Golf

Hand­tekinn eftir þungar á­sakanir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Angel Cabrera situr nú á bak við lás og slá í Brasilíu.
Angel Cabrera situr nú á bak við lás og slá í Brasilíu. Rey Del Rio/Getty Images

Eitt stærsta golf nafnið í Suður Ameríku, Angel Cabrera, hefur nú verið handtekinn eftir að hafa verið undir smásjá af Interpol. Þetta staðfestu erlendir miðlar í gær.

Cabrera var í janúar settur á rauðan lista hjá Interpol, sem þýðir að handtökuskipun var á honum um allan heim, en rauði liturinn var settur á Cabrera vegna ásakana á hendur honum í heimalandinu, Argentínu.

Silva Rivadero og Cecilia Torres, fyrrum unnustur kylfingsins, hafa ásakað hann um þjófnað, ofbeldi, hótanir um ofbeldi og tilraun til manndráps. Þetta allt á að hafa átt sér stað á árunum 2016 til 2020.

Cabrera var handtekinn í Brasilíu á fimmtudag. Hann mun koma fyrir dómara í Argentínu á næstu dögum en Cabrera vann meðal annars Mastersmótið árið 2009 og Opna bandaríska árið 2007.

Hann átti að spila á Masters í nóvember en meiðsli í hönd komu í veg fyrir það. Hann dvaldi undir lokin í Bandaríkjunum á útrunnu vegabréfsleyfi en einhvern veginn tókst honum að komast til Brasilíu þar sem hann hélt jólin hátíðleg, í felum.

Skömmu siðar var hann handtekinn í ríkrahverfinu í Rio de Janeiro en Angel Cabrera hefur unnið 46 mót á ferlinum, frá því að hann tók fyrst þátt á atvinnumannamóti árið 1989.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×