Erlent

Fundu fíkniefni og vopn hjá dönskum Vítisenglum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Danskir Vítisenglar voru með fíkniefni og ólögleg vopn. Mynd/ AFP.
Danskir Vítisenglar voru með fíkniefni og ólögleg vopn. Mynd/ AFP.
Danska lögreglan réðst í gær inn í klúbbhús Vítisengla í Árósum. Lögreglan hafði fengið vitneskju um að félagar í vélhjólaklúbbnum ætluðu að efna til veislu yfir páskana og ákvað að láta til skarar skríða áður en teitið hæfist.

Lögreglan fann töluvert magn af fíkniefnum, kókaíni, amfetamíni og hassi auk tækja til fíkniefnaneyslu. Þá fann lögreglan skotvopn, piparúða, ólöglega hnífa og fleiri vopn.

Dönsk skattayfirvöld tóku þátt í aðgerðinni og tóku 250 þúsund íslenskar krónur í aðgerðinni.

Danmarks Radio greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×