Viðspyrna okkar allra 2021 Þórir Garðarsson skrifar 5. janúar 2021 10:00 Endurkoma erlendra ferðamanna er það sem hraðast kemur okkur út úr þeirri kreppu og atvinnuleysi sem Covid-19 skilur eftir sig. Öflug og hnitmiðuð markaðssókn fyrir Ísland er málið. Ríkið hefur ákveðið að setja yfir milljarð króna í auglýsingaherferð til að laða ferðamenn til Íslands. Sá milljarður dugar lítið einn og sér. Við erum ekki ein að róa á þessi mið. Samkeppnislönd okkar eru þarna líka. Þau eltast við sömu ferðamenn og við fyrir margfalt hærri fjárhæðir. Samkeppnin verður gríðarlega hörð. Til að ná í gegn þurfum við að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi en keppinautarnir. Peningar hafa ekki endilega allt að segja í þessum efnum. Eftir gosið í Eyjafjallajökli fyrir 10 árum vorum við í erfiðri stöðu. Erlendis héldu margir að Ísland væri fullt af ösku og lítið þangað að sækja. Við stóðum frammi fyrir mikilli áskorun. Þá eins og nú hafði ríkisvaldið skilning á stöðunni og ákveðið var að fara saman í markaðsátak undir merkjum „Inspired by Iceland“. Það heppnaðist gríðarlega vel. Ódýrasta verkefnið virkaði á endanum best, myndbandið við „Jungle Drum“ lag Emilíönu Torrini. Hugmyndin var snilldarleg, skilaboðin voru skýr og myndbandið hitti í hjartastað. Íslendingar tóku áskorun um að fara í persónulega markaðssetningu og dreifðu myndefninu með tölvupóstum og á samfélagsmiðlum út um allan heim til vina, vandamanna og viðskiptavina. Viðtakendurnir dreifðu síðan áfram og Íslendingar búsettir erlendis létu ekki sitt eftir liggja. Útbreiðsla myndefnisins varð margfalt meiri en peningar gátu keypt. Efnið var notað í nokkur ár eins og heimild höfunda leyfði. Við sem stóðum í landkynningum erlendis upplifðum það ítrekað að lagið, myndbandið og skilaboðin brutu ísinn. Eftirleikurinn varð árangursríkari þegar viðmælendur voru uppfullir af hrifningu og áhuga á náttúru og hreinleika landsins. Allt mælir með því að við endurtökum leikinn núna. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Stöndum saman sem þjóð, förum öll aftur í persónulegt markaðsátak. Sköpum stemmningu fyrir því að láta sem flesta vita af því hvað Ísland hefur upp á að bjóða. Þannig margfaldast áhrif herferðarinnar og fjármunirnir nýtast betur. Ef myndefnið er nógu snjallt og hittir í mark, þá er næstum hægt að tryggja sjálfvirka dreifingu og endurdreifingu á því út um allan heim. Spennandi verður að sjá og heyra hvað kemur upp úr hatti þeirra sem halda utan um markaðsátakið. Tryggjum að þjóðin verði aftur tilbúinn til þátttöku. Þannig næst mesti árangurinn. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Endurkoma erlendra ferðamanna er það sem hraðast kemur okkur út úr þeirri kreppu og atvinnuleysi sem Covid-19 skilur eftir sig. Öflug og hnitmiðuð markaðssókn fyrir Ísland er málið. Ríkið hefur ákveðið að setja yfir milljarð króna í auglýsingaherferð til að laða ferðamenn til Íslands. Sá milljarður dugar lítið einn og sér. Við erum ekki ein að róa á þessi mið. Samkeppnislönd okkar eru þarna líka. Þau eltast við sömu ferðamenn og við fyrir margfalt hærri fjárhæðir. Samkeppnin verður gríðarlega hörð. Til að ná í gegn þurfum við að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi en keppinautarnir. Peningar hafa ekki endilega allt að segja í þessum efnum. Eftir gosið í Eyjafjallajökli fyrir 10 árum vorum við í erfiðri stöðu. Erlendis héldu margir að Ísland væri fullt af ösku og lítið þangað að sækja. Við stóðum frammi fyrir mikilli áskorun. Þá eins og nú hafði ríkisvaldið skilning á stöðunni og ákveðið var að fara saman í markaðsátak undir merkjum „Inspired by Iceland“. Það heppnaðist gríðarlega vel. Ódýrasta verkefnið virkaði á endanum best, myndbandið við „Jungle Drum“ lag Emilíönu Torrini. Hugmyndin var snilldarleg, skilaboðin voru skýr og myndbandið hitti í hjartastað. Íslendingar tóku áskorun um að fara í persónulega markaðssetningu og dreifðu myndefninu með tölvupóstum og á samfélagsmiðlum út um allan heim til vina, vandamanna og viðskiptavina. Viðtakendurnir dreifðu síðan áfram og Íslendingar búsettir erlendis létu ekki sitt eftir liggja. Útbreiðsla myndefnisins varð margfalt meiri en peningar gátu keypt. Efnið var notað í nokkur ár eins og heimild höfunda leyfði. Við sem stóðum í landkynningum erlendis upplifðum það ítrekað að lagið, myndbandið og skilaboðin brutu ísinn. Eftirleikurinn varð árangursríkari þegar viðmælendur voru uppfullir af hrifningu og áhuga á náttúru og hreinleika landsins. Allt mælir með því að við endurtökum leikinn núna. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Stöndum saman sem þjóð, förum öll aftur í persónulegt markaðsátak. Sköpum stemmningu fyrir því að láta sem flesta vita af því hvað Ísland hefur upp á að bjóða. Þannig margfaldast áhrif herferðarinnar og fjármunirnir nýtast betur. Ef myndefnið er nógu snjallt og hittir í mark, þá er næstum hægt að tryggja sjálfvirka dreifingu og endurdreifingu á því út um allan heim. Spennandi verður að sjá og heyra hvað kemur upp úr hatti þeirra sem halda utan um markaðsátakið. Tryggjum að þjóðin verði aftur tilbúinn til þátttöku. Þannig næst mesti árangurinn. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun