Sagosen segir að aðstæður á HM séu eins og í villta vestrinu og óttast að smitast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2021 14:36 Sander Sagosen og félagar í norska landsliðinu þykja líklegir til afreka á HM. getty/Robert Michael Norðmenn eru afar ósáttir við smitvarnir og aðbúnaðinn á HM í handbolta karla í Egyptalandi sem hefst í kvöld. Skærasta stjarna norska liðsins, Sander Sagosen, segir aðstæður á mótinu vera grín og óttast að smitast af kórónuveirunni. Norska liðið kom til Egyptalands í gær og var langt frá því að vera ánægt með aðstæðurnar sem biðu þess. „Þetta er grín ef ég tala hreint út,“ sagði Sagosen við Verdens Gang. „Þetta gengur ekki upp. Við fengum áfall þegar við sáum aðstæðurnar í gær en núna hugsum við að við getum ekkert í þessu gert. Við fengum að æfa á einhverjum grasbala þar sem við gátum gert styrktaræfingar og farið í fótbolta. En við verðum bara að taka hlutunum eins og þeir eru. Ég ætla bara að eyða orku minni í það sem kom hingað til að gera, spila handbolta.“ Norðmenn dvelja á hóteli í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Kairó, höfuðborg Egyptalands. Sagosen segir að sóttvarnir á hótelinu séu ekki upp á marga fiska og varla hægt að tala um búbblu eins og liðin eiga að vera í til að forðast smit. „Hérna gengur fólk inn og út grímulaust og allir borða saman. Það virðist ekki vera stjórn á neinu,“ sagði Sagosen sem lét í sér heyra fyrir HM og mótmælti fyrirætlunun mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. Fallið var frá því um síðustu helgi. Sagosen segist óttast að smitast af kórónuveirunni vegna lélegra sóttvarna á HM. „Við erum með reglur innan hópsins en hérna er bara frjálst flæði og þetta er eins og villta vestrið. Maður er klárlega smeykur um að smitast en við verðum bara að krossa fingur og vona að það gerist ekki,“ sagði Sagosen. Liðslæknirinn ósáttur Læknir norska liðsins, Thomas Torgalsen, furðar sig einnig á aðstæðum á HM, meðal annars því að sýnatökuherbergið sé á sömu hæð á hótelinu og norska liðið. Þá finnst honum skrítið að liðin borði öll í sama matsalnum. „Ég er undrandi. Á hæðinni okkar er fullt af fólki sem ég hef ekki hugmynd hver eru. Þetta er ruglingslegt,“ sagði Torgalsen. Norðmenn fengu nýtt lið í sinn riðil á HM í gær þegar Sviss tók sæti Bandaríkjanna sem hætti við þátttöku á mótinu vegna hópsmits í herbúðum liðsins. Fyrsti leikur Noregs á HM er gegn Frakklandi annað kvöld. Þrjú efstu liðin í E-riðli fara í milliriðil með þremur efstu liðunum í riðli Íslands. HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Frakkland | Örlagastund hjá Alfreð en jafntefli dugir Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Sjá meira
Norska liðið kom til Egyptalands í gær og var langt frá því að vera ánægt með aðstæðurnar sem biðu þess. „Þetta er grín ef ég tala hreint út,“ sagði Sagosen við Verdens Gang. „Þetta gengur ekki upp. Við fengum áfall þegar við sáum aðstæðurnar í gær en núna hugsum við að við getum ekkert í þessu gert. Við fengum að æfa á einhverjum grasbala þar sem við gátum gert styrktaræfingar og farið í fótbolta. En við verðum bara að taka hlutunum eins og þeir eru. Ég ætla bara að eyða orku minni í það sem kom hingað til að gera, spila handbolta.“ Norðmenn dvelja á hóteli í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Kairó, höfuðborg Egyptalands. Sagosen segir að sóttvarnir á hótelinu séu ekki upp á marga fiska og varla hægt að tala um búbblu eins og liðin eiga að vera í til að forðast smit. „Hérna gengur fólk inn og út grímulaust og allir borða saman. Það virðist ekki vera stjórn á neinu,“ sagði Sagosen sem lét í sér heyra fyrir HM og mótmælti fyrirætlunun mótshaldara um að leyfa áhorfendur á mótinu. Fallið var frá því um síðustu helgi. Sagosen segist óttast að smitast af kórónuveirunni vegna lélegra sóttvarna á HM. „Við erum með reglur innan hópsins en hérna er bara frjálst flæði og þetta er eins og villta vestrið. Maður er klárlega smeykur um að smitast en við verðum bara að krossa fingur og vona að það gerist ekki,“ sagði Sagosen. Liðslæknirinn ósáttur Læknir norska liðsins, Thomas Torgalsen, furðar sig einnig á aðstæðum á HM, meðal annars því að sýnatökuherbergið sé á sömu hæð á hótelinu og norska liðið. Þá finnst honum skrítið að liðin borði öll í sama matsalnum. „Ég er undrandi. Á hæðinni okkar er fullt af fólki sem ég hef ekki hugmynd hver eru. Þetta er ruglingslegt,“ sagði Torgalsen. Norðmenn fengu nýtt lið í sinn riðil á HM í gær þegar Sviss tók sæti Bandaríkjanna sem hætti við þátttöku á mótinu vegna hópsmits í herbúðum liðsins. Fyrsti leikur Noregs á HM er gegn Frakklandi annað kvöld. Þrjú efstu liðin í E-riðli fara í milliriðil með þremur efstu liðunum í riðli Íslands.
HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Frakkland | Örlagastund hjá Alfreð en jafntefli dugir Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Sjá meira