Erlent

Eurovision í Malmö á næsta ári

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Malmö á næsta ári. Sænska ríkissjónvarpið greindi frá þessu í gær. Á vef söngvakeppninnar kemur fram að mikill áhugi hafi verið á því að halda keppnina en bæði yfirvöld í Malmö og Stokkhólmi höfðu áhuga á því að halda keppnina. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun," segir Martin Österdahl, framleiðslustjóri keppninnar.

„Við völdum Malmö af því að þar eru sterkir innviðir og við höfum góða reynslu af því að halda Melodifestivalen [sænsku keppnina] og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þar, segir hann. Valið á Malmö byggir á heildarmati sem við gerðum á því umhverfi sem við teljum að sé best til að halda keppnina í," segir hann.

Ljóst varð að söngvakeppnin yrði haldin í Svíþjóð árið 2013 þegar sænska söngkonan Loreen sigraði í keppninni í vor.

Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ til að sjá Loreen flytja sigurlagið frá því í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×