Varð mjög fúll og hellti sér yfir Guðjón Val þegar hann hætti í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson er frábær íþróttamaður og það kemur líklega fáum á óvart að hann hafi einnig verið öflugur inn á fótboltavellinum. EPA/PACO PUENTES Guðjón Valur Sigurðsson er bæði einn besti íþróttamaður og besti handboltamaður sem íslenska þjóðin hefur eignast. Hann þurfti samt á sínum tíma að velja á milli handboltans og fótboltans. Guðjón Valur Sigurðsson fór meðal annars yfir fyrstu ár íþróttaferilsins í spjalli við Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Þar kom fram að hann æfði í nokkur ár hjá KR og var heillengi í fótbolta. „Ég byrja í Gróttu fyrst þegar ég var sjö ára. Þá var minn aldur ekki með flokk þannig að ég spilaði upp fyrir mig. Ég endaði síðan á að fara með góðum félaga okkar, Herði Gylfasyni, á æfingar hjá KR. Hann bjó á móti mér og ég fékk að fljóta með á æfingar hjá KR í bæði handbolta og fótbolta,“ sagði Guðjón Valur. Var sterkur varnarmaður „Ég skipti síðan yfir í Gróttu þegar ég er níu ára og í fótboltanum endanlega þegar ég er tólf ára. Þá var ég kominn bæði í handbolta og fótbolta í Gróttu. Ég er þar þangað til að Grótta er sameinuð í Gróttu/KR og ég fer síðan norður,“ sagði Guðjón Valur en var hann eitthvað góður í fótbolta og hefði kannski getað gert eitthvað þar? „Ég var allt í lagi. Ég var einu sinni í úrtakshóp hjá KSÍ. Ég gat skotið fast og fékk að taka aukaspyrnur og víti. Ég var oftast í vörninni og var ágætur þar,“ sagði Guðjón Valur en það voru einhverjir sem vildu sjá hann áfram í fótboltanum. „Sigurður Helgason, þjálfari KR, sem þjálfaði okkur báða líka, hann var mjög fúll út í mig og hellti sér yfir mig þegar ég hætti í fótboltanum. Hann sagði að ég ætti stóra framtíð í fótboltanum en ég held að ég hafi valið rétt,“ sagði Guðjón Valur. Kominn í framherjann undir lokin „Ég var í fótboltanum í Gróttu og færðist alltaf framar á völlinn eftir því sem iðkendum fækkaði. Eftir að ég hætti í fótbolta þá héldum við áfram að spila og það var haldið út í flokki. Ég var kominn fram undir lokin,“ sagði Guðjón Valur. „Svo var enginn meistaraflokkur sem tók við hjá Gróttu og þá var búið að taka mig inn í meistaraflokkinn hjá Gróttu í handboltanum,“ sagði Guðjón Valur en Gauti Grétarsson tók Guðjón fyrst þangað inn. Það má heyra Guðjón Val tala um fótboltaferlinn sinn hér fyrir neðan. Klippa: Guðjón Valur um fótboltárin sín Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni. Handbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson er bæði einn besti íþróttamaður og besti handboltamaður sem íslenska þjóðin hefur eignast. Hann þurfti samt á sínum tíma að velja á milli handboltans og fótboltans. Guðjón Valur Sigurðsson fór meðal annars yfir fyrstu ár íþróttaferilsins í spjalli við Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Þar kom fram að hann æfði í nokkur ár hjá KR og var heillengi í fótbolta. „Ég byrja í Gróttu fyrst þegar ég var sjö ára. Þá var minn aldur ekki með flokk þannig að ég spilaði upp fyrir mig. Ég endaði síðan á að fara með góðum félaga okkar, Herði Gylfasyni, á æfingar hjá KR. Hann bjó á móti mér og ég fékk að fljóta með á æfingar hjá KR í bæði handbolta og fótbolta,“ sagði Guðjón Valur. Var sterkur varnarmaður „Ég skipti síðan yfir í Gróttu þegar ég er níu ára og í fótboltanum endanlega þegar ég er tólf ára. Þá var ég kominn bæði í handbolta og fótbolta í Gróttu. Ég er þar þangað til að Grótta er sameinuð í Gróttu/KR og ég fer síðan norður,“ sagði Guðjón Valur en var hann eitthvað góður í fótbolta og hefði kannski getað gert eitthvað þar? „Ég var allt í lagi. Ég var einu sinni í úrtakshóp hjá KSÍ. Ég gat skotið fast og fékk að taka aukaspyrnur og víti. Ég var oftast í vörninni og var ágætur þar,“ sagði Guðjón Valur en það voru einhverjir sem vildu sjá hann áfram í fótboltanum. „Sigurður Helgason, þjálfari KR, sem þjálfaði okkur báða líka, hann var mjög fúll út í mig og hellti sér yfir mig þegar ég hætti í fótboltanum. Hann sagði að ég ætti stóra framtíð í fótboltanum en ég held að ég hafi valið rétt,“ sagði Guðjón Valur. Kominn í framherjann undir lokin „Ég var í fótboltanum í Gróttu og færðist alltaf framar á völlinn eftir því sem iðkendum fækkaði. Eftir að ég hætti í fótbolta þá héldum við áfram að spila og það var haldið út í flokki. Ég var kominn fram undir lokin,“ sagði Guðjón Valur. „Svo var enginn meistaraflokkur sem tók við hjá Gróttu og þá var búið að taka mig inn í meistaraflokkinn hjá Gróttu í handboltanum,“ sagði Guðjón Valur en Gauti Grétarsson tók Guðjón fyrst þangað inn. Það má heyra Guðjón Val tala um fótboltaferlinn sinn hér fyrir neðan. Klippa: Guðjón Valur um fótboltárin sín Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni.
Handbolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Sjá meira