Ertu metin/n að verðleikum? Jöfnum leikinn! Helen Gray skrifar 3. apríl 2020 07:00 Nám fer ekki eingöngu fram innan hefðbundins skólakerfis heldur við ýmis konar aðstæður. Allt nám er verðmætt og mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa lagt hart að sér við að nema færni fái það skjalfest. Raunfærnimat er leið til að meta færni og þekkingu sem fólk hefur öðlast á vinnumarkaði. Markmið matsins er að fólki fái viðurkennda þá færni sem það býr yfir og þurfi ekki að sækja nám að óþörfu í því sem það sannarlega kann. Á síðasta starfsári fóru 204 einstaklingar í gegnum raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri. Nærri allir þeir sem hafa óskað eftir raunfærnimati hjá okkur síðustu ár hafa verið Íslendingar og þeir fáu af erlendu bergi brotnir íslensk -og/eða enskumælandi. Raunfærnimatskerfið hér á landi mætir þörfum þeirra sem hafa gott vald á íslensku en útilokar flesta aðra sem hafa þó rétt á umræddri þjónustu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu. Brýn þörf innflytjenda Þörfin er hins vegar brýn hjá innflytjendum og á síðasta ári tók IÐAN fræðslusetur ásamt Fræðslusetri atvinnulífsins þátt í tilrauna -og rannsóknarverkefninu VISKA (Visible Skills of Adults). Alls fóru 51 innflytjendur í gegnum ferlið og útskrifuðust. Flestir þátttakenda í verkefninu voru Pólverjar, sem eru um 38% innflytjenda á Íslandi. Reynsla þeirra sem tóku þátt leiddi í ljós mikilvægi þess að greiða aðgengi innflytjenda að raunfærnimati, ráðgjöf og íslensku menntakerfi. Þörf á stórátaki Niðurstaða okkar sem stóðu að þessu verkefni er að það er brýnt að veita viðurkennda tungumálaþjónustu með með kerfisbundum hætti fyrir innflytjendur í menntakerfinu og í atvinnulífinu. Tungumálastuðningur þarf að spretta úr stefnumótun um íslenskunám og tengja þarf ábyrgðina við hagsmunaaðila. Mikilvægt er að formfesta stuðninginn og tryggja fjármagn. Það er meðal annars hægt með að tryggja hlutverk raunfærnimats inn í Framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda fyrir árin 2020-2024. Þá þarf að gera stórátak í þjálfun túlka á sviði raunfærnimats með sérstakri áherslu á, fagþekkingu túlka á iðngreinum og veita náms- og starfsráðgjöfum ásamt matsaðilum viðbótarþjálfun um framkvæmd raunfærnimats fyrir innflytjendur. Færni fólks nýtist betur Allra brýnast er þó að bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu og stuðning sem er í boði á sviði raunfærnimats. Það þarf að tryggja að innflytjendur hafi raunverulegt aðgengi að raunfærnimati og formgera samstarf hagsmunaaðila. Að jafna leikinn er okkur öllum til góða. Með því að fjölga tækifærum fólks með mismunandi bakgrunn og reynslu með því að auka aðgengi að raunfærnimati, nýtist betur færni fólks með innflytjendabakgrunn til verðmætasköpunar. Höfundur er þróunarstjóri IÐUNNAR fræðsluseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Nám fer ekki eingöngu fram innan hefðbundins skólakerfis heldur við ýmis konar aðstæður. Allt nám er verðmætt og mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa lagt hart að sér við að nema færni fái það skjalfest. Raunfærnimat er leið til að meta færni og þekkingu sem fólk hefur öðlast á vinnumarkaði. Markmið matsins er að fólki fái viðurkennda þá færni sem það býr yfir og þurfi ekki að sækja nám að óþörfu í því sem það sannarlega kann. Á síðasta starfsári fóru 204 einstaklingar í gegnum raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri. Nærri allir þeir sem hafa óskað eftir raunfærnimati hjá okkur síðustu ár hafa verið Íslendingar og þeir fáu af erlendu bergi brotnir íslensk -og/eða enskumælandi. Raunfærnimatskerfið hér á landi mætir þörfum þeirra sem hafa gott vald á íslensku en útilokar flesta aðra sem hafa þó rétt á umræddri þjónustu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu. Brýn þörf innflytjenda Þörfin er hins vegar brýn hjá innflytjendum og á síðasta ári tók IÐAN fræðslusetur ásamt Fræðslusetri atvinnulífsins þátt í tilrauna -og rannsóknarverkefninu VISKA (Visible Skills of Adults). Alls fóru 51 innflytjendur í gegnum ferlið og útskrifuðust. Flestir þátttakenda í verkefninu voru Pólverjar, sem eru um 38% innflytjenda á Íslandi. Reynsla þeirra sem tóku þátt leiddi í ljós mikilvægi þess að greiða aðgengi innflytjenda að raunfærnimati, ráðgjöf og íslensku menntakerfi. Þörf á stórátaki Niðurstaða okkar sem stóðu að þessu verkefni er að það er brýnt að veita viðurkennda tungumálaþjónustu með með kerfisbundum hætti fyrir innflytjendur í menntakerfinu og í atvinnulífinu. Tungumálastuðningur þarf að spretta úr stefnumótun um íslenskunám og tengja þarf ábyrgðina við hagsmunaaðila. Mikilvægt er að formfesta stuðninginn og tryggja fjármagn. Það er meðal annars hægt með að tryggja hlutverk raunfærnimats inn í Framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda fyrir árin 2020-2024. Þá þarf að gera stórátak í þjálfun túlka á sviði raunfærnimats með sérstakri áherslu á, fagþekkingu túlka á iðngreinum og veita náms- og starfsráðgjöfum ásamt matsaðilum viðbótarþjálfun um framkvæmd raunfærnimats fyrir innflytjendur. Færni fólks nýtist betur Allra brýnast er þó að bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu og stuðning sem er í boði á sviði raunfærnimats. Það þarf að tryggja að innflytjendur hafi raunverulegt aðgengi að raunfærnimati og formgera samstarf hagsmunaaðila. Að jafna leikinn er okkur öllum til góða. Með því að fjölga tækifærum fólks með mismunandi bakgrunn og reynslu með því að auka aðgengi að raunfærnimati, nýtist betur færni fólks með innflytjendabakgrunn til verðmætasköpunar. Höfundur er þróunarstjóri IÐUNNAR fræðsluseturs.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar