry í vörn gegn LeBron James í sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers í nótt. AP/Jae C. Hong Golden State Warriors og Brooklyn Nets sendu skýr skilaboð með góðum sigrum í NBA-deildinni í nótt. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu athyglisverðan endurkomusigur á NBA-meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State Warriors var fjórtán stigum undir í fjórða leikhlutanum en kom til baka og tryggði sér á endanum 115-113 sigur með því að vinna síðustu sex mínútur leiksins 18-7. Stephen Curry setti niður risastóran þrist mínútu fyrir leikslok og kom Warriors í 115-110. Lakers menn minnkuðu muninn í tvö stig með þremur vítaskotum og áttu síðan lokasókn leiksins. LeBron James fékk þar tækifæri til að tryggja liðinu sigurinn en þriggja stiga skot hans geigaði. Warriors liðið byrjaði tímabilið mjög illa en það hefur verið allt annað að sjá til þess að undanförnu eins og sannaðist í þessum leik. James Harden og Kevin Durant skoruðu báðir yfir þrjátíu stig í sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks í uppgjöri tveggja sterkra liða í Austurdeildinni. James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar og Kevin Durant var með 30 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og sigurkörfuna í 125-123 sigri. Nets-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að liðið fékk James Harden frá Houston Rockets en hann er með 33 stig og 13 stoðsendingar að meðaltali í þessum leikjum. Toronto Raptors er að vakna til lífsins eftir slaka byrjun en 116-93 sigur á Dallas Mavericks í nótt var þriðji sigur liðsins í röð en Raptors menn héldu Luka Doncic í fimmtán stigum í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir og viðtöl úr sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers, úr sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks og úr sigri Toronto Raptors á Dallas Mavericks. Þá fylgja eins og vanalega flottustu tilþrifin úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Klippa: NBA dagsins (frá 18. janúar 2021) NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira
Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu athyglisverðan endurkomusigur á NBA-meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State Warriors var fjórtán stigum undir í fjórða leikhlutanum en kom til baka og tryggði sér á endanum 115-113 sigur með því að vinna síðustu sex mínútur leiksins 18-7. Stephen Curry setti niður risastóran þrist mínútu fyrir leikslok og kom Warriors í 115-110. Lakers menn minnkuðu muninn í tvö stig með þremur vítaskotum og áttu síðan lokasókn leiksins. LeBron James fékk þar tækifæri til að tryggja liðinu sigurinn en þriggja stiga skot hans geigaði. Warriors liðið byrjaði tímabilið mjög illa en það hefur verið allt annað að sjá til þess að undanförnu eins og sannaðist í þessum leik. James Harden og Kevin Durant skoruðu báðir yfir þrjátíu stig í sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks í uppgjöri tveggja sterkra liða í Austurdeildinni. James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar og Kevin Durant var með 30 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og sigurkörfuna í 125-123 sigri. Nets-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að liðið fékk James Harden frá Houston Rockets en hann er með 33 stig og 13 stoðsendingar að meðaltali í þessum leikjum. Toronto Raptors er að vakna til lífsins eftir slaka byrjun en 116-93 sigur á Dallas Mavericks í nótt var þriðji sigur liðsins í röð en Raptors menn héldu Luka Doncic í fimmtán stigum í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir og viðtöl úr sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers, úr sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks og úr sigri Toronto Raptors á Dallas Mavericks. Þá fylgja eins og vanalega flottustu tilþrifin úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Klippa: NBA dagsins (frá 18. janúar 2021)
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira