Erlent

Gu Kailai játar morðið á Haywood

Dómshúsið í Chongqing.
Dómshúsið í Chongqing. mynd/AP
Málflutningi í máli Gu Kailai er lokið. Hún er eiginkona Bos Xilais, fyrrum leiðtoga flokksdeildar Kommúnistaflokks Kína í Chongqing-héraðinu.

Hún var ákærð fyrir að hafa banað breska kaupsýslumanninum Neil Haywood á síðasta ári.

Réttarhöldin stóðu yfir í aðeins nokkra klukkutíma. Dómur verður að öllum líkindum kveðinn upp seinna í dag. Kailai hefur játað að hafa eitrað fyrir Haywood. Verði hún fundin sek á hún yfir höfði sér skilorðsbundinn dauðdóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×