Erlent

Skæður Viagraþjófur handtekinn á Spáni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Spænska lögreglan hefur handtekið mann sem er talinn hafa rænt tíu apótek með byssu. Auk peninga krafðist maðurinn þess að fá Viagratöflur í ránunum. Um 10 mánuðir eru síðan að maðurinn rændi fyrsta apótekið.

Spænsk yfirvöld telja að maðurinn selji Viagratöflurnar á svörtum markaði. Viagra er notað í næturlífinu með örvandi lyfi sem er jafnan kallað Ecstasy upp á enska tungu en alsæla á íslensku. Þegar lyfjunum hefur verið blandað saman er lyfið kallað Sexstasy.

Pfizer lyfjafyrirtækið, sem framleiðir Viagra, varar við að lyfið sé notað án ávísunar frá lækni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×