Körfubolti

Darri fær topp einkunn fyrir nýjan leikstíl KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ty Sabin hefur komið eins og stormsveipur inn í Domino's deildina.
Ty Sabin hefur komið eins og stormsveipur inn í Domino's deildina. vísir/elín björg

Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds gáfu Darra Frey Atlasyni, þjálfara KR, hæstu einkunn fyrir upplegg hans í sigrinum á Val í Domino's deild karla í gær.

KR gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann níu stiga sigur, 71-80, í leik sem beðið hafði verið eftir með mikilli eftirvæntingu enda var þetta í fyrsta sinn sem Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR eftir vistaskiptin til Vals.

KR tapaði naumlega fyrir Tindastóli, 101-104, á fimmtudaginn í síðustu viku en náði í sín fyrstu stig á Hlíðarenda í gær. Benedikt Guðmundsson er hrifinn af því sem KR hefur sýnt síðan keppni hófst á ný, sérstaklega þar sem liðið er ekki með stóran mann.

„Það vantar hæð og meira kjöt inn í teig. Við horfðum allir á leikinn gegn Njarðvík sem þeir töpuðu og þá voru þeir með tvo Bosman-leikmenn en mér finnst þeir betri svona. Auðvitað geta þeir ekki verið svona í allan vetur en þetta hentar þeim og svona bolta vill hann [Darri] spila. Ég held að hann hafi talað um það fyrir tímabilið að það ætti að auka hraðann,“ sagði Benedikt í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Hann hefur trú á KR í vetur.

„Ég held þeir þurfi ekkert marga menn. Þetta eru eintómir landsliðsmenn þarna líka. Maður heyrir að þeir séu búnir að semja við einn Evrópumann og bæta hugsanlega við fleirum. Ég held það væri sniðugt hjá þeim að byrja á einum og sjá hvernig þetta verður.“

KR er í 7. sæti Domino's deildarinnar með tvö stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Hetti í DHL-höllinni á fimmtudaginn.


Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir

Darri Freyr: Þetta var per­sónu­legra en aðrir leikir

„Þetta var að sjálfsögðu mjög sætur sigur, þetta var persónulegra en aðrir leikir en að sama skapi þurftum við að horfa á þennan leik einsog hvern annan leik og halda þeirri uppbyggingu áfram sem við erum byrjaðir á,” sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, hæst ánægður með sigurinn á Val í kvöld er liðin mættust í Domino's deild karla.

Finnur Freyr: Kaninn hjá KR var munurinn á liðunum

KR vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld á móti Val. Mikið var rætt og ritað fyrir leik um mörg vistaskipti KR-inga í Vals liðið. Leikurinn endaði 71 - 80 KR í vil og var Finnur Freyr þjálfari Vals þungur á brún eftir leikinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.