Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Ritstjórn skrifar 24. apríl 2016 17:29 Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða í opinni dagskrá í kvöld á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þá verður fréttatíminn í beinni útsendingu hér á Vísi sem fyrr. Í fréttum kvöldsins kennir ýmissa grasa. Rætt verður um aflandsfélög, um forsetaframboð, kosningarnar sem formaður þingflokks Framsóknar segir ekkert liggja á og íslensk trapp. Breski hagfræðingurinn John Kay, sem er staddur hér á landi, segir að hægt sé að gera mikið til þess að uppræta starfsemi aflandsfélaga í skattaskjólum án aðkomu ríkja á borð við Lúxemborg, Panama og Bresku Jómfrúreyja. Flókið regluverk fjármálaheimsins hafi gefið skattaundanskotum í gegnum aflandsfélög byr undir báða vængi. Rætt verður við Kay í fréttum Stöðvar 2. Í fréttatímanum verður einnig rætt við Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing sem er að íhuga forsetaframboð. Guðni gagnrýnir Ólaf Ragnar Grímsson fyrir látalæti og segir að þó hann hafi staðið sig vel í embætti forseta Íslands sé ekki þar með sagt að hann eigi að gegna því endalaust. Sjálfur er Guðni ekki búinn að ákveða hvort hann hyggist sjálfur bjóða sig fram. Í tímanum verður jafnframt rætt við Ásmund Einar Daðason formann þingflokks Framsóknarflokksins en hann segir mikilvægt að tryggja fé til gerðar Dýrafjarðarganga áður en gengið verði til kosninga í haust og segir að í rauni liggi ekkert á kosningunum sem hafa þ ó verið boðaðar hinn 22. október næstkomandi. Ný rannsókn á hvítabjörnum sýnir að það er í eðli þeirra að synda gríðarlega langar vegalengdir og verður fjallað um hana í tímanum. Sund er mun líklegri skýring á komum þeirra hingað til lands, vegna nálægðar við Grænland, en ferðalög á hafís. Við fjöllum líka um íslenskt rapp en dugnaður og fjölbreytileiki einkenna íslenskt rapp um þessar mundir að mati umsjónarmanna nýrra sjónvarpsþátta um íslensku rappsenuna sem fara í loftið á Stöð 2 í kvöld. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða í opinni dagskrá í kvöld á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þá verður fréttatíminn í beinni útsendingu hér á Vísi sem fyrr. Í fréttum kvöldsins kennir ýmissa grasa. Rætt verður um aflandsfélög, um forsetaframboð, kosningarnar sem formaður þingflokks Framsóknar segir ekkert liggja á og íslensk trapp. Breski hagfræðingurinn John Kay, sem er staddur hér á landi, segir að hægt sé að gera mikið til þess að uppræta starfsemi aflandsfélaga í skattaskjólum án aðkomu ríkja á borð við Lúxemborg, Panama og Bresku Jómfrúreyja. Flókið regluverk fjármálaheimsins hafi gefið skattaundanskotum í gegnum aflandsfélög byr undir báða vængi. Rætt verður við Kay í fréttum Stöðvar 2. Í fréttatímanum verður einnig rætt við Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing sem er að íhuga forsetaframboð. Guðni gagnrýnir Ólaf Ragnar Grímsson fyrir látalæti og segir að þó hann hafi staðið sig vel í embætti forseta Íslands sé ekki þar með sagt að hann eigi að gegna því endalaust. Sjálfur er Guðni ekki búinn að ákveða hvort hann hyggist sjálfur bjóða sig fram. Í tímanum verður jafnframt rætt við Ásmund Einar Daðason formann þingflokks Framsóknarflokksins en hann segir mikilvægt að tryggja fé til gerðar Dýrafjarðarganga áður en gengið verði til kosninga í haust og segir að í rauni liggi ekkert á kosningunum sem hafa þ ó verið boðaðar hinn 22. október næstkomandi. Ný rannsókn á hvítabjörnum sýnir að það er í eðli þeirra að synda gríðarlega langar vegalengdir og verður fjallað um hana í tímanum. Sund er mun líklegri skýring á komum þeirra hingað til lands, vegna nálægðar við Grænland, en ferðalög á hafís. Við fjöllum líka um íslenskt rapp en dugnaður og fjölbreytileiki einkenna íslenskt rapp um þessar mundir að mati umsjónarmanna nýrra sjónvarpsþátta um íslensku rappsenuna sem fara í loftið á Stöð 2 í kvöld.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira