Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Ritstjórn skrifar 24. apríl 2016 17:29 Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða í opinni dagskrá í kvöld á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þá verður fréttatíminn í beinni útsendingu hér á Vísi sem fyrr. Í fréttum kvöldsins kennir ýmissa grasa. Rætt verður um aflandsfélög, um forsetaframboð, kosningarnar sem formaður þingflokks Framsóknar segir ekkert liggja á og íslensk trapp. Breski hagfræðingurinn John Kay, sem er staddur hér á landi, segir að hægt sé að gera mikið til þess að uppræta starfsemi aflandsfélaga í skattaskjólum án aðkomu ríkja á borð við Lúxemborg, Panama og Bresku Jómfrúreyja. Flókið regluverk fjármálaheimsins hafi gefið skattaundanskotum í gegnum aflandsfélög byr undir báða vængi. Rætt verður við Kay í fréttum Stöðvar 2. Í fréttatímanum verður einnig rætt við Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing sem er að íhuga forsetaframboð. Guðni gagnrýnir Ólaf Ragnar Grímsson fyrir látalæti og segir að þó hann hafi staðið sig vel í embætti forseta Íslands sé ekki þar með sagt að hann eigi að gegna því endalaust. Sjálfur er Guðni ekki búinn að ákveða hvort hann hyggist sjálfur bjóða sig fram. Í tímanum verður jafnframt rætt við Ásmund Einar Daðason formann þingflokks Framsóknarflokksins en hann segir mikilvægt að tryggja fé til gerðar Dýrafjarðarganga áður en gengið verði til kosninga í haust og segir að í rauni liggi ekkert á kosningunum sem hafa þ ó verið boðaðar hinn 22. október næstkomandi. Ný rannsókn á hvítabjörnum sýnir að það er í eðli þeirra að synda gríðarlega langar vegalengdir og verður fjallað um hana í tímanum. Sund er mun líklegri skýring á komum þeirra hingað til lands, vegna nálægðar við Grænland, en ferðalög á hafís. Við fjöllum líka um íslenskt rapp en dugnaður og fjölbreytileiki einkenna íslenskt rapp um þessar mundir að mati umsjónarmanna nýrra sjónvarpsþátta um íslensku rappsenuna sem fara í loftið á Stöð 2 í kvöld. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða í opinni dagskrá í kvöld á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þá verður fréttatíminn í beinni útsendingu hér á Vísi sem fyrr. Í fréttum kvöldsins kennir ýmissa grasa. Rætt verður um aflandsfélög, um forsetaframboð, kosningarnar sem formaður þingflokks Framsóknar segir ekkert liggja á og íslensk trapp. Breski hagfræðingurinn John Kay, sem er staddur hér á landi, segir að hægt sé að gera mikið til þess að uppræta starfsemi aflandsfélaga í skattaskjólum án aðkomu ríkja á borð við Lúxemborg, Panama og Bresku Jómfrúreyja. Flókið regluverk fjármálaheimsins hafi gefið skattaundanskotum í gegnum aflandsfélög byr undir báða vængi. Rætt verður við Kay í fréttum Stöðvar 2. Í fréttatímanum verður einnig rætt við Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing sem er að íhuga forsetaframboð. Guðni gagnrýnir Ólaf Ragnar Grímsson fyrir látalæti og segir að þó hann hafi staðið sig vel í embætti forseta Íslands sé ekki þar með sagt að hann eigi að gegna því endalaust. Sjálfur er Guðni ekki búinn að ákveða hvort hann hyggist sjálfur bjóða sig fram. Í tímanum verður jafnframt rætt við Ásmund Einar Daðason formann þingflokks Framsóknarflokksins en hann segir mikilvægt að tryggja fé til gerðar Dýrafjarðarganga áður en gengið verði til kosninga í haust og segir að í rauni liggi ekkert á kosningunum sem hafa þ ó verið boðaðar hinn 22. október næstkomandi. Ný rannsókn á hvítabjörnum sýnir að það er í eðli þeirra að synda gríðarlega langar vegalengdir og verður fjallað um hana í tímanum. Sund er mun líklegri skýring á komum þeirra hingað til lands, vegna nálægðar við Grænland, en ferðalög á hafís. Við fjöllum líka um íslenskt rapp en dugnaður og fjölbreytileiki einkenna íslenskt rapp um þessar mundir að mati umsjónarmanna nýrra sjónvarpsþátta um íslensku rappsenuna sem fara í loftið á Stöð 2 í kvöld.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira