Grindvíkingar missa Sigtrygg Arnar í atvinnumennsku á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2021 12:22 Sigtryggur Arnar Björnsson í leik með Grindavíkurliðinu. Vísir/Daníel Grindvíkingar missa einn besta leikmann liðsins nokkrum dögum fyrir fyrsta leik en ætla að finna nýjan leikmann í staðinn fyrir hann. Landsliðsbakvörðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með Grindavík í Dominos-deild karla á tímabilinu en keppni hefst væntanlega á ný í vikunni. Sigtryggur Arnar hefur samið við spænska liðið Real Canoe í Madríd sem leikur í LEB Oro-deildinni á Spáni eða næstefstu deild. Grindvíkingar sjá þarna á eftir mjög öflugum leikmanni og það rétt áður en keppni byrjar á nýjan leik. Arnar var með 17,8 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins. Hann gekk til liðs við Grindavík vorið 2018. „Þetta tækifæri kom óvænt upp. Ég er mjög þakklátur stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fyrir að sýna þessu skilning og gefa mér heimild til að fara í atvinnumennsku. Stefnan var sett á að gera góða hluti með Grindavík eftir áramót. Þetta tækifæri er of gott til að sleppa því á þessum tímapunkti á mínum ferli. Ég vil koma á framfæri kveðju til stuðningsmanna Grindavíkur sem hafa tekið vel á móti mér frá fyrsta degi. Mér hefur liðið mjög vel hjá félaginu og mun fylgjast grannt með gengi Grindavíkur áfram,“ segir Sigtryggur Arnar í samtali við fésbókarsíðu Grindavíkur. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur hafið leit að nýjum leikmanni til að leysa Arnar af hólmi. Sigtryggur Arnar hefur spilað vel með íslenska landsliðinu í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023 og er með 12,8 stig í leik og 42 prósent þriggja stiga nýtingu í fjórum leikjum þar af 18 stig í leik í leikjunum tveimur í febrúar í fyrra. Hann hafði ekkert spilað í langan tíma fyrir leikina í lok nóvember. Sigtryggur Arnar er ekki eini leikmaðurinn í deildinni því Kári Jónsson samdi á dögunum við lið Bàsquet Girona. Sigtryggur Arnar semur við lið á Spáni Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með Grindavík í Dominos-deild...Posted by Körfuknattleiksdeild Grindavíkur on Þriðjudagur, 12. janúar 2021 Dominos-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Landsliðsbakvörðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með Grindavík í Dominos-deild karla á tímabilinu en keppni hefst væntanlega á ný í vikunni. Sigtryggur Arnar hefur samið við spænska liðið Real Canoe í Madríd sem leikur í LEB Oro-deildinni á Spáni eða næstefstu deild. Grindvíkingar sjá þarna á eftir mjög öflugum leikmanni og það rétt áður en keppni byrjar á nýjan leik. Arnar var með 17,8 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins. Hann gekk til liðs við Grindavík vorið 2018. „Þetta tækifæri kom óvænt upp. Ég er mjög þakklátur stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fyrir að sýna þessu skilning og gefa mér heimild til að fara í atvinnumennsku. Stefnan var sett á að gera góða hluti með Grindavík eftir áramót. Þetta tækifæri er of gott til að sleppa því á þessum tímapunkti á mínum ferli. Ég vil koma á framfæri kveðju til stuðningsmanna Grindavíkur sem hafa tekið vel á móti mér frá fyrsta degi. Mér hefur liðið mjög vel hjá félaginu og mun fylgjast grannt með gengi Grindavíkur áfram,“ segir Sigtryggur Arnar í samtali við fésbókarsíðu Grindavíkur. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur hafið leit að nýjum leikmanni til að leysa Arnar af hólmi. Sigtryggur Arnar hefur spilað vel með íslenska landsliðinu í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023 og er með 12,8 stig í leik og 42 prósent þriggja stiga nýtingu í fjórum leikjum þar af 18 stig í leik í leikjunum tveimur í febrúar í fyrra. Hann hafði ekkert spilað í langan tíma fyrir leikina í lok nóvember. Sigtryggur Arnar er ekki eini leikmaðurinn í deildinni því Kári Jónsson samdi á dögunum við lið Bàsquet Girona. Sigtryggur Arnar semur við lið á Spáni Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með Grindavík í Dominos-deild...Posted by Körfuknattleiksdeild Grindavíkur on Þriðjudagur, 12. janúar 2021
Dominos-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira