„Þetta er góð geðveiki“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 16:32 Hörður Axel Vilhjálmsson og Logi Gunnarsson eru fyrirliðar Reykjanesbæjarliðanna Keflavíkur og NJarðvíkur. Samsett/Daníel Þór og Bára Domino´s Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir endurræsingu tímabilsins með sérstökum aukaþætti í gærkvöldi og hér má finna alla umræðu þeirra um liðin sex sem Körfuboltakvöldið spáði að yrðu í efri hlutanum. Kjartan Atli Kjartansson, Benedikt Guðmundsson og Sævar Sævarsson fóru í gær yfir breytingarnar á liðum Domino´s deild karla í körfubolta á þessum hundrað dögum sem eru liðnir síðan síðast var spilað í deildinni. Við skiptum þættinum í tvo hluta hér inn á Vísi og í þessari grein má finna umfjöllun þeirra um sex efstu liðin í spánni sem voru KR, Valur, ÍR, Tindastóll, Keflavík og Stjarnan. Meðal annars var fjallað um landsliðsfyrirliðann og fyrirliða Keflavíkurliðsins sem er Hörður Axel Vilhjálmsson. Þremenningarnir ræddu bæði dugnað hans sem og dugnað fyrirliða Njarðvíkur, Loga Gunnarssonar. Hörður Axel Vilhjálmsson verður 33 ára gamall á árinu og er á sínu tólfta tímabili í úrvalsdeildinni auk nokkurra ára í atvinnumennsku. Hann hefur hins vegar aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. „Hörður Axel fékk að spila leik með landsliðinu og spilað afar vel með landsliðinu í búbblunni í Slóvakíu í nóvember. Hann var bara einn af betri mönnum liðsins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þegar talið barst að Herði Axel. „Þarna var gamli góði Hörður svolítið að koma því hann var að skora mikið sem hann hefur ekki þurft að gera í Keflavík þar sem hann hefur verið meira í því að mata félagana og setja upp sóknir. Þarna var hann að enda þær. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með honum og vonandi tekur hann þetta form með sér inn í deildina,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingar á liðunum sem var spáð 1. til 6. sæti Hörður Axel skrifaði pistil í desember eftir að ljóst var að keppni hæfist ekki fyrir jól. Þar sagði hann frá sinni upplifun að fá ekki að æfa sína íþrótt í svona langan tíma. „Á mínum langa ferli þá þekki ég tvo drengi sem eru manískir þegar kemur að æfingum. Það er Hörður Axel og það er Logi Gunnarsson. Ég get ímyndað mér hvað þetta hefur verið erfitt fyrir þá báða. Logi er búinn að vera virkilega duglegur í bílskúrnum en Hörður er þannig að hann verður að hafa bolta. Hann sefur með boltann. Hann hefur verið að fara yfir um að mega ekki æfa,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Ég er mjög góður vinur Loga og ég er viss um að Hörður sé svipaður. Logi var með körfubolta út í innkeyrslu hjá sér að skjóta á körfu. Ég vissi ekki að menn hefðu svona mikinn metnað eftir fimmtán ára aldur. Að þeir færu bara út í frosti, mokuðu innkeyrsluna og færu í körfubolta. Þetta eiga ungu körfuboltakrakkarnir að taka sér til fyrirmyndar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þetta er einhver týpa af geðveiki,“ sagði Sævar hlæjandi og Benedikt greip inn í: „Þetta er góð geðveiki því geðveiki getur verið jákvæð,“ sagði Benedikt. Það má finna þetta sem og alla umfjöllun þremenninganna um efstu sex liðin í spá Domino´s Körfuboltakvölds hérna fyrir ofan. Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu tvo daga: Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021 Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin Föstudagskvöld 15. janúar 2021 Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, Benedikt Guðmundsson og Sævar Sævarsson fóru í gær yfir breytingarnar á liðum Domino´s deild karla í körfubolta á þessum hundrað dögum sem eru liðnir síðan síðast var spilað í deildinni. Við skiptum þættinum í tvo hluta hér inn á Vísi og í þessari grein má finna umfjöllun þeirra um sex efstu liðin í spánni sem voru KR, Valur, ÍR, Tindastóll, Keflavík og Stjarnan. Meðal annars var fjallað um landsliðsfyrirliðann og fyrirliða Keflavíkurliðsins sem er Hörður Axel Vilhjálmsson. Þremenningarnir ræddu bæði dugnað hans sem og dugnað fyrirliða Njarðvíkur, Loga Gunnarssonar. Hörður Axel Vilhjálmsson verður 33 ára gamall á árinu og er á sínu tólfta tímabili í úrvalsdeildinni auk nokkurra ára í atvinnumennsku. Hann hefur hins vegar aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. „Hörður Axel fékk að spila leik með landsliðinu og spilað afar vel með landsliðinu í búbblunni í Slóvakíu í nóvember. Hann var bara einn af betri mönnum liðsins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þegar talið barst að Herði Axel. „Þarna var gamli góði Hörður svolítið að koma því hann var að skora mikið sem hann hefur ekki þurft að gera í Keflavík þar sem hann hefur verið meira í því að mata félagana og setja upp sóknir. Þarna var hann að enda þær. Það var ótrúlega gaman að fylgjast með honum og vonandi tekur hann þetta form með sér inn í deildina,“ sagði Sævar Sævarsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Breytingar á liðunum sem var spáð 1. til 6. sæti Hörður Axel skrifaði pistil í desember eftir að ljóst var að keppni hæfist ekki fyrir jól. Þar sagði hann frá sinni upplifun að fá ekki að æfa sína íþrótt í svona langan tíma. „Á mínum langa ferli þá þekki ég tvo drengi sem eru manískir þegar kemur að æfingum. Það er Hörður Axel og það er Logi Gunnarsson. Ég get ímyndað mér hvað þetta hefur verið erfitt fyrir þá báða. Logi er búinn að vera virkilega duglegur í bílskúrnum en Hörður er þannig að hann verður að hafa bolta. Hann sefur með boltann. Hann hefur verið að fara yfir um að mega ekki æfa,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Ég er mjög góður vinur Loga og ég er viss um að Hörður sé svipaður. Logi var með körfubolta út í innkeyrslu hjá sér að skjóta á körfu. Ég vissi ekki að menn hefðu svona mikinn metnað eftir fimmtán ára aldur. Að þeir færu bara út í frosti, mokuðu innkeyrsluna og færu í körfubolta. Þetta eiga ungu körfuboltakrakkarnir að taka sér til fyrirmyndar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þetta er einhver týpa af geðveiki,“ sagði Sævar hlæjandi og Benedikt greip inn í: „Þetta er góð geðveiki því geðveiki getur verið jákvæð,“ sagði Benedikt. Það má finna þetta sem og alla umfjöllun þremenninganna um efstu sex liðin í spá Domino´s Körfuboltakvölds hérna fyrir ofan. Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu tvo daga: Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021 Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin Föstudagskvöld 15. janúar 2021 Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfuboltinn á Stöð 2 Sport næstu tvo daga: Fimmtudagskvöld 14. janúar 2021 Klukkan 17.00: Domino´s Körfuboltakvöld - Kvenna Klukkan 18.05: Stjarnan - Höttur í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: ÍR - Valur í Domino´s deild karla Klukkan 22.10: Domino´sTilþrifin Föstudagskvöld 15. janúar 2021 Klukkan 17.45: Domino´s Körfuboltakvöld - Upphitun Klukkan 18.05: Grindavík - Þór Ak. í Domino´s deild karla Klukkan 20.10: Keflavík - Þór Þorlákshöfn í Domino´s deild karla Klukkan 22.00: Domino´s Körfuboltakvöld - 2. umferð
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira