Patrekur vill vinna með Bogdan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2008 14:58 Patrekur Jóhannsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta. Patrekur Jóhannesson segir að Bogdan Kowalczyk hafi réttu hugmyndirnar um hvað nýr landsliðsþjálfari þurfi að gera eins og sá síðarnefndi lýsir í viðtali við Vísi í dag. Bogdan sagði í viðtali vera reiðubúinn að hjálpa íslenska landsliðinu enda hafi hann fylgst vel með því þó hann hafi síðast þjálfað liðið árið 1990. Hann er með skýrar hugmyndir um hvað landsliðið þurfi að gera til að ná árangri. Patrekur hefur áður lýst yfir sams konar skoðunum og segir að lykilatriði sé að hugsa lengra fram í tímann heldur bara til næsta móts. „Ef HSÍ fer þá leið að ræða við Bogdan gæti ég vel hugsað mér að koma að málinu. Ég hef ekki mikla reynslu en er nú að útskrifast í vor sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á handboltaþjálfun. Sjálfur stefni ég að því að fara í þjálfun í meistaraflokki hér heima." „Eins og hann segir er hitinn og þunginn á aðalþjálfaranum en það þyrfti að vera með mann sem er í góðu sambandi við félögin og leikmenn hér heima. Ég myndi svo sannarlega skoða þetta vel ef til mín yrði leitað." Patrekur talar þýsku, rétt eins og Bogdan, og þekkir vitanlega mjög vel til landsliðsins enda stutt síðan að hann hætti að leika með því sjálfur. „Bogdan hefur verið að starfa sem þjálfari og hefur greinilega fylgst vel með íslenskum handknattleik. Eins og hann segir þá þarf HSÍ að mynda sér skýra stefnu. Eins og til dæmis með B-liðið. Það á ekki að fara í slík verkefni fyrst korteri fyrir mót. Það þarf að festa þessa hluti nákvæmlega niður." „Það þarf að mynda afrekshóp leikmanna sem leika hér á landi og eru að banka á landsliðsdyrnar. Sá hópur á að æfa meira þannig að það líkist meira atvinnumannaþjálfun. Þetta eru framtíðarmenn og það þarf nauðsynlega að mynda afreksstefnu í kringum þá. Ég veit að það hefur ekki verið gert." Patrekur segist vera með fleiri hugmyndir sem hann hefur fest niður á blað. „Það var alltaf planið hjá mér að setjast niður með nýjum landsliðsþjálfara og kynna honum mínar hugmyndir. Ég er auðvitað ekki búinn að gera það enda ekki búið að ráða neinn." „En ég veit auðvitað ekki hvort það sé áhugi fyrir því að ráða Bogdan. Það hefur verið rætt um að fá erlendan þjálfara og ég veit ekki hvaða nöfn hafa verið nefnd í því samhengi. En ef það yrði talað við hann væri ég til að koma að því." Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Patrekur Jóhannesson segir að Bogdan Kowalczyk hafi réttu hugmyndirnar um hvað nýr landsliðsþjálfari þurfi að gera eins og sá síðarnefndi lýsir í viðtali við Vísi í dag. Bogdan sagði í viðtali vera reiðubúinn að hjálpa íslenska landsliðinu enda hafi hann fylgst vel með því þó hann hafi síðast þjálfað liðið árið 1990. Hann er með skýrar hugmyndir um hvað landsliðið þurfi að gera til að ná árangri. Patrekur hefur áður lýst yfir sams konar skoðunum og segir að lykilatriði sé að hugsa lengra fram í tímann heldur bara til næsta móts. „Ef HSÍ fer þá leið að ræða við Bogdan gæti ég vel hugsað mér að koma að málinu. Ég hef ekki mikla reynslu en er nú að útskrifast í vor sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á handboltaþjálfun. Sjálfur stefni ég að því að fara í þjálfun í meistaraflokki hér heima." „Eins og hann segir er hitinn og þunginn á aðalþjálfaranum en það þyrfti að vera með mann sem er í góðu sambandi við félögin og leikmenn hér heima. Ég myndi svo sannarlega skoða þetta vel ef til mín yrði leitað." Patrekur talar þýsku, rétt eins og Bogdan, og þekkir vitanlega mjög vel til landsliðsins enda stutt síðan að hann hætti að leika með því sjálfur. „Bogdan hefur verið að starfa sem þjálfari og hefur greinilega fylgst vel með íslenskum handknattleik. Eins og hann segir þá þarf HSÍ að mynda sér skýra stefnu. Eins og til dæmis með B-liðið. Það á ekki að fara í slík verkefni fyrst korteri fyrir mót. Það þarf að festa þessa hluti nákvæmlega niður." „Það þarf að mynda afrekshóp leikmanna sem leika hér á landi og eru að banka á landsliðsdyrnar. Sá hópur á að æfa meira þannig að það líkist meira atvinnumannaþjálfun. Þetta eru framtíðarmenn og það þarf nauðsynlega að mynda afreksstefnu í kringum þá. Ég veit að það hefur ekki verið gert." Patrekur segist vera með fleiri hugmyndir sem hann hefur fest niður á blað. „Það var alltaf planið hjá mér að setjast niður með nýjum landsliðsþjálfara og kynna honum mínar hugmyndir. Ég er auðvitað ekki búinn að gera það enda ekki búið að ráða neinn." „En ég veit auðvitað ekki hvort það sé áhugi fyrir því að ráða Bogdan. Það hefur verið rætt um að fá erlendan þjálfara og ég veit ekki hvaða nöfn hafa verið nefnd í því samhengi. En ef það yrði talað við hann væri ég til að koma að því."
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita