Innlent

Ákærður fyrir hundraða milljóna króna skattsvik

SB skrifar

Ákæra á hendur Jóni Ólafssyni athafnamanni verður birt honum í dag. Hann er ákærður fyrir hundraða milljóna skattsvik og bókhaldsbrot. Þrír eru ákærðir með honum. Rannsókn tók um 5 ár.

Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, staðfestir að ákæran sé tilbúin.

„Jú, það passar. Ákæran var tilbúin í gær og það er verið að birta sakborningum ákæruna," segir Helgi.

Samkvæmt heimildum Vísis er Jón Ólafsson ákærður fyrir hundraða milljóna króna skattsvik og bókhaldsbrot í tengslum við rekstur Skífunnar og Norðurljósa.

Ásamt Jóni eru þrír einstaklingar ákærðir með honum. Þeir Hreggviður Jónsson, Ragnar Birgisson og Símon Ásgeir Gunnarsson - þeir tengjast allir rekstri Norðurljósa.

Málið á hendur Jóni er eitt umfangsmesta efnahagsbrotamál sem rannsakað hefur verið hér á landi. Rannsókn þess hefur staðið yfir í hátt í sex ár. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. júlí.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×