James með stæla og Harden búinn að gefast upp Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 07:31 LeBron James og James Harden áttust við í nótt í heldur ójöfnum leik. Getty/Carmen Mandato Los Angeles Lakers styrktu stöðu sína á toppi vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta þegar þeir rúlluðu yfir Houston Rockets, 117-100, í nótt. Algjör uppgjafartónn var í James Harden, stjörnuleikmanni Houston. Lakers stungu strax af og voru 35-14 yfir eftir fyrsta leikhluta. LeBron James skoraði 26 stig og þar af 22 í fyrri hálfleik, meðal annars úr þriggja stiga skoti í öðrum leikhluta sem hann sleppti því að fylgjast með hvort færi niður, við mikinn fögnuð félaga sinna. 22 at the half for LBJ. @Lakers | @NBATVpic.twitter.com/AqtDIwjxKA— NBA (@NBA) January 13, 2021 James Harden svo gott sem bað um að fá að losna frá Houston eftir tapið, en í annað sinn á þremur dögum var ekki að sjá að liðið ætti nokkurn einasta möguleika í Lakers sem fögnuðu 120-102 sigri þegar liðin mættust á sunnudag. Staða sem að ekki er hægt að laga Eða hljóma þessi orð Harden, sem orðaður hefur verið við Boston Celtics, ekki eins og kveðjuorð? „Ég elska þessa borg. Ég hef gert gjörsamlega allt sem ég get. Þessi staða er klikkuð. Þetta er eitthvað sem ég held að verði ekki hægt að laga. Svo já. Takk,“ sagði Harden í gegnum Zoom þegar blaðamannafundi hans eftir leik lauk. Áður hafði Harden sagt að Houston væri ekki einu sinni nálægt því að vera í sama flokki og lið á borð við meistara Lakers. Embiid magnaður í framlengdum leik John Wall, sem kom til Houston frá Washington Wizards í fyrra, var spurður út í ummæli Hardens: „Hann má alveg hafa sína skoðun. Þegar allir, frá 1. til 15. manns, vita sitt hlutverk og eru á sömu blaðsíðu, vita hvað þeir vilja og ætla að vinna, þá er allt í góðu. En þegar ákveðnir menn í hópnum taka ekki þátt í þessu þá er erfitt að gera eitthvað merkilegt sem körfuboltalið,“ sagði Wall. Af öðrum úrslitum næturinnar má nefna að Joel Embiid skoraði 45 stig þegar Philadelphia 76ers vann Miami Heat í framlengdum leik, 137-134, í leik liða sem verið hafa í vandræðum með að fylla í lið vegna kórónuveirunnar. Dakota Mathias tryggði sigurinn með þriggja stiga körfu þegar 26,1 sekúndur voru eftir. @JoelEmbiid becomes the first @sixers player with 45+ PTS, 15+ REB and 5+ STL since steals were first tracked in 1973-74!45 PTS | 16 REB | 5 STL (career high) | 16-23 FGM pic.twitter.com/i8LW4HtlA9— NBA (@NBA) January 13, 2021 Úrslit næturinnar: Philadelphia 137 – 134 Miami Brooklyn 122 – 116 Denver Cleveland 87 – 117 Utah Houston 100 – 117 LA Lakers Oklahoma 102 – 112 San Antonio Golden State 95 – 104 Indiana NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira
Lakers stungu strax af og voru 35-14 yfir eftir fyrsta leikhluta. LeBron James skoraði 26 stig og þar af 22 í fyrri hálfleik, meðal annars úr þriggja stiga skoti í öðrum leikhluta sem hann sleppti því að fylgjast með hvort færi niður, við mikinn fögnuð félaga sinna. 22 at the half for LBJ. @Lakers | @NBATVpic.twitter.com/AqtDIwjxKA— NBA (@NBA) January 13, 2021 James Harden svo gott sem bað um að fá að losna frá Houston eftir tapið, en í annað sinn á þremur dögum var ekki að sjá að liðið ætti nokkurn einasta möguleika í Lakers sem fögnuðu 120-102 sigri þegar liðin mættust á sunnudag. Staða sem að ekki er hægt að laga Eða hljóma þessi orð Harden, sem orðaður hefur verið við Boston Celtics, ekki eins og kveðjuorð? „Ég elska þessa borg. Ég hef gert gjörsamlega allt sem ég get. Þessi staða er klikkuð. Þetta er eitthvað sem ég held að verði ekki hægt að laga. Svo já. Takk,“ sagði Harden í gegnum Zoom þegar blaðamannafundi hans eftir leik lauk. Áður hafði Harden sagt að Houston væri ekki einu sinni nálægt því að vera í sama flokki og lið á borð við meistara Lakers. Embiid magnaður í framlengdum leik John Wall, sem kom til Houston frá Washington Wizards í fyrra, var spurður út í ummæli Hardens: „Hann má alveg hafa sína skoðun. Þegar allir, frá 1. til 15. manns, vita sitt hlutverk og eru á sömu blaðsíðu, vita hvað þeir vilja og ætla að vinna, þá er allt í góðu. En þegar ákveðnir menn í hópnum taka ekki þátt í þessu þá er erfitt að gera eitthvað merkilegt sem körfuboltalið,“ sagði Wall. Af öðrum úrslitum næturinnar má nefna að Joel Embiid skoraði 45 stig þegar Philadelphia 76ers vann Miami Heat í framlengdum leik, 137-134, í leik liða sem verið hafa í vandræðum með að fylla í lið vegna kórónuveirunnar. Dakota Mathias tryggði sigurinn með þriggja stiga körfu þegar 26,1 sekúndur voru eftir. @JoelEmbiid becomes the first @sixers player with 45+ PTS, 15+ REB and 5+ STL since steals were first tracked in 1973-74!45 PTS | 16 REB | 5 STL (career high) | 16-23 FGM pic.twitter.com/i8LW4HtlA9— NBA (@NBA) January 13, 2021 Úrslit næturinnar: Philadelphia 137 – 134 Miami Brooklyn 122 – 116 Denver Cleveland 87 – 117 Utah Houston 100 – 117 LA Lakers Oklahoma 102 – 112 San Antonio Golden State 95 – 104 Indiana NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Philadelphia 137 – 134 Miami Brooklyn 122 – 116 Denver Cleveland 87 – 117 Utah Houston 100 – 117 LA Lakers Oklahoma 102 – 112 San Antonio Golden State 95 – 104 Indiana
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira