Viðskiptavinurinn táraðist á kynningu Sara McMahon skrifar 23. júlí 2013 08:00 Daníel Þorsteinsson, tónlistarmaður og grafískur hönnuður, gerði meðal annars grafík fyrir spænska heimildarmynd. Verkefnið var lokaverkefni hans frá IED Barcelona. „Þetta er lokaverkefni mitt og tveggja samnemenda minna, Nataliyu Zaytseva og Irinu Kravets, frá IED Barcelona. Við sjáum meðal annars um allt útlit myndarinnar, hreyfigrafík, stikluna og kreditlista. Myndin er heimildarmynd um tvo gaura sem eru að æfa fyrir stærsta þríþrautarmót Spánar. Annar er Spánarmeistari í íþróttinni og æfir nánast stanslaust. Hann stefnir á að vinna þessa keppni. Hinn er aftur á móti frægur grínleikari sem heitir Rafael Navarro, hann er í frekar slæmu formi og gæti fengið hjartaáfall í keppninni en ætlar samt að reyna að klára hana. Myndin heitir Campió, Finisher, sem mætti þýða sem Meistarinn, klárarinn á lélegri íslensku,“ segir Daníel Þorsteinsson. Lokaverkefni hans í grafískri hönnun frá IED skólanum í Barcelona var valið til birtingar í spænsku heimildarmyndinni Campió, Finisher sem verður meðal annars sýnd í katalónsku sjónvarpi. Daníel og samnemendur hans hönnuðu einnig tölvuleik sem framleiddur verður fyrir myndina og segir Daníel að kynning þeirra á verkefninu hafa gengið svo vel að hún framkallaði tár og gæsahúð hjá viðskiptavininum. „Viðskiptavinurinn vildi eitthvað sem mundi „slá hann úr vatninu“ og við gerðum það. Hann táraðist meira að segja í lokakynningunni og aðrir voru með gæsahúð. Þetta verkefni var mjög fjölbreytt sem hentar mér mjög vel, ég held að það sé ekki viturlegt að sérhæfa sig um of í grein eins og grafískri hönnun því hún þróast svo ört.“ Daníel, sem einnig er meðlimur í hljómsveitinni Sometime, hefur búið í Barcelona í þrjú ár. Hann og fjölskylda hans eru þó á heimleið í lok sumars og kveðst hann hlakka mikið til að flytja aftur heim. „Ég er með tvo krakka sem verða að fá að heyra meiri íslensku, svo söknum við alveg hrikalega fólksins heima. Það verður æði að hitta fjölskylduna og vinina aftur en ég hlakka ekki mikið til að koma heim í þetta glataða veður,“ segir Daníel að lokum. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Þetta er lokaverkefni mitt og tveggja samnemenda minna, Nataliyu Zaytseva og Irinu Kravets, frá IED Barcelona. Við sjáum meðal annars um allt útlit myndarinnar, hreyfigrafík, stikluna og kreditlista. Myndin er heimildarmynd um tvo gaura sem eru að æfa fyrir stærsta þríþrautarmót Spánar. Annar er Spánarmeistari í íþróttinni og æfir nánast stanslaust. Hann stefnir á að vinna þessa keppni. Hinn er aftur á móti frægur grínleikari sem heitir Rafael Navarro, hann er í frekar slæmu formi og gæti fengið hjartaáfall í keppninni en ætlar samt að reyna að klára hana. Myndin heitir Campió, Finisher, sem mætti þýða sem Meistarinn, klárarinn á lélegri íslensku,“ segir Daníel Þorsteinsson. Lokaverkefni hans í grafískri hönnun frá IED skólanum í Barcelona var valið til birtingar í spænsku heimildarmyndinni Campió, Finisher sem verður meðal annars sýnd í katalónsku sjónvarpi. Daníel og samnemendur hans hönnuðu einnig tölvuleik sem framleiddur verður fyrir myndina og segir Daníel að kynning þeirra á verkefninu hafa gengið svo vel að hún framkallaði tár og gæsahúð hjá viðskiptavininum. „Viðskiptavinurinn vildi eitthvað sem mundi „slá hann úr vatninu“ og við gerðum það. Hann táraðist meira að segja í lokakynningunni og aðrir voru með gæsahúð. Þetta verkefni var mjög fjölbreytt sem hentar mér mjög vel, ég held að það sé ekki viturlegt að sérhæfa sig um of í grein eins og grafískri hönnun því hún þróast svo ört.“ Daníel, sem einnig er meðlimur í hljómsveitinni Sometime, hefur búið í Barcelona í þrjú ár. Hann og fjölskylda hans eru þó á heimleið í lok sumars og kveðst hann hlakka mikið til að flytja aftur heim. „Ég er með tvo krakka sem verða að fá að heyra meiri íslensku, svo söknum við alveg hrikalega fólksins heima. Það verður æði að hitta fjölskylduna og vinina aftur en ég hlakka ekki mikið til að koma heim í þetta glataða veður,“ segir Daníel að lokum.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira