Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Ritstjórn skrifar 24. apríl 2016 17:29 Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða í opinni dagskrá í kvöld á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þá verður fréttatíminn í beinni útsendingu hér á Vísi sem fyrr. Í fréttum kvöldsins kennir ýmissa grasa. Rætt verður um aflandsfélög, um forsetaframboð, kosningarnar sem formaður þingflokks Framsóknar segir ekkert liggja á og íslensk trapp. Breski hagfræðingurinn John Kay, sem er staddur hér á landi, segir að hægt sé að gera mikið til þess að uppræta starfsemi aflandsfélaga í skattaskjólum án aðkomu ríkja á borð við Lúxemborg, Panama og Bresku Jómfrúreyja. Flókið regluverk fjármálaheimsins hafi gefið skattaundanskotum í gegnum aflandsfélög byr undir báða vængi. Rætt verður við Kay í fréttum Stöðvar 2. Í fréttatímanum verður einnig rætt við Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing sem er að íhuga forsetaframboð. Guðni gagnrýnir Ólaf Ragnar Grímsson fyrir látalæti og segir að þó hann hafi staðið sig vel í embætti forseta Íslands sé ekki þar með sagt að hann eigi að gegna því endalaust. Sjálfur er Guðni ekki búinn að ákveða hvort hann hyggist sjálfur bjóða sig fram. Í tímanum verður jafnframt rætt við Ásmund Einar Daðason formann þingflokks Framsóknarflokksins en hann segir mikilvægt að tryggja fé til gerðar Dýrafjarðarganga áður en gengið verði til kosninga í haust og segir að í rauni liggi ekkert á kosningunum sem hafa þ ó verið boðaðar hinn 22. október næstkomandi. Ný rannsókn á hvítabjörnum sýnir að það er í eðli þeirra að synda gríðarlega langar vegalengdir og verður fjallað um hana í tímanum. Sund er mun líklegri skýring á komum þeirra hingað til lands, vegna nálægðar við Grænland, en ferðalög á hafís. Við fjöllum líka um íslenskt rapp en dugnaður og fjölbreytileiki einkenna íslenskt rapp um þessar mundir að mati umsjónarmanna nýrra sjónvarpsþátta um íslensku rappsenuna sem fara í loftið á Stöð 2 í kvöld. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða í opinni dagskrá í kvöld á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þá verður fréttatíminn í beinni útsendingu hér á Vísi sem fyrr. Í fréttum kvöldsins kennir ýmissa grasa. Rætt verður um aflandsfélög, um forsetaframboð, kosningarnar sem formaður þingflokks Framsóknar segir ekkert liggja á og íslensk trapp. Breski hagfræðingurinn John Kay, sem er staddur hér á landi, segir að hægt sé að gera mikið til þess að uppræta starfsemi aflandsfélaga í skattaskjólum án aðkomu ríkja á borð við Lúxemborg, Panama og Bresku Jómfrúreyja. Flókið regluverk fjármálaheimsins hafi gefið skattaundanskotum í gegnum aflandsfélög byr undir báða vængi. Rætt verður við Kay í fréttum Stöðvar 2. Í fréttatímanum verður einnig rætt við Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing sem er að íhuga forsetaframboð. Guðni gagnrýnir Ólaf Ragnar Grímsson fyrir látalæti og segir að þó hann hafi staðið sig vel í embætti forseta Íslands sé ekki þar með sagt að hann eigi að gegna því endalaust. Sjálfur er Guðni ekki búinn að ákveða hvort hann hyggist sjálfur bjóða sig fram. Í tímanum verður jafnframt rætt við Ásmund Einar Daðason formann þingflokks Framsóknarflokksins en hann segir mikilvægt að tryggja fé til gerðar Dýrafjarðarganga áður en gengið verði til kosninga í haust og segir að í rauni liggi ekkert á kosningunum sem hafa þ ó verið boðaðar hinn 22. október næstkomandi. Ný rannsókn á hvítabjörnum sýnir að það er í eðli þeirra að synda gríðarlega langar vegalengdir og verður fjallað um hana í tímanum. Sund er mun líklegri skýring á komum þeirra hingað til lands, vegna nálægðar við Grænland, en ferðalög á hafís. Við fjöllum líka um íslenskt rapp en dugnaður og fjölbreytileiki einkenna íslenskt rapp um þessar mundir að mati umsjónarmanna nýrra sjónvarpsþátta um íslensku rappsenuna sem fara í loftið á Stöð 2 í kvöld.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira