Handbolti

Fátt skemmti­legra en að spila fyrir lands­liðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björgvin Páll var frábær í kvöld.
Björgvin Páll var frábær í kvöld. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN

Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark.

„Þetta var gaman frá fyrstu mínútu. Við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn,“ sagði Björgvin um sigurs kvöldsins í viðtali við RÚV.

„Það er alltaf gaman þegar maður hefur ekki spilað lengi. Finnst ég kominn í form og svo er fátt skemmtilegra en að spila fyrir íslenska landsliðið,“ bætti hann við.

Varðandi sóknarleik Íslands í kvöld

„Ég vill meina að ég spili líka með sókninni líka, skot yfir völlinn og sendingar á Bjarka Má,“ sagði,“ Björgvin Páll um sóknarleik Íslands en eins og áður sagði skoraði hann mark ásamt því að verja fjölda skota.

„Við vorum í góðu flæði allan leikinn, vorum gíraðir eftir mjög erfiða leiki gegn Portúgal. Við höfum lent í vandræðum í byrjun leiks og vissum hvað myndi gerast ef við værum ekki klárir,“ sagði Björgvin Páll að lokum.


Tengdar fréttir

Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír

Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×