Körfubolti

Tryggvi Snær maður leiksins í sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Real Madrid Baloncesto V Casademont Zaragoza - Liga Endesa MADRID, SPAIN - SEPTEMBER 25: Tryggvi Hlinason of Zaragoza in action during the spanish league, Liga Endesa, basketball match played between Real Madrid Baloncesto and Casademont Zaragoza at Wizink Center pavilion on September 25, 2020 in Madrid, Spain. (Photo by Oscar J. Barroso / AFP7 / Europa Press Sports via Getty Images )
Real Madrid Baloncesto V Casademont Zaragoza - Liga Endesa MADRID, SPAIN - SEPTEMBER 25: Tryggvi Hlinason of Zaragoza in action during the spanish league, Liga Endesa, basketball match played between Real Madrid Baloncesto and Casademont Zaragoza at Wizink Center pavilion on September 25, 2020 in Madrid, Spain. (Photo by Oscar J. Barroso / AFP7 / Europa Press Sports via Getty Images )

Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason fór mikinn í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Lið hans, Zaragoza, vann öruggan 20 stiga sigur á Fuenlabrada, 105-85.

Tryggvi byrjaði leikinn frábærlega en hann spilaði allan fyrsta leikhlutann og skoraði tíu af 27 stigum Zaragoza. Tók að auki sjö fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Tryggvi hélt uppteknum hættu og endaði leikinn með 24 stig auk þess að taka níu fráköst og gefa tvær stoðsendingar á tæpum 28 mínútum. Besti leikur Tryggva í spænsku úrvalsdeildinni.

Zaragoza er í 14.sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×