Telur samráðið eiga sér lengri sögu Stefán Óli Jónsson skrifar 21. maí 2014 08:50 Baldur segir að sér hafi í fyrstu þótt tal um verðsamráð fjarstæðukennt. Vísir/Valli Baldur Björnsson, eigandi og framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvenær fyrst hafi farið að örla á verðsamráði Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins. „Allan síðasta áratug hafa iðnaðarmenn talað um að sama verðið væri í Húsasmiðjunni og Byko en manni þótti þetta alltaf fjarstæðukennt og ég trúði þessu hreinlega ekki,“ segir Baldur. Í lok árs 2004 byggði hann verslunarhúsnæði sem átti síðar eftir að hýsa verslun Múrbúðarinnar. „Ég fékk tilboð frá verslununum tveimur sem hljóðuðu bæði upp á á fjórðu milljón króna og munur milli þeirra ekki nema um fimmtán þúsund krónur,“ segir Baldur og bætir við að þá hafi grunur hans fengist staðfestur. Þrettán fyrrverandi starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 til 2011. Í ákærunni er tuttugu og eitt tilvik tilgreint þar sem starfsmennirnir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Rannsókn málsins hófst í kjölfar kvörtunar frá Múrbúðinni, en fyrirtækin reyndu ítrekað að fá Múrbúðina í samráð. Byko og Húsasmiðjan eru sögð hafa stundað samkeppnishamlandi verðþrýsting með því að lækka aðeins verð á sama byggingarefni og grófvörudeild Múrbúðarinnar hafði á boðstólum. Verð á öðrum vörum hafi haldist óbreytt. Þar sem Byko og Húsasmiðjan lækkuðu aðeins verð á sömu vörum og Múrbúðin hafði á boðstólum komu upp tilfelli þar sem langt byggingartimbur var ódýrara en stutt, einfaldlega vegna þess að Múrbúðin var ekki með það stutta. Gleggsta dæmið um lækkun sem þessa telur Baldur vera þá þegar fyrirtækin tvö seldu lítra af terpentínu á lægra verði en hálfan lítra, en þá stærð bauð Múrbúðin ekki upp á. „Iðnaðarmenn komu gjarnan í grófvörudeild Múrbúðarinnar til að fá tilboð prentuð út og fóru svo með þau í Byko og Húsasmiðjuna sem mættu tilboðunum og buðu kannski 2% lægra verð,“ segir Baldur og bætir við að þessi undirverðlagning sem fyrirtækin gátu boðið upp á sökum stærðar sinnar hafi verið það sem að lokum gekk af grófvörudeild Múrbúðarinnar dauðri. Baldur segir að Múrbúðin hefði þurft að ná 7 prósenta markaðshlutdeild í grófvörum til að ná fótfestu og verða arðbær. Mest hafi búðin þó einungis náð 2-3 prósenta hlutdeild og það hafi ekki reynst nóg. „Eina skynsamlega aðgerðin var að loka grófvörudeildinni, enda var það aldrei ætlun Múrbúðarinnar að standa í taprekstri til að halda verðinu niðri fyrir iðnaðarmenn og verktaka sem voru í viðskiptum annars staðar,“ segir Baldur. „Við vorum bara tæklaðir.“ Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Baldur Björnsson, eigandi og framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvenær fyrst hafi farið að örla á verðsamráði Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins. „Allan síðasta áratug hafa iðnaðarmenn talað um að sama verðið væri í Húsasmiðjunni og Byko en manni þótti þetta alltaf fjarstæðukennt og ég trúði þessu hreinlega ekki,“ segir Baldur. Í lok árs 2004 byggði hann verslunarhúsnæði sem átti síðar eftir að hýsa verslun Múrbúðarinnar. „Ég fékk tilboð frá verslununum tveimur sem hljóðuðu bæði upp á á fjórðu milljón króna og munur milli þeirra ekki nema um fimmtán þúsund krónur,“ segir Baldur og bætir við að þá hafi grunur hans fengist staðfestur. Þrettán fyrrverandi starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 til 2011. Í ákærunni er tuttugu og eitt tilvik tilgreint þar sem starfsmennirnir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Rannsókn málsins hófst í kjölfar kvörtunar frá Múrbúðinni, en fyrirtækin reyndu ítrekað að fá Múrbúðina í samráð. Byko og Húsasmiðjan eru sögð hafa stundað samkeppnishamlandi verðþrýsting með því að lækka aðeins verð á sama byggingarefni og grófvörudeild Múrbúðarinnar hafði á boðstólum. Verð á öðrum vörum hafi haldist óbreytt. Þar sem Byko og Húsasmiðjan lækkuðu aðeins verð á sömu vörum og Múrbúðin hafði á boðstólum komu upp tilfelli þar sem langt byggingartimbur var ódýrara en stutt, einfaldlega vegna þess að Múrbúðin var ekki með það stutta. Gleggsta dæmið um lækkun sem þessa telur Baldur vera þá þegar fyrirtækin tvö seldu lítra af terpentínu á lægra verði en hálfan lítra, en þá stærð bauð Múrbúðin ekki upp á. „Iðnaðarmenn komu gjarnan í grófvörudeild Múrbúðarinnar til að fá tilboð prentuð út og fóru svo með þau í Byko og Húsasmiðjuna sem mættu tilboðunum og buðu kannski 2% lægra verð,“ segir Baldur og bætir við að þessi undirverðlagning sem fyrirtækin gátu boðið upp á sökum stærðar sinnar hafi verið það sem að lokum gekk af grófvörudeild Múrbúðarinnar dauðri. Baldur segir að Múrbúðin hefði þurft að ná 7 prósenta markaðshlutdeild í grófvörum til að ná fótfestu og verða arðbær. Mest hafi búðin þó einungis náð 2-3 prósenta hlutdeild og það hafi ekki reynst nóg. „Eina skynsamlega aðgerðin var að loka grófvörudeildinni, enda var það aldrei ætlun Múrbúðarinnar að standa í taprekstri til að halda verðinu niðri fyrir iðnaðarmenn og verktaka sem voru í viðskiptum annars staðar,“ segir Baldur. „Við vorum bara tæklaðir.“
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira