Að rífa sig upp á rassgatinu Björn Þorláksson skrifar 28. apríl 2011 06:00 Muniði fyrsta blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þegar búið var að tilkynna samkomulag um nýja ráðherraskipan? Þegar Gylfi og Ragna, faglegir ráðherrar, höfðu verið kölluð inn og mörg okkar trúðu að allt myndi breytast. Þegar hljómurinn í orðunum „vinstri velferðarstjórn“ var eins og lóusöngur í eyrum eftir það sem á undan var gengið. Muniði, hvað við vorum örmagna yfir óréttlætinu, ójöfnuðinum, breytingunum á skattakerfinu, afnámi hátekjuskattsins, hvernig allt hafði verið gert til að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Og þegar allt fór til fjandans axlaði enginn ábyrgð. Svei, sjálfstæðismenn. Það voru því væntingar í loftinu daginn sem breyta átti Íslandi. Búið að blása til blaðamannafundar þar sem kynna átti nýja ríkisstjórn, nýja fagráðherra, ný kynjahlutöll, nýtt jafnrétti, allt átti að breytast. En fyrsta breytingin sem kom fram á fundinum hafði ekkert að gera með aukið réttlæti heldur varðaði hún óstundvísi. Það dróst að hefja fundinn á tilsettum tíma fyrir alþjóð í beinni útsendingu vegna þess að vinstra fólkið í nýju stjórninni var ekki nægilega stundvíst. Hva? Kann einhver að hugsa. Ekki er það nú neitt til að gera veður út af. Brjálað að gera hjá aumingja vinstra fólkinu eins og allar götur síðan. Og satt er það. En þegar ný ríkisstjórn heldur sinn fyrsta fund og ætlar sér að marka ný spor og nýjan trúverðugleika er eins gott að mæta til leiks á réttum tíma. Timing is everything, stendur skrifað. Undanfarið hefur mér oft orðið hugsað til þessa fyrsta blaðamannafundar, sem kannski gaf tóninn að ómarkvissri framtíð. Ein skýring þess að vinstri velferðarstjórninni undir stjórn Steingríms og Jóhönnu hefur ekki orðið meira ágengt en raun ber vitni, er líklega andvaraleysi og agaleysi sem rekja má til þess að þau eru óvön að fara með völd. Þar komum við hins vegar að einum styrkleika Sjálfstæðisflokksins. Á tuttugu ára ferli í blaðamennsku man ég aldrei eftir að sjallarnir hafi nokkru sinni mætt of seint til eigin blaðamannafundar. Góðir lesendur. Ég er ekki að segja að vinstri velferðarstjórnin eigi að fara frá, hvorki vegna eigin óstundvísi né annarra bresta. Sumt er hún að gera vel auk þess sem blóðslóð sjálfstæðismanna og algjör iðrunarskortur í kjölfar hruns er slíkur að halda verður Sjálfstæðisflokknum frá völdum lengi enn. En til að næstu þrjú ár fari hjá vinstri velferðarstjórninni ekki í endalaus Icesave-mál, þar sem aðalperónur og leikendur mæta aðeins of seint í eigið rifrildi, gæti verið gott að læra af leikreglum þeirra sem voru vanir að stjórna landinu. Ekki hugmyndafræðilega, heldur framkvæmdarlega. Enginn stjórnmálahópur á Íslandi er svo aumur að ekki megi læra eitthvað gott af honum og á hinn bóginn er enginn hópur stjórnmálamanna hafinn yfir gagnrýni. Jóhanna og Steingrímur: Nú er komið nóg af því að mæta aðeins of seint og babla út í loftið. Nú skal skilið milli aðalatriða og aukaatriða. Framtíð Íslands er í ykkar höndum eins og þið hafið lengi þráð. Rífið ykkur nú upp á rassgatinu og látið hendur standa fram úr ermum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Muniði fyrsta blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þegar búið var að tilkynna samkomulag um nýja ráðherraskipan? Þegar Gylfi og Ragna, faglegir ráðherrar, höfðu verið kölluð inn og mörg okkar trúðu að allt myndi breytast. Þegar hljómurinn í orðunum „vinstri velferðarstjórn“ var eins og lóusöngur í eyrum eftir það sem á undan var gengið. Muniði, hvað við vorum örmagna yfir óréttlætinu, ójöfnuðinum, breytingunum á skattakerfinu, afnámi hátekjuskattsins, hvernig allt hafði verið gert til að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Og þegar allt fór til fjandans axlaði enginn ábyrgð. Svei, sjálfstæðismenn. Það voru því væntingar í loftinu daginn sem breyta átti Íslandi. Búið að blása til blaðamannafundar þar sem kynna átti nýja ríkisstjórn, nýja fagráðherra, ný kynjahlutöll, nýtt jafnrétti, allt átti að breytast. En fyrsta breytingin sem kom fram á fundinum hafði ekkert að gera með aukið réttlæti heldur varðaði hún óstundvísi. Það dróst að hefja fundinn á tilsettum tíma fyrir alþjóð í beinni útsendingu vegna þess að vinstra fólkið í nýju stjórninni var ekki nægilega stundvíst. Hva? Kann einhver að hugsa. Ekki er það nú neitt til að gera veður út af. Brjálað að gera hjá aumingja vinstra fólkinu eins og allar götur síðan. Og satt er það. En þegar ný ríkisstjórn heldur sinn fyrsta fund og ætlar sér að marka ný spor og nýjan trúverðugleika er eins gott að mæta til leiks á réttum tíma. Timing is everything, stendur skrifað. Undanfarið hefur mér oft orðið hugsað til þessa fyrsta blaðamannafundar, sem kannski gaf tóninn að ómarkvissri framtíð. Ein skýring þess að vinstri velferðarstjórninni undir stjórn Steingríms og Jóhönnu hefur ekki orðið meira ágengt en raun ber vitni, er líklega andvaraleysi og agaleysi sem rekja má til þess að þau eru óvön að fara með völd. Þar komum við hins vegar að einum styrkleika Sjálfstæðisflokksins. Á tuttugu ára ferli í blaðamennsku man ég aldrei eftir að sjallarnir hafi nokkru sinni mætt of seint til eigin blaðamannafundar. Góðir lesendur. Ég er ekki að segja að vinstri velferðarstjórnin eigi að fara frá, hvorki vegna eigin óstundvísi né annarra bresta. Sumt er hún að gera vel auk þess sem blóðslóð sjálfstæðismanna og algjör iðrunarskortur í kjölfar hruns er slíkur að halda verður Sjálfstæðisflokknum frá völdum lengi enn. En til að næstu þrjú ár fari hjá vinstri velferðarstjórninni ekki í endalaus Icesave-mál, þar sem aðalperónur og leikendur mæta aðeins of seint í eigið rifrildi, gæti verið gott að læra af leikreglum þeirra sem voru vanir að stjórna landinu. Ekki hugmyndafræðilega, heldur framkvæmdarlega. Enginn stjórnmálahópur á Íslandi er svo aumur að ekki megi læra eitthvað gott af honum og á hinn bóginn er enginn hópur stjórnmálamanna hafinn yfir gagnrýni. Jóhanna og Steingrímur: Nú er komið nóg af því að mæta aðeins of seint og babla út í loftið. Nú skal skilið milli aðalatriða og aukaatriða. Framtíð Íslands er í ykkar höndum eins og þið hafið lengi þráð. Rífið ykkur nú upp á rassgatinu og látið hendur standa fram úr ermum!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar