Innlent

„Umhleypingar næstu daga og lítið um vetrarstillur“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það verður víst lítið um vetrarstillur í veðrinu næstu daga heldur meira um rigningu og rok.
Það verður víst lítið um vetrarstillur í veðrinu næstu daga heldur meira um rigningu og rok. Vísir/Vilhelm

Það verða umhleypingar í veðrinu næstu daga og lítið um vetrarstillur að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

 Suðlægar áttir verða ríkjandi í dag með skúrum eða slydduéljum en léttir til norðan- og austanlands þegar líður á daginn:

„Umhleypingar næstu daga og lítið um vetrarstillur. Suðlægar áttir verða ríkjandi á landinu í dag með skúrum eða slydduéljum, en léttir til norðan- og austanlands þegar líður á daginn og kólnar heldur þar og má gera ráð fyrir að þar verði besta veðrið sem boðið verður uppá í þessari viku í dag og fram eftir degi á morgun,“ segir í hugleiðingunum.

Á morgun ganga skil inn á landið úr suðri með vaxandi austanátt. Það er spá hvassviðri síðdegis og rigningu eða slyddu um landið sunnanvert en þykknar upp fyrir norðan. Hvassast verður allra syðst einkum undir Eyjafjöllum.

„Austan og norðaustanátt annað kvöld, 10-18 m/s. Bætir í úrkomu suðaustan- og austanlands og má búast við talsverðri eða mikilli úrkomu á þeim slóðum. Slydda eða snjókoma með köflum í öðrum landshlutum, en yfirleitt þurrt á Vestfjörðum.

Vetrarlegt veður í kortunum um helgina, allhvöss eða hvöss norðan og norðvestanátt. Snjókoma eða slydda fyrir norðan og lítið skíðaveður, en styttir upp og léttir til syðra og fremur svalt í veðri, en stífur vindur.“

Veðurhorfur á landinu:

Sunnan og suðaustan 5-13 og skúrir eða slydduél, en rigning austanlands fram eftir morgni. Léttir til norðan- og austanlands eftir hádegi. Gengur í austan 13-20 með rigningu eða slyddu um landið sunnanvert á morgun, hvassast syðst síðdegis, en mun hægari vindur og þykknar upp fyrir norðan.

Austan og norðaustan 10-18 annað kvöld. Slydda eða snjókoma með köflum, en talsverð eða mikil rigning suðaustan- og austanlands. Hiti 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark fyrir norðan.

Á föstudag:

Austlæg átt, 5-10 m/s og úrkomulítið norðantil á landinu, en gengur í austan 13-20 m/s um landið sunnanvert með rigningu eða slyddu, hvassast syðst. Talsverð eða mikil rigning suðaustan- og austanlands um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig sunnantil, en hiti um og undir frostmarki norðantil.

Á laugardag:

Norðaustan 8-15 N-til, en norðvestan 8-15 S-til. Rigning eða slydda með köflum, en talsverð rigning A-lands. Heldur hvassari norðanátt með snjókomu norðantil um kvöldið, en dregur úr úrkomu fyrir austan. Hiti um og yfir frostmarki.

Á sunnudag:

Hvöss norðan og norðvestanátt með slyddu eða snjókomu norðantil á landinu, en heldur hægari og þurrt sunnan heiða. Hiti kringum frostmark.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.