Lífið

Líkleg skýring á hvítum lit Kópavogslækjar fundin

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Mörgum brá við að sjá Kópavogslæk hvítan.
Mörgum brá við að sjá Kópavogslæk hvítan. Mynd/Hjálmar

Samkvæmt Heilbrigðiseftirlitinu er komin fram líkleg skýring á stóra Kópavogslækjarmálinu. Lækurinn hefur verið áberandi mengaður og hvítur að lit síðan á sunnudag. Mengunin er að öllum líkindum afleiðing viðhaldsframkæmda á þaki bílageymslu í Seljahverfi.

Talið er að mengunin hafi borist í lækinn þegar verið var að háþrýstiþvo þak bílageymslunnar. Töluvert af óhreinindum fór út í regnvatnskerfið við þá aðgerð, en Heilbrigðiseftirlitið fékk ábendingu frá borgarbúa um að í rigningu 10. maí hafi vatn sem skolaðist af planinu í ofanvatnsniðurföll verið mjólkurlitað. Vatnið hefur síðan skilað sér í settjörn sem tekur við ofanvatni, en vegna þess hve auðleyst duftið er í vatni barst mengunin áfram í Kópavogslæk.

Heilbrigðiseftirlitið vill vekja athygli verktaka og annarra sem standa í framkvæmdum untandyra að óheimilt er að valda mengun í ofanvatni. Fólk er beðið um gæta varúðar og  gera það sem í þeirra valdi stendur til að valda ekki mengun í regnvatnslögnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.