

Náttúruminjasafn í Perlunni – Besti kosturinn
Þarna hillti undir farsæla lausn á málefnum safnsins eftir áratugalanga baráttu. Þessi uppbygging var liður í fjárfestingaáætlun stjórnvalda þar sem 500 m.kr. skyldi varið til hönnunar og uppsetningar á grunnsýningu og mótun aðstöðu fyrir safnið í Perlunni. Í kjölfarið var ráðinn forstöðumaður sem leiða skyldi mótun sýningarinnar og starfsemi safnsins næstu árin.
Málið virtist komið á traustan grunn eftir langt óvissuástand og niðurlægingartímabil. Fundinn hafði verið hagkvæmur og glæsilegur staður fyrir safnið og starfsemi þess, lagður hafði verið fjárhagslegur grunnur að uppbyggingu þess og ráðinn hafði verið öflugur forstöðumaður.
Minna má á að Náttúruminjasafn skal lögum samkvæmt vera eitt af höfuðsöfnum þjóðarinnar við hlið Þjóðminjasafns og Listasafns Íslands.
Stefnt var að því að grunnsýning Náttúruminjasafnsins yrði opnuð í Perlunni haustið 2014 og hefði farið vel á því á 125 ára afmæli Náttúrufræðifélagsins. Sýningunni var ætlað að auka vitund landsmanna um náttúru Íslands, styðja við náttúrufræðikennslu frá grunnskólastigi til háskólanáms og veita aðgang að því ríkulega fræðsluefni sem til er á vísindastofnunum, náttúruminjasöfnum, náttúrustofum og þjóðgörðum landsins. Auk þess er ljóst að safnið myndi hafa gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað 16. júlí 1889. Megintilgangur þess var „að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á Íslandi“. Því var ætlað að vera landssafn með aðsetur í höfuðstað Íslands.
Félagið stofnaði síðan og rak náttúrugripasafn í 58 ár á tímabilinu 1889-1947, en þá var safnið afhent ríkinu til umsjár og rekstrar, ásamt vænum húsbyggingarsjóði, sem félagið hafði safnað í áranna rás.
Sett voru lög um safnið árið 1951 og ríkisstofnunin Náttúrugripasafn Íslands hóf starfsemi. Það bjó þó jafnan við þröngan kost og fram til 2008 var það í litlu og óhentugu bráðabirgðahúsnæði við Hlemm. Þá var safninu lokað og munum komið fyrir í geymslu.
Þannig standa mál í dag og staðan er verri en fyrir 120 árum þegar safnið var í heimahúsi Benedikts Gröndals, fyrsta formanns Náttúrufræðifélagsins og forstöðumanns safnsins á árunum 1889-1900. Hér er ólíku saman að jafna við önnur höfuðsöfn landsmanna sem njóta virðingar og vinsælda.
Gott og öflugt náttúruminjasafn er aðall og stolt hverrar stöndugrar þjóðar og dýrmætur fróðleiksbrunnur fyrir þegna og gesti viðkomandi lands. Í ljósi þess að Íslendingar byggja atvinnu sína og líf í landinu á náttúru þess í ríkum mæli, og ekki síður í ljósi þeirrar staðreyndar, að langflestir ferðamenn, sem sækja landið heim, gera það vegna náttúru þess, er hneisa að geta ekki boðið landsmönnum og ferðalöngum upp á vandað og veglegt höfuðsafn um náttúru landsins.
Náttúra Íslands er einstök í hnattrænu samhengi og okkur ber siðferðisleg skylda til að fræða landsmenn og gesti okkar um hana. Hér er ekki aðeins átt við jarðfræðilega sérstöðu, ungan aldur landsins og fjölbreytileika jarðmyndana, heldur einnig lífríkið, sem hefur mótast af jarðfræði og legu landsins og einkennist af fáum tegundum, en gjarnan stórum og öflugum stofnum með fjölbreytileika í lífsháttum og útliti innan tegunda. Aðstæður sem er að finna á Íslandi ung náttúra í örri þróun og mótun ásamt myndrænni fegurð í stórbrotnu landslagi elds og ísa eru óvíða annars staðar á Jörðinni. Þessari náttúrugersemi eigum við að gera viðeigandi skil með kynningu og fræðslu í veglegu Náttúruminjasafni Íslands.
Nú hafa heyrst raddir um að snúa baki við öllum áformum um Náttúruminjasafn í Perlunni og finna því annan stað, helst utan Reykjavíkur eða jafnvel að reisa ekkert safn. Það eru ekki góðar hugmyndir.
Í fyrsta lagi stefnir það öllum uppbyggingaráætlunum Náttúruminjasafns í óvissu og framlengir það niðurlægingartímabil sem safnið gengur nú í gegn um.
Í öðru lagi er vandséð að hagkvæmari kostur finnist en í Perlunni og þá er átt við fjárhag, skipulag og framkvæmdir. Þar fara saman hagsmunir ríkis og borgar.
Í þriðja lagi er öruggt að betri og veglegri staður finnst ekki. Náttúruminjasafn í Perlunni á Öskjuhlíð er miðlægt í höfuðborginni, í námunda við önnur höfuðsöfn þjóðarinnar, í ákjósanlegri nánd við háskólaumhverfið, á besta stað fyrir ferðamannaiðnaðinn og í órofa tengslum við íslenska náttúru með höfuðborgarsvæðið og fjallahring þess allt um kring og jarðhitann og nýtingu hans hið næsta sér.
Ég skora á alla sem bera hag Náttúruminjasafns og íslenskra náttúrurannsókna fyrir brjósti að standa saman um áformaða uppbygginguna í Perlunni. Þegar upp verður staðið frá því verki mun það bera framtíðinni og komandi kynslóðum hróður allra sem að því komu.
Skoðun

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar