Lífið

Spurninganördar í húsnæðisleit

Freyr Bjarnason skrifar
Spurningakeppnin Drekktu betur flytur líklega frá bar 46 á næstunni.
Spurningakeppnin Drekktu betur flytur líklega frá bar 46 á næstunni.
„Það er ekki búið að reka okkur út,“ segir rithöfundurinn Ævar Örn Jósepsson.

Hann er einn þeirra sem standa á bak við spurningakeppnina Drekktu betur sem hefur verið haldin á Bar 46 við Hverfisgötu undanfarin þrjú ár en hafði þar áður verið á Grand rokki sáluga í sjö ár, en keppnin var með þeim fyrstu að slíkum spurningakeppnum til að ná fótfestu í skemmtanalífi borgarbúa. Nýir eigendur eru að taka við staðnum með nýjar áherslur, sem gæti þýtt endalok keppninnar þar. „Það eru að koma ungir og sprækir strákar sem hafa hugsað sér að gera breytingar sem henta ekki þessu ráðsetta, íhaldssama nördagengi sem sækir þessa keppni,“ segir Ævar Örn.

„En þetta er allt í góðu og þetta eru ágætisdrengir. Við erum bara að skoða landslagið og athuga hvort það er til annar staður þar sem væri hægt að gera þetta áfram á föstudagskvöldum með svipuðu sniði og verið hefur.“

Ævar Örn tekur fram að dvölin á Bar 46 hafi verið farsæl. „Það hefur ekki dottið úr föstudagur nema það hafi verið föstudagurinn langi eða eitthvað slíkt. Þetta er alveg einstök keppni. Þátttakendur spyrja sjálfir þannig að spurningarnar eru mjög ólíkar í hverri viku, sem gefur þessu mikla fjölbreytni,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.