Reynt að vanda mjög til verka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2016 10:15 Bjarnheiður forseti, Lilja Ólafsdóttir gjaldkeri klúbbsins og Margrét Friðriksdóttir skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Rótarýdagurinn er haldinn í dag, hann er tileinkaður fjölmenningu og þar leggja félagar í rótarýklúbbnum Borgir í Kópavogi sitt af mörkum. Forseti hans er Bjarnheiður Guðmundsdóttir. „Við erum með átak í að styrkja nýbúa í bænum,“ segir hún. „Keyptum til dæmis bílstóla fyrir nýju flóttabörnin og í dag er að hefjast þriggja ára tilraunaverkefni sem felst í félagslegum stuðningi við þá nemendur í MK af erlendum uppruna, sem hans þurfa við.“ Í Menntaskólanum í Kópavogi eru um 50 nemar af erlendum uppruna. Tilraunaverkefni skólans og Rótarýklúbbsins Borgir gengur út á að hverjum nemanda sem stendur höllum fæti félagslega sé valinn stuðningsnemandi „mentor“. Þeir muni hittast einu sinni til tvisvar í viku, ýmist innan eða utan skóla og Rótarý greiði útlagðan kostnað svo sem fyrir bíómiða, strætó eða annað sem þarf. Borgir er einn af þremur rótarýklúbbum í Kópavogi. „Hér eru morgunklúbbur, hádegisklúbbur og kvöldverðarklúbbur. Borgir er morgunklúbburinn sem þýðir að við hittumst fyrir vinnu einu sinni í viku,“ lýsir Bjarnheiður. Hver nennir því? hrekkur upp úr blaðamanni. „Það hefur verið ágætis aðsókn. Við byrjum skipulegan fund kortér fyrir átta en erum yfirleitt komin um hálf átta til að eiga góða stund með vinum og félögum og svo erum við alltaf búin kortér fyrir níu, til að komast á vinnustað.“ Um áttatíu manns eru í klúbbnum að sögn Bjarnheiðar og um sjötíu þeirra mættu á fundinn nú í vikunni - en hvað fer fram á þessum fundum? „Það er eins og Vigdís Finnbogadóttir sagði um sinn Rótarýklúbb: „Fundur er eins og fullorðinsfræðsla í háskóla.“ Við fáum fyrirlesara með margbreytileg efni. Síðast fengum við frábæran fyrirlestur um vinnudeilur hjá Magnúsi Péturssyni, fyrrverandi sáttasemjara. En við byrjum fundina á því að syngja saman og sláum alltaf á létta strengi meðfram því að fjalla um alvarlegri mál eins og verkefni í vanþróuðum ríkjum og samfélagsþjónustu í nærumhverfinu. Það er reynt að vanda mjög til verka.“ Bjarnheiður segir jöfn hlutföll milli karla og kvenna í klúbbnum. „Það er enginn forseti nema eitt ár í einu og reglan er sú að annað hvert ár er forsetinn kona og hitt árið karl. Þannig er með öll embætti innan klúbbsins, við leggjum mikið upp úr jafnrétti.“ Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
Rótarýdagurinn er haldinn í dag, hann er tileinkaður fjölmenningu og þar leggja félagar í rótarýklúbbnum Borgir í Kópavogi sitt af mörkum. Forseti hans er Bjarnheiður Guðmundsdóttir. „Við erum með átak í að styrkja nýbúa í bænum,“ segir hún. „Keyptum til dæmis bílstóla fyrir nýju flóttabörnin og í dag er að hefjast þriggja ára tilraunaverkefni sem felst í félagslegum stuðningi við þá nemendur í MK af erlendum uppruna, sem hans þurfa við.“ Í Menntaskólanum í Kópavogi eru um 50 nemar af erlendum uppruna. Tilraunaverkefni skólans og Rótarýklúbbsins Borgir gengur út á að hverjum nemanda sem stendur höllum fæti félagslega sé valinn stuðningsnemandi „mentor“. Þeir muni hittast einu sinni til tvisvar í viku, ýmist innan eða utan skóla og Rótarý greiði útlagðan kostnað svo sem fyrir bíómiða, strætó eða annað sem þarf. Borgir er einn af þremur rótarýklúbbum í Kópavogi. „Hér eru morgunklúbbur, hádegisklúbbur og kvöldverðarklúbbur. Borgir er morgunklúbburinn sem þýðir að við hittumst fyrir vinnu einu sinni í viku,“ lýsir Bjarnheiður. Hver nennir því? hrekkur upp úr blaðamanni. „Það hefur verið ágætis aðsókn. Við byrjum skipulegan fund kortér fyrir átta en erum yfirleitt komin um hálf átta til að eiga góða stund með vinum og félögum og svo erum við alltaf búin kortér fyrir níu, til að komast á vinnustað.“ Um áttatíu manns eru í klúbbnum að sögn Bjarnheiðar og um sjötíu þeirra mættu á fundinn nú í vikunni - en hvað fer fram á þessum fundum? „Það er eins og Vigdís Finnbogadóttir sagði um sinn Rótarýklúbb: „Fundur er eins og fullorðinsfræðsla í háskóla.“ Við fáum fyrirlesara með margbreytileg efni. Síðast fengum við frábæran fyrirlestur um vinnudeilur hjá Magnúsi Péturssyni, fyrrverandi sáttasemjara. En við byrjum fundina á því að syngja saman og sláum alltaf á létta strengi meðfram því að fjalla um alvarlegri mál eins og verkefni í vanþróuðum ríkjum og samfélagsþjónustu í nærumhverfinu. Það er reynt að vanda mjög til verka.“ Bjarnheiður segir jöfn hlutföll milli karla og kvenna í klúbbnum. „Það er enginn forseti nema eitt ár í einu og reglan er sú að annað hvert ár er forsetinn kona og hitt árið karl. Þannig er með öll embætti innan klúbbsins, við leggjum mikið upp úr jafnrétti.“
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira