Ýmir og Elvar Örn eru bjartsýnir á gott gengi í Egyptalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2021 19:15 Frá æfingu Íslands í dag. Ýmir Örn nýbúinn með upphitunarstigann. HSÍ Ymir Örn Gíslason og Elvar Örn Jónsson voru nokkuð brattir í viðtali fyrir brottför íslenska landsliðsins til Egyptalands þar sem HM í handbolta fer fram. Báðir hafa mikla trú á íslenska liðinu og telja að Ísland geti staðið með sóma. Íslenska landsliðið þarf sigur gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta á fimmtudag til að eiga raunhæfa möguleika á sæti í 8-liða úrslitum. Mótið fer fram í Egyptalandi að þessu sinni og leikmenn Íslands eru bjartsýnir á gott gengi. „Ég hef fulla trú á þessum hóp sem er hérna og að við gerum góða hluti saman. Ég trúi allavega, ég trúi,“ sagði línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. „Þetta er stórt mót og við erum í flottum riðli. Við teljum okkur eiga góðan séns þar. Hörkumót og spenntur fyrir mótinu,“ bætti Ýmir Örn við. „Við þurfum aðeins meiri tíma. Þetta gengur ágætlega, þurfum að hafa trú á þessu, gera þetta á fullu og skora mörk. Þetta er ekki flókið í rauninni,“ sagði línumaðurinn öflugi um sóknarleik íslenska liðsins. Um stöðu sína hjá Löwen „Mér líður mjög vel í þessu frábæra liði. Það er vel hugsað um okkur, rosalegt stórt og gaman. Vantar bara áhorfendurnar, þá væri þetta alveg upp á tíu. Heild yfir samt alveg frábært.“ „Ég tel mig hafa bætt mig sóknar- og varnarlega. Þetta snýst allt um sjálfstraust, ef maður hefur það þá er allt í lagi.“ „Ef það er engin samkeppni þá er þetta drepleiðinlegt. Það þarf að vera hörð og góð samkeppni svo menn haldi sér á tánum, verði betri og geri allt eins vel og þeir geta. Það skilar sér oftast í betri árangri“ sagði Ýmir Örn um samkeppnina í liði Löwen. Línumaðurinn hefur ekki fengið mörg tækifæri í sóknarleik íslenska landsliðsins. „Það er bara þannig. Mitt hlutverk er kannski aðeins stærra varnarlega, það er bara þannig. Þetta er samspil útileikmanna og línumanna, þannig að það kemur.“ Elvar Örn Jónsson, einn besti leikmaður Íslands í leikjunum tveimur gegn Portúgal, tekur í sama streng. „Gríðarlega spennandi. Þetta er mikið álag, mikið af leikjum næstu daga en við erum bara spenntir. Þetta er spennandi verkefni og við erum klárir í slaginn,“ sagði Elvar Örn en hann leikur með Skjern í dönsku úrvalsdeildinni. Aron Pálmarsson verður ekki með á HM og því mun mikið mæða á Elvari Erni í Egyptalandi. „Svekkjandi að missa Aron svona rétt fyrir mót en þetta er meiri ábyrgð á mig og Óla [Andrés Guðmundsson]. Við þurfum bara að taka meiri ábyrgð og klára verkefnið.“ „Aron er með þeim betri í heiminum og gríðarlega mikilvægur sóknarlega fyrir okkur. Ábyrgðin fer núna á aðra menn og við þurfum bara að stíga upp. Allir þurfa að gera meira.“ „Ég tel mig vera það. Mér líður mjög vel og er klár í þetta,“ sagði Elvar að lokum. Viðtölin við þá Ými Örn og Elvar Örn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bjartsýnir á gott gengi í Egyptalandi Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. 12. janúar 2021 17:11 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Íslenska landsliðið þarf sigur gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta á fimmtudag til að eiga raunhæfa möguleika á sæti í 8-liða úrslitum. Mótið fer fram í Egyptalandi að þessu sinni og leikmenn Íslands eru bjartsýnir á gott gengi. „Ég hef fulla trú á þessum hóp sem er hérna og að við gerum góða hluti saman. Ég trúi allavega, ég trúi,“ sagði línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. „Þetta er stórt mót og við erum í flottum riðli. Við teljum okkur eiga góðan séns þar. Hörkumót og spenntur fyrir mótinu,“ bætti Ýmir Örn við. „Við þurfum aðeins meiri tíma. Þetta gengur ágætlega, þurfum að hafa trú á þessu, gera þetta á fullu og skora mörk. Þetta er ekki flókið í rauninni,“ sagði línumaðurinn öflugi um sóknarleik íslenska liðsins. Um stöðu sína hjá Löwen „Mér líður mjög vel í þessu frábæra liði. Það er vel hugsað um okkur, rosalegt stórt og gaman. Vantar bara áhorfendurnar, þá væri þetta alveg upp á tíu. Heild yfir samt alveg frábært.“ „Ég tel mig hafa bætt mig sóknar- og varnarlega. Þetta snýst allt um sjálfstraust, ef maður hefur það þá er allt í lagi.“ „Ef það er engin samkeppni þá er þetta drepleiðinlegt. Það þarf að vera hörð og góð samkeppni svo menn haldi sér á tánum, verði betri og geri allt eins vel og þeir geta. Það skilar sér oftast í betri árangri“ sagði Ýmir Örn um samkeppnina í liði Löwen. Línumaðurinn hefur ekki fengið mörg tækifæri í sóknarleik íslenska landsliðsins. „Það er bara þannig. Mitt hlutverk er kannski aðeins stærra varnarlega, það er bara þannig. Þetta er samspil útileikmanna og línumanna, þannig að það kemur.“ Elvar Örn Jónsson, einn besti leikmaður Íslands í leikjunum tveimur gegn Portúgal, tekur í sama streng. „Gríðarlega spennandi. Þetta er mikið álag, mikið af leikjum næstu daga en við erum bara spenntir. Þetta er spennandi verkefni og við erum klárir í slaginn,“ sagði Elvar Örn en hann leikur með Skjern í dönsku úrvalsdeildinni. Aron Pálmarsson verður ekki með á HM og því mun mikið mæða á Elvari Erni í Egyptalandi. „Svekkjandi að missa Aron svona rétt fyrir mót en þetta er meiri ábyrgð á mig og Óla [Andrés Guðmundsson]. Við þurfum bara að taka meiri ábyrgð og klára verkefnið.“ „Aron er með þeim betri í heiminum og gríðarlega mikilvægur sóknarlega fyrir okkur. Ábyrgðin fer núna á aðra menn og við þurfum bara að stíga upp. Allir þurfa að gera meira.“ „Ég tel mig vera það. Mér líður mjög vel og er klár í þetta,“ sagði Elvar að lokum. Viðtölin við þá Ými Örn og Elvar Örn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bjartsýnir á gott gengi í Egyptalandi
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18 Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. 12. janúar 2021 17:11 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Norður-Makedónía tekur sæti Tékklands á HM í handbolta Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, staðfesti nú rétt í þessu að Norður-Makedónía myndi taka sæti Tékklands á HM í handbolta eftir að síðarnefnda landið þurfti að draga sig úr keppni. 12. janúar 2021 18:18
Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins. 12. janúar 2021 17:11