Innlent

1500 hugmyndir frá íbúum vegna skipulagsins í borginni

Umferð í Reykjavík.
Umferð í Reykjavík. Mynd/Arnþór Birkisson
Ríflega 1500 hugmyndir bárust um það sem betur má fara í skipulagi borgarinnar á fundum skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar sem fram fóru í öllum tíu hverfum borgarinnar í október og nóvember. Á fundunum gafst íbúum tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri í vinnu- og umræðuhópum vegna mótunar aðalskipulags Reykjavíkur 2010 til 2030 með framtíðarsýn allt til ársins 2050. Markmiðið með fundunum var að færa aðalskipulagið nær íbúum hverfanna, að fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

„Nú stendur yfir úrvinnsla á hugmyndunum og tillögugerð og metið hvort og hvernig þær verði hluti nýs aðalskipulags, eða eigi frekar heima í deiliskipulagi einstakra hverfa eða verði vísað til viðeigandi sviða innan borgarinnar til frekari skoðunar," segir í tilkynningunni.

Allir sem áhuga hafa geta kynnt sér þessar hugmyndir á aðalskipulagsvefnum www.adalskipulag.is og þar er líka hægt að koma á framfæri frekari ábendingum og hugmyndum vegna aðalskipulagsvinnunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×