Tryggjum frjálsa sölu lausasölulyfja Vilhjálmur Árnason skrifar 2. mars 2020 13:56 Höfuðmarkmið frumvarp heilbrigðisráðherra til lyfjalaga , sem nú er í meðförum þingsins, er að tryggja öryggi sjúklinga, ekki síst afhendingaröryggi. Nægilegt framboð sé til staðar af nauðsynlegum lyfjum og dreifing lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni sé sem hagkvæmust. Endurskoðun lyfjalaganna er löngu tímabær og takist vel til má gera ráð fyrir að ný lyfjalög verði sett til langs tíma. Gæði og öryggi lyfja og þjónustunnar með þau skiptir miklu máli, sömuleiðis aukin fræðsla, forvarnir og að lyfjakostnaði sé haldið í lágmarki. Þrátt fyrir umræðu um háan lyfjakostnað, þá er vert að athuga að heildarmyndin breytist jafnan ekki milli ára því eldri lyf lækka í kostnaði, ekki síst vegna samheitalyfja. Lyfjakostnaður sem hluti af útgjöldum er fasti, eða rétt rúm 8% af heildarútgjöldum í ár. Að mínu mati er bráðnauðsynlegt að gera breytingar á frumvarpi til lyfjalaga sem heimilar frjálsa sölu lausasölulyfja og ekki er gert ráð fyrir í þeim frumvarpsdrögum sem Velferðarnefnd hefur til meðferðar. Hagstæðasta lyfjaverðið verður aðeins tryggt með samkeppni og í því skyni mætti með tiltölulega einföldum hætti breyta lyfjalögum á þann veg að Lyfjastofnun fái heimild til að veita almennum verslunum undanþágu til að selja lausasölulyf og bæta þar með þjónustuna við almenning, ekki síst í hinum dreifðari byggðum þar sem víða er langt á milli lyfjabúða og opnunartími þeirra takmarkaður. Það er auðvitað fráleitt að fólk geti ekki nálgast slík lyf, sem notuð eru hversdagslegum tilgangi og hægt er að kaupa án lyfseðils, nema að apótek sé í grennd. Það er mikið hagsmunamál og spurning um lífsgæði fólks um land allt að aðgengi að lausasölulyfjum sé greitt. Það er bjargföst trú mín að þessi breyting á lögunum sem nú eru til umfjöllunar auki bæði samkeppni og lækki verð til neytenda. Um leið eykst framboð lausasölulyfja um land allt sem bætir þjónustuna og eykur lífsgæði borgaranna og öryggi. Því spyr ég, er eftir einhverju að bíða? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Vilhjálmur Árnason Alþingi Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Höfuðmarkmið frumvarp heilbrigðisráðherra til lyfjalaga , sem nú er í meðförum þingsins, er að tryggja öryggi sjúklinga, ekki síst afhendingaröryggi. Nægilegt framboð sé til staðar af nauðsynlegum lyfjum og dreifing lyfja á grundvelli eðlilegrar samkeppni sé sem hagkvæmust. Endurskoðun lyfjalaganna er löngu tímabær og takist vel til má gera ráð fyrir að ný lyfjalög verði sett til langs tíma. Gæði og öryggi lyfja og þjónustunnar með þau skiptir miklu máli, sömuleiðis aukin fræðsla, forvarnir og að lyfjakostnaði sé haldið í lágmarki. Þrátt fyrir umræðu um háan lyfjakostnað, þá er vert að athuga að heildarmyndin breytist jafnan ekki milli ára því eldri lyf lækka í kostnaði, ekki síst vegna samheitalyfja. Lyfjakostnaður sem hluti af útgjöldum er fasti, eða rétt rúm 8% af heildarútgjöldum í ár. Að mínu mati er bráðnauðsynlegt að gera breytingar á frumvarpi til lyfjalaga sem heimilar frjálsa sölu lausasölulyfja og ekki er gert ráð fyrir í þeim frumvarpsdrögum sem Velferðarnefnd hefur til meðferðar. Hagstæðasta lyfjaverðið verður aðeins tryggt með samkeppni og í því skyni mætti með tiltölulega einföldum hætti breyta lyfjalögum á þann veg að Lyfjastofnun fái heimild til að veita almennum verslunum undanþágu til að selja lausasölulyf og bæta þar með þjónustuna við almenning, ekki síst í hinum dreifðari byggðum þar sem víða er langt á milli lyfjabúða og opnunartími þeirra takmarkaður. Það er auðvitað fráleitt að fólk geti ekki nálgast slík lyf, sem notuð eru hversdagslegum tilgangi og hægt er að kaupa án lyfseðils, nema að apótek sé í grennd. Það er mikið hagsmunamál og spurning um lífsgæði fólks um land allt að aðgengi að lausasölulyfjum sé greitt. Það er bjargföst trú mín að þessi breyting á lögunum sem nú eru til umfjöllunar auki bæði samkeppni og lækki verð til neytenda. Um leið eykst framboð lausasölulyfja um land allt sem bætir þjónustuna og eykur lífsgæði borgaranna og öryggi. Því spyr ég, er eftir einhverju að bíða? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar