Handbolti

Lovísa: Það er svo gott að spila loksins al­menni­legan leik

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Lovísa Thompson átti flottan leik í dag.
Lovísa Thompson átti flottan leik í dag. Vísir/Bára

Lovísa Thompson leikmaður Vals í handbolta fór vægast sagt á kostum þegar Valskonur fengu Stjörnuna í heimsókn í 4. umferð Olís-deildar kvenna í dag. Leikurinn endaði 29-21 fyrir Val og var Lovísa með 10 mörk úr 13 skotum.

„Ég er rosalega glöð með þennan sigur í dag, mér fannst við koma mjög vel stemmdar frá fyrstu mínútu og ég er rosalega stolt af liðinu,“ sagði Lovísa eftir leik.

Ekki hefur verið leikið í Olís-deild kvenna síðan 29. september vegna kórónuveirunnar og hefur verið æft með takmörkunum undan farin mánuð eða svo.

„Þetta er búið að vera mjög fínt, við erum búin að vera í okkar búbblu hérna. Við erum búnar að vera duglegar að æfa og hugsa vel um okkur, þannig ég held að þetta hafi verið til hins betra ef það er hægt að horfa á það þannig.“

„Við erum búnar að vera bíða í mánuð núna og það er búnar að vera stanslausar æfingar og þetta er það sem við lifum fyrir. Það er svo gott að spila loksins almennilegan leik.“

Vegna takmarkanna verður áhorfendalaust á leikjum Olís-deildarinnar til að byrja með en það kom ekki að sök hjá Valsliðinu í dag.

„Þó svo að það voru ekki áhorfendur þá vorum við með kraft og baráttu allann tímann og það skilaði sér svo sannarlega í dag,“ sagði Lovísa að lokum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.