Enski boltinn

Redknapp hefði hætt ef Tottenham hefði fallið

Nordic Photos/Getty Images

Tottenham hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að Harry Redknapp tók við liðinu í vetur. Liðið hélt hreinu í fimmta heimaleiknum í röð í dag þegar það lagði Newcastle 1-0 á White Hart Lane.

Redknapp tók við Spurs eftir átta umferðir og þá virtist fátt annað en fall blasa við liðinu, enda var það aðeins með tvö stig og langneðst í deildinni.

Nú hefur hinsvegar birt til hjá félaginu eftir gott gengi að undanförnu og nú eru menn allt í einu farnir að tala um að liðið nái jafnvel Evrópusæti í vor.

Redknapp viðurkennir að hann hefði ekki haft hug á því að halda áfram með Tottenham á næsta tímabili ef liðið hefði farið niður í B-deildina - jafnvel þó stjórnarformaður félagsins hafi lofað honum að hann fengi að sitja áfram.

"Ég hefði líklega ekki haldið áfram hérna ef við hefðum fallið. Ég sagði stjórnarformanninum að ég myndi líklega fara ef við féllum og í sannleika sagt hefði ég líklega hætt að þjálfa ef svo hefði farið," sagði Redknapp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×