Darri fær topp einkunn fyrir nýjan leikstíl KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2021 17:00 Ty Sabin hefur komið eins og stormsveipur inn í Domino's deildina. vísir/elín björg Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds gáfu Darra Frey Atlasyni, þjálfara KR, hæstu einkunn fyrir upplegg hans í sigrinum á Val í Domino's deild karla í gær. KR gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann níu stiga sigur, 71-80, í leik sem beðið hafði verið eftir með mikilli eftirvæntingu enda var þetta í fyrsta sinn sem Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR eftir vistaskiptin til Vals. KR tapaði naumlega fyrir Tindastóli, 101-104, á fimmtudaginn í síðustu viku en náði í sín fyrstu stig á Hlíðarenda í gær. Benedikt Guðmundsson er hrifinn af því sem KR hefur sýnt síðan keppni hófst á ný, sérstaklega þar sem liðið er ekki með stóran mann. „Það vantar hæð og meira kjöt inn í teig. Við horfðum allir á leikinn gegn Njarðvík sem þeir töpuðu og þá voru þeir með tvo Bosman-leikmenn en mér finnst þeir betri svona. Auðvitað geta þeir ekki verið svona í allan vetur en þetta hentar þeim og svona bolta vill hann [Darri] spila. Ég held að hann hafi talað um það fyrir tímabilið að það ætti að auka hraðann,“ sagði Benedikt í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Hann hefur trú á KR í vetur. „Ég held þeir þurfi ekkert marga menn. Þetta eru eintómir landsliðsmenn þarna líka. Maður heyrir að þeir séu búnir að semja við einn Evrópumann og bæta hugsanlega við fleirum. Ég held það væri sniðugt hjá þeim að byrja á einum og sjá hvernig þetta verður.“ KR er í 7. sæti Domino's deildarinnar með tvö stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Hetti í DHL-höllinni á fimmtudaginn. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Darri Freyr: Þetta var persónulegra en aðrir leikir „Þetta var að sjálfsögðu mjög sætur sigur, þetta var persónulegra en aðrir leikir en að sama skapi þurftum við að horfa á þennan leik einsog hvern annan leik og halda þeirri uppbyggingu áfram sem við erum byrjaðir á,” sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, hæst ánægður með sigurinn á Val í kvöld er liðin mættust í Domino's deild karla. 18. janúar 2021 23:08 Finnur Freyr: Kaninn hjá KR var munurinn á liðunum KR vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld á móti Val. Mikið var rætt og ritað fyrir leik um mörg vistaskipti KR-inga í Vals liðið. Leikurinn endaði 71 - 80 KR í vil og var Finnur Freyr þjálfari Vals þungur á brún eftir leikinn. 18. janúar 2021 22:32 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 71-80 | KR-ingarnir í Val töpuðu gegn gömlu félögunum Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR í fyrsta sinn eftir vistaskiptin til Vals í sumar. Þá stýrði Finnur Freyr Stefánsson Val í fyrsta sinn gegn KR, liðinu sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum. 18. janúar 2021 22:51 Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
KR gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann níu stiga sigur, 71-80, í leik sem beðið hafði verið eftir með mikilli eftirvæntingu enda var þetta í fyrsta sinn sem Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR eftir vistaskiptin til Vals. KR tapaði naumlega fyrir Tindastóli, 101-104, á fimmtudaginn í síðustu viku en náði í sín fyrstu stig á Hlíðarenda í gær. Benedikt Guðmundsson er hrifinn af því sem KR hefur sýnt síðan keppni hófst á ný, sérstaklega þar sem liðið er ekki með stóran mann. „Það vantar hæð og meira kjöt inn í teig. Við horfðum allir á leikinn gegn Njarðvík sem þeir töpuðu og þá voru þeir með tvo Bosman-leikmenn en mér finnst þeir betri svona. Auðvitað geta þeir ekki verið svona í allan vetur en þetta hentar þeim og svona bolta vill hann [Darri] spila. Ég held að hann hafi talað um það fyrir tímabilið að það ætti að auka hraðann,“ sagði Benedikt í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Hann hefur trú á KR í vetur. „Ég held þeir þurfi ekkert marga menn. Þetta eru eintómir landsliðsmenn þarna líka. Maður heyrir að þeir séu búnir að semja við einn Evrópumann og bæta hugsanlega við fleirum. Ég held það væri sniðugt hjá þeim að byrja á einum og sjá hvernig þetta verður.“ KR er í 7. sæti Domino's deildarinnar með tvö stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Hetti í DHL-höllinni á fimmtudaginn. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Darri Freyr: Þetta var persónulegra en aðrir leikir „Þetta var að sjálfsögðu mjög sætur sigur, þetta var persónulegra en aðrir leikir en að sama skapi þurftum við að horfa á þennan leik einsog hvern annan leik og halda þeirri uppbyggingu áfram sem við erum byrjaðir á,” sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, hæst ánægður með sigurinn á Val í kvöld er liðin mættust í Domino's deild karla. 18. janúar 2021 23:08 Finnur Freyr: Kaninn hjá KR var munurinn á liðunum KR vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld á móti Val. Mikið var rætt og ritað fyrir leik um mörg vistaskipti KR-inga í Vals liðið. Leikurinn endaði 71 - 80 KR í vil og var Finnur Freyr þjálfari Vals þungur á brún eftir leikinn. 18. janúar 2021 22:32 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 71-80 | KR-ingarnir í Val töpuðu gegn gömlu félögunum Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR í fyrsta sinn eftir vistaskiptin til Vals í sumar. Þá stýrði Finnur Freyr Stefánsson Val í fyrsta sinn gegn KR, liðinu sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum. 18. janúar 2021 22:51 Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Darri Freyr: Þetta var persónulegra en aðrir leikir „Þetta var að sjálfsögðu mjög sætur sigur, þetta var persónulegra en aðrir leikir en að sama skapi þurftum við að horfa á þennan leik einsog hvern annan leik og halda þeirri uppbyggingu áfram sem við erum byrjaðir á,” sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, hæst ánægður með sigurinn á Val í kvöld er liðin mættust í Domino's deild karla. 18. janúar 2021 23:08
Finnur Freyr: Kaninn hjá KR var munurinn á liðunum KR vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld á móti Val. Mikið var rætt og ritað fyrir leik um mörg vistaskipti KR-inga í Vals liðið. Leikurinn endaði 71 - 80 KR í vil og var Finnur Freyr þjálfari Vals þungur á brún eftir leikinn. 18. janúar 2021 22:32
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 71-80 | KR-ingarnir í Val töpuðu gegn gömlu félögunum Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR í fyrsta sinn eftir vistaskiptin til Vals í sumar. Þá stýrði Finnur Freyr Stefánsson Val í fyrsta sinn gegn KR, liðinu sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum. 18. janúar 2021 22:51