Hvað þarf til að borgarfulltrúar hlusti? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 23. júlí 2013 07:00 Borgarfulltrúar Reykvíkinga í Besta flokknum, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki afgreiddu nýlega í Umhverfis- og skipulagsráði tillögu um að byggja megi hótel á Landsímareitnum. Þetta var gert þrátt fyrir að aldrei fyrr hafi svo margir skrifað undir athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Ein þeirra var frá yfir 200 af helstu tónlistarmönnum og hljómsveitum á Íslandi og önnur með undirskriftum tæplega 18 þúsund Reykvíkinga. (Til samanburðar fékk Besti flokkurinn tæp 21 þúsund atkvæði í síðustu kosningum, Sjálfstæðisflokkurinn 20 þúsund og Samfylkingin rúmlega 11 þúsund). Engu að síður er ekkert hlustað á allar þessar athugasemdir sem vara við marvíslegum slæmum afleiðingum risahótels á þessum reit.Fulltrúar almennings daufheyrast Þetta æpandi heyrnarleysi borgarfulltrúanna vekur þá spurningu hvað þurfi til að stjórnmálamenn hlusti á almenning. Eitt af markmiðum skipulagslaga er „að tryggja að samráð sé haft við almenning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana“. Ef ekki er hlustað á athugasemdir yfir 20% kjósenda eins og í þessu tilviki, má þá ekki segja að lögin séu marklaus - eða framkvæmdin skrípaleikur? Eða hvað þarf til að borgarfulltrúar hlusti? Geta fjölmiðlar spurt þeirrar spurningar - og geta borgarfulltrúar svarað henni? En borgarfulltrúarnir daufheyrast ekki eingöngu við athugasemdum almennings heldur gerir Minjastofnun nú alvarlegar athugasemdir við tillöguna. En borgarfulltrúar hafa notað það sem rök í umræðunni að Minjastofnun hafi ekki gert athugasemdir. Nú þegar þær athugasemdir eru komnar fram – heyrir enginn neitt. Borgarfulltrúarnir hlusta heldur ekki á athugasemdir Alþingis um að fyrirhugað hótel sé ógn við umhverfi þess og öryggi. Og hér bregst borgarfulltrúunum ekki bara heyrnin - heldur sjónin líka. Þeim var nefnilega sýnt gula spjaldið í vor þegar þáverandi forseti Alþingis lagði fram þingsályktunartillögu um að taka skipulagsvald á svæðinu af Reykjavíkurborg. Tillagan var sett fram til þess að koma í veg fyrir risahótel á Landsímareitnum en fékk ekki afgreiðslu fyrir þinglok í vor.Komum í veg fyrir slys Núverandi forseti Alþingis hefur lýst þeim ásetningi sínum að verja þingið og starfsemi þess fyrir þeim átroðningi, öryggisleysi og ónæði sem óhjákvæmilega fylgir stóru hóteli á þessum stað. Forsætisráðherra hefur einnig lýst andstöðu sinni við þessi áform og vilja sínum til að grípa inn í málið ef svo heldur fram sem horfir. Með því að koma í veg fyrir það slys sem er í uppsiglingu við Ingólfstorg og Austurvöll væri ekki einungis hlustað á viðvörunarorð stórs hluta Reykvíkinga, heldur lagður grunnur til langrar framtíðar – að bjartari og opnari miðborg – og sátt milli yfirvalda og almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúar Reykvíkinga í Besta flokknum, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki afgreiddu nýlega í Umhverfis- og skipulagsráði tillögu um að byggja megi hótel á Landsímareitnum. Þetta var gert þrátt fyrir að aldrei fyrr hafi svo margir skrifað undir athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Ein þeirra var frá yfir 200 af helstu tónlistarmönnum og hljómsveitum á Íslandi og önnur með undirskriftum tæplega 18 þúsund Reykvíkinga. (Til samanburðar fékk Besti flokkurinn tæp 21 þúsund atkvæði í síðustu kosningum, Sjálfstæðisflokkurinn 20 þúsund og Samfylkingin rúmlega 11 þúsund). Engu að síður er ekkert hlustað á allar þessar athugasemdir sem vara við marvíslegum slæmum afleiðingum risahótels á þessum reit.Fulltrúar almennings daufheyrast Þetta æpandi heyrnarleysi borgarfulltrúanna vekur þá spurningu hvað þurfi til að stjórnmálamenn hlusti á almenning. Eitt af markmiðum skipulagslaga er „að tryggja að samráð sé haft við almenning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana“. Ef ekki er hlustað á athugasemdir yfir 20% kjósenda eins og í þessu tilviki, má þá ekki segja að lögin séu marklaus - eða framkvæmdin skrípaleikur? Eða hvað þarf til að borgarfulltrúar hlusti? Geta fjölmiðlar spurt þeirrar spurningar - og geta borgarfulltrúar svarað henni? En borgarfulltrúarnir daufheyrast ekki eingöngu við athugasemdum almennings heldur gerir Minjastofnun nú alvarlegar athugasemdir við tillöguna. En borgarfulltrúar hafa notað það sem rök í umræðunni að Minjastofnun hafi ekki gert athugasemdir. Nú þegar þær athugasemdir eru komnar fram – heyrir enginn neitt. Borgarfulltrúarnir hlusta heldur ekki á athugasemdir Alþingis um að fyrirhugað hótel sé ógn við umhverfi þess og öryggi. Og hér bregst borgarfulltrúunum ekki bara heyrnin - heldur sjónin líka. Þeim var nefnilega sýnt gula spjaldið í vor þegar þáverandi forseti Alþingis lagði fram þingsályktunartillögu um að taka skipulagsvald á svæðinu af Reykjavíkurborg. Tillagan var sett fram til þess að koma í veg fyrir risahótel á Landsímareitnum en fékk ekki afgreiðslu fyrir þinglok í vor.Komum í veg fyrir slys Núverandi forseti Alþingis hefur lýst þeim ásetningi sínum að verja þingið og starfsemi þess fyrir þeim átroðningi, öryggisleysi og ónæði sem óhjákvæmilega fylgir stóru hóteli á þessum stað. Forsætisráðherra hefur einnig lýst andstöðu sinni við þessi áform og vilja sínum til að grípa inn í málið ef svo heldur fram sem horfir. Með því að koma í veg fyrir það slys sem er í uppsiglingu við Ingólfstorg og Austurvöll væri ekki einungis hlustað á viðvörunarorð stórs hluta Reykvíkinga, heldur lagður grunnur til langrar framtíðar – að bjartari og opnari miðborg – og sátt milli yfirvalda og almennings.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun